Taka „Gylfann“ á þetta? Guðríður Arnardóttir skrifar 23. nóvember 2016 14:56 Ég kann Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, litlar þakkir fyrir að rífa niður kjarabaráttu kennara sem honum finnst greinilega komin á villigötur. Kennarar krefjast þess að fá laun til jafns við stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þeir láta sig þó ekki dreyma um launaleiðréttingar til jafns við almennan markað, þá bæri enn meira í milli deiluaðila. Samfélag þar sem menntun er metin til launa og virðing borin fyrir þeim stéttum sem koma börnum okkar til manns, er það ekki samfélag sem við viljum byggja? Kennarar hafa fengið sitt, segir Gylfi. Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. Meðallaun grunnskólakennara eru 491 þúsund á mánuði en eins og við vitum er meðalaldur kennara orðinn mjög hár vegna lítillar nýliðunar, svo yngri kennarar eru með mun lægri laun en meðaltalið segir til um. Samkvæmt launaupplýsingum Hagstofu Íslands eru meðalheildarlaun sérfræðinga á almennum markaði 622 þúsund á mánuði. Meðallaun verkafólks á almennum markaði eru 475 þúsund á mánuði eða 16 þúsund krónum lægri en meðallaun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun. Gylfa finnst sem sagt eðlilegt, að þótt menn verði af ævitekjum í 5 ár og lifi á námslánum sem ævin endist tæplega til að borga, fái þeir 16 þúsund krónum hærri laun á mánuði en félagsmenn í ASÍ sem hafa ekki lokið háskólanámi. Það er talsvert lægra en afborgun af námslánum á ársgrundvelli. Það er undarleg latína að í stað þess að Gylfi berjist fyrir hærri launum sinna félagsmanna, virðist hann berjast fyrir lægri launum annarra. Ef við hjá Kennarasambandi Íslands myndum taka „Gylfann á þetta“ þá værum við núna að berjast fyrir því að laun verkafólks í landinu lækkuðu. En við ætlum ekki að gera það. Við viljum bara fá frið til þess að semja fyrir okkar fólk. Ég vona að viðsemjendur láti ósmekklegar upphrópanir Gylfa eins og vind um eyru þjóta og færi laun kennara í eðlilegt horf í samhengi við aðrar stéttir með sömu menntun og reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég kann Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, litlar þakkir fyrir að rífa niður kjarabaráttu kennara sem honum finnst greinilega komin á villigötur. Kennarar krefjast þess að fá laun til jafns við stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þeir láta sig þó ekki dreyma um launaleiðréttingar til jafns við almennan markað, þá bæri enn meira í milli deiluaðila. Samfélag þar sem menntun er metin til launa og virðing borin fyrir þeim stéttum sem koma börnum okkar til manns, er það ekki samfélag sem við viljum byggja? Kennarar hafa fengið sitt, segir Gylfi. Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. Meðallaun grunnskólakennara eru 491 þúsund á mánuði en eins og við vitum er meðalaldur kennara orðinn mjög hár vegna lítillar nýliðunar, svo yngri kennarar eru með mun lægri laun en meðaltalið segir til um. Samkvæmt launaupplýsingum Hagstofu Íslands eru meðalheildarlaun sérfræðinga á almennum markaði 622 þúsund á mánuði. Meðallaun verkafólks á almennum markaði eru 475 þúsund á mánuði eða 16 þúsund krónum lægri en meðallaun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun. Gylfa finnst sem sagt eðlilegt, að þótt menn verði af ævitekjum í 5 ár og lifi á námslánum sem ævin endist tæplega til að borga, fái þeir 16 þúsund krónum hærri laun á mánuði en félagsmenn í ASÍ sem hafa ekki lokið háskólanámi. Það er talsvert lægra en afborgun af námslánum á ársgrundvelli. Það er undarleg latína að í stað þess að Gylfi berjist fyrir hærri launum sinna félagsmanna, virðist hann berjast fyrir lægri launum annarra. Ef við hjá Kennarasambandi Íslands myndum taka „Gylfann á þetta“ þá værum við núna að berjast fyrir því að laun verkafólks í landinu lækkuðu. En við ætlum ekki að gera það. Við viljum bara fá frið til þess að semja fyrir okkar fólk. Ég vona að viðsemjendur láti ósmekklegar upphrópanir Gylfa eins og vind um eyru þjóta og færi laun kennara í eðlilegt horf í samhengi við aðrar stéttir með sömu menntun og reynslu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun