Hafa slitið stjórnarviðræðunum Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 17:41 Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“ Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira