Geir Sveins: Óvissa er alltaf óþægileg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 19:15 Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í handbolta í viðtali við við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Mikil óvissa er um það hverjir munu skipa hópinn á HM. Aron Pálmarsson glímir við meiðsli í nára og er í meðhöndlun hér á landi. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem leikur með Nimes í Frakklandi, hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Nú þykir ólíklegt að Arnór Atlason verði með. „Arnór er meiddur eins og er og hefur ekkert getað spilað í Danmörku. Hann mun fara í betri skoðun og myndatöku á morgun. Þá mun í raun koma í ljós hvað þetta er. Eins og staðan er núna þá er hann meiddur og hefur það ekki alltof gott. Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Geir. „Þetta hljómar kannski eitthvað neikvætt að einhverjir skuli vera meiddir en það er bara eins og gengur og gerist. Það er mikið álag á leikmönnum sem eru að spila erlendis og þetta getur alltaf gerst. Við þurfum bara að sjá hvernig næstu dagar þróast hvað meiðsli þessara leikmanna varðar. Vonandi verða þeir allir orðnir klárir í janúar,“ sagði Geir. En er þá komið að því að henda þeim yngri, sem hafa staðið utan við liðið, út í djúpu laugina á heimsmeistaramótinu? „Ég held að það verði alltaf einhver sem fari í djúpu laugina,“ segir Geir en hann þarf að fara að velja stóran hóp á næstu dögum. „Á mánudag þurfum við að senda inn 28 manna hóp sem er þá lokahópur. Eftir það höfum við bara 28 leikmenn til að velja úr. Vonandi mun eitthvað skýrast fyrir það,“ sagði Geir. „Óvissa er alltaf óþægileg því það er betra að vita um hlutina. Ég veit að ég mun vita þetta og undirbý mig út frá því,“ sagði Geir. Það er hægt að sjá frétt Guðjón Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 7. desember 2016 18:45 Aron spilar ekki meira á árinu Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu. 5. desember 2016 15:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í handbolta í viðtali við við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Mikil óvissa er um það hverjir munu skipa hópinn á HM. Aron Pálmarsson glímir við meiðsli í nára og er í meðhöndlun hér á landi. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem leikur með Nimes í Frakklandi, hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Nú þykir ólíklegt að Arnór Atlason verði með. „Arnór er meiddur eins og er og hefur ekkert getað spilað í Danmörku. Hann mun fara í betri skoðun og myndatöku á morgun. Þá mun í raun koma í ljós hvað þetta er. Eins og staðan er núna þá er hann meiddur og hefur það ekki alltof gott. Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Geir. „Þetta hljómar kannski eitthvað neikvætt að einhverjir skuli vera meiddir en það er bara eins og gengur og gerist. Það er mikið álag á leikmönnum sem eru að spila erlendis og þetta getur alltaf gerst. Við þurfum bara að sjá hvernig næstu dagar þróast hvað meiðsli þessara leikmanna varðar. Vonandi verða þeir allir orðnir klárir í janúar,“ sagði Geir. En er þá komið að því að henda þeim yngri, sem hafa staðið utan við liðið, út í djúpu laugina á heimsmeistaramótinu? „Ég held að það verði alltaf einhver sem fari í djúpu laugina,“ segir Geir en hann þarf að fara að velja stóran hóp á næstu dögum. „Á mánudag þurfum við að senda inn 28 manna hóp sem er þá lokahópur. Eftir það höfum við bara 28 leikmenn til að velja úr. Vonandi mun eitthvað skýrast fyrir það,“ sagði Geir. „Óvissa er alltaf óþægileg því það er betra að vita um hlutina. Ég veit að ég mun vita þetta og undirbý mig út frá því,“ sagði Geir. Það er hægt að sjá frétt Guðjón Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 7. desember 2016 18:45 Aron spilar ekki meira á árinu Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu. 5. desember 2016 15:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 7. desember 2016 18:45
Aron spilar ekki meira á árinu Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu. 5. desember 2016 15:00