Leik hætt í Dúbaí er kylfuberi lést á fyrsta hring Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 09:23 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty Leik hefur verið hætt á fyrsta hring á Dubai Ladies Masters-mótinu sem hófst í Dubaí í dag vegna andláts kylfubera. Frá þessu greindi yfirstjórn Evrópumótaraðarinnar fyrir skömmu en mikil sorg ríkir á mótinu vegna þessara skelfilegu tíðinda. Kylfuberinn hefur ekki verið nafngreindur en viðkomandi hneig niður á þrettándu braut og lést síðar á sjúkrahúsi. „Allir á Evrópumótaröð kvenna eru í áfalli og virkilega sorgmæddir vegna þessa andláts og hefur því verið ákveðið að stöðva fyrsta hringinn. Við vottum aðstandendum þess látna okkar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Ivan Khodabakhsh, framkvæmdastjóri mótaraðarinnar. Enginn kylfingur var búinn með meira en tíu holur þegar kylfuberinn féll frá. Mótið fer aftur af stað á morgun og verða aðeins spilaðar 54 holur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með rétt til að spila á Evrópumótaröðinni en eins og Vísir greindi frá í gær mun hún ekki sækjast eftir að halda áfram þar eftir að hún tryggði sér keppnisrétt á bandarísku atvinnumótaröðinni. Golf Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Leik hefur verið hætt á fyrsta hring á Dubai Ladies Masters-mótinu sem hófst í Dubaí í dag vegna andláts kylfubera. Frá þessu greindi yfirstjórn Evrópumótaraðarinnar fyrir skömmu en mikil sorg ríkir á mótinu vegna þessara skelfilegu tíðinda. Kylfuberinn hefur ekki verið nafngreindur en viðkomandi hneig niður á þrettándu braut og lést síðar á sjúkrahúsi. „Allir á Evrópumótaröð kvenna eru í áfalli og virkilega sorgmæddir vegna þessa andláts og hefur því verið ákveðið að stöðva fyrsta hringinn. Við vottum aðstandendum þess látna okkar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Ivan Khodabakhsh, framkvæmdastjóri mótaraðarinnar. Enginn kylfingur var búinn með meira en tíu holur þegar kylfuberinn féll frá. Mótið fer aftur af stað á morgun og verða aðeins spilaðar 54 holur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með rétt til að spila á Evrópumótaröðinni en eins og Vísir greindi frá í gær mun hún ekki sækjast eftir að halda áfram þar eftir að hún tryggði sér keppnisrétt á bandarísku atvinnumótaröðinni.
Golf Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira