Vill alls ekki enda ferillinn á tapleiknum á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 18:00 Roy Hodgson í leiknum á móti Íslandi. Vísir/Getty Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum mínútum eftir tap á móti Íslandi á EM í fótbolta í Frakklandi. Enska landsliðið tapaði þá 2-1 á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins og Englendingar fóru heim með skottið á milli lappanna. Roy Hodgson hætti áður en ensku fjölmiðlarnir fengu færi á að taka hann almennilega í gegn á síðum sínum en orðspor hans sem knattspyrnuþjálfara var vissulega mjög laskað eftir svona óvænt tap á móti nýliðum Íslands. Roy Hodgson er orðinn 69 ára gamall og búinn að vera að þjálfa í fjóra áratugi. Það bjuggust því flestir við því að karlinn myndi „fara á eftirlaun“ og hætta knattspyrnuþjálfun. Hodgson er hinsvegar ekki á því að hætta og í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali eftir sjokkið í Nice í júní þá sagði hann fréttamanni Sky Sports að hann væri að leita sér að nýju starfi í þjálfun. „Mig langar að koma til baka og hef aldrei liðið betur. Aldur hefur aldrei skipt máli og ég er í fínu formi,“ sagði Hodgson. „Ég tel að þú verðir betri þjálfari með meiri reynslu og maður verður vissulega viturri með árunum,“ sagði Hodgson. „Ég verð bara að bíða og sjá hvað býðst. Ég er ekkert að flýta mér sérstaklega. Ég hef reyndar aldrei verið atvinnulaus í meira en einn eða tvo mánuði í einu. Þessi fjórir til fimm mánuður hafa samt ekkert skaðað mig, sagði Hodgson. „Ég vona að mér bjóðist eitthvað áhugavert starf og það fólk sem vill fá mig viti að þá fái þann þjálfara sem það býst við að fá, sagði Hodgson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum mínútum eftir tap á móti Íslandi á EM í fótbolta í Frakklandi. Enska landsliðið tapaði þá 2-1 á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins og Englendingar fóru heim með skottið á milli lappanna. Roy Hodgson hætti áður en ensku fjölmiðlarnir fengu færi á að taka hann almennilega í gegn á síðum sínum en orðspor hans sem knattspyrnuþjálfara var vissulega mjög laskað eftir svona óvænt tap á móti nýliðum Íslands. Roy Hodgson er orðinn 69 ára gamall og búinn að vera að þjálfa í fjóra áratugi. Það bjuggust því flestir við því að karlinn myndi „fara á eftirlaun“ og hætta knattspyrnuþjálfun. Hodgson er hinsvegar ekki á því að hætta og í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali eftir sjokkið í Nice í júní þá sagði hann fréttamanni Sky Sports að hann væri að leita sér að nýju starfi í þjálfun. „Mig langar að koma til baka og hef aldrei liðið betur. Aldur hefur aldrei skipt máli og ég er í fínu formi,“ sagði Hodgson. „Ég tel að þú verðir betri þjálfari með meiri reynslu og maður verður vissulega viturri með árunum,“ sagði Hodgson. „Ég verð bara að bíða og sjá hvað býðst. Ég er ekkert að flýta mér sérstaklega. Ég hef reyndar aldrei verið atvinnulaus í meira en einn eða tvo mánuði í einu. Þessi fjórir til fimm mánuður hafa samt ekkert skaðað mig, sagði Hodgson. „Ég vona að mér bjóðist eitthvað áhugavert starf og það fólk sem vill fá mig viti að þá fái þann þjálfara sem það býst við að fá, sagði Hodgson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira