Nýr bóksölulisti: Arnaldur á toppnum en kvenrithöfundarnir bíða átekta Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2016 09:29 Jólabókavertíðin er að hefjast og allar taugar eru þandar. Fjórir kvenrithöfundar hafa reimað á sig skóna og eru til alls líklegar á sölulistum. Konungur glæpasagnanna hefur þegar komið sér fyrir á toppnum, barnabækurnar eru að gera sig gildandi á sölulistum en kvenrithöfundar eru að stilla sér upp í kapphlaupið og eru til alls líklegar. Fyrsti bóksölulisti þessarar bókavertíðar liggur fyrir. Enn er von á nokkrum bókum úr prentsmiðju en útgáfan virðist vera frekar snemma á ferðinni í ár, að minnsta kosti voru þó nokkrir titlar þegar komnir í verslanir í lok október. Sölutölur bak við listann eru ekki gefnar upp og því má gera ráð fyrir því að ekki sé mikil sala á bak við listann; bókakaupin aukast verulega þegar nær dregur jólum. En, þetta eru uppsöfnuð sala þriggja vikna og sæmilega drjúg þó enn megi meta það sem svo að hún nái ekki einu sinni tíu prósentum jólabókasölunnar sem er í nóvember og desember. Eftir því sem Vísir kemst næst eru síðustu tvær vikurnar fyrir jól margfaldar á við aðrar vikur ársins.Kannski verður þetta bókavertíðin sem einhverjum tekst að velta glæpasagnahöfundinum úr sessi, af toppi en í raun er ekki margt sem bendir til þess. Hann hefur þegar komið sér notalega fyrir á toppi sölulista og er mættur með sterka bók.gassiListinn verður því eilítið skakkur svona í upphafi og einhverjar bækur eru nýkomnar og aðrar hafa þegar tekið út sölu til heitustu aðdáendanna. Þátttakendur í þessum aðallista eru Bókabúð Forlagsins, Bókabúð Máls og menningar, Heimkaup, Kaupás, Hagkaup, Samkaup, Bónus og Kaupfélag Skagfirðinga, samtals yfir 80 útsölustaðir íslenskra bóka.Einstök velgengni ljóðabókar Sigurðar PálssonarÞað vekur kannski athygli að einungis 6 skáldverk ná inná topp 20 listann, þar af ein þýðing. Þetta er metár í útgáfu íslenskra skáldverka, 65 nýjar frumútgáfur eru auglýstar í Bókatíðindum svo ef til vill mun salan dreifast á fleiri verk en áður. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda segist samt handviss um að hlutur skáldverka mun aukast á næstu vikum.Senuþjófurinn á sölulistum að þessu sinni er Sigurður Pálsson ljóðskáld.visir/stefán„Svo má ekki gleyma þeim stórtíðindum að ljóðabók Sigurðar Pálssonar, Ljóð muna rödd, er á meðal mest seldu bóka topplistans. Ég minnist þess nú ekki í svipan að ljóðabók hafi farið svona kröftuglega af stað en árlega koma þó alltaf nokkrar ljóðabækur sem ná ágætri sölu fyrir jól. Sigurður Pálsson hefur ástæðu til að brosa breitt því hann þýðir jafnframt hluta ljóðabókarinnar Uppljómanir & Árstíð í helvíti, eftir Rimbaud, sem er næst mest selda ljóðabókin það sem af er mánaðar.“ Vísir fjallaði um velgengni Sigurðar Pálssonar í vikunni en sé listinn skoðaður nánar má sjá að Arnaldur Indriðason, konungur glæpasögunnar, hefur komið sér notalega fyrir á toppnum og ekkert fararsnið á honum svo sem, ef litið er til bóksölu undanfarinna ára. Og, nokkrar barnabækur eru á listanum svo sem eftir þá Ævar Þór Benediktsson og Gunnar Helgason. Þeir mega vel við una í 2. og 3. sætinu.Mikil keppni milli höfunda„Rithöfundar eru með meira keppnisskap en marga grunar og þessir tveir eiga örugglega eftir að una sér lítillar hvíldar á komandi vikum,“ segir Bryndís. Og heldur áfram: „Ég er handviss um að Arnaldur Indriðason er líka trylltur keppnismaður, en hann fer vel með það og heldur sér til hlés, að minnsta kosti á meðan hann trónir á toppnum. Hann fylgist þó örugglega vel bóksölulistum og sölutölum enda svolítill spennuunnandi.“Fáir þekkja bókabransann betur en Bryndís. Hún segir rithöfunda með meira keppnisskap en marga grunar.Kunni menn að lesa í listana, eins og Bryndís, má greina þar mikil átök og baráttu um hylli lesenda. Töluverð nýliðun einkennir þessi jól. Ásdís Halla Bragadóttir er tvímælalaust einn óvæntasti metsöluhöfundur ársins með Tvísögu, ævisögu hennar og móður hennar, sem hún hefur sjálf skráð. Þrír karlmenn sitja í efstu sætum listans en að þeim sækja konur úr öllum áttum, að sögn Bryndísar: „Þær Ásdís Halla, Vigdís Grímsdóttir, Kristín Marja og Yrsa Sigurðardóttir raða sér snyrtilega upp í 4.-7. sæti og ætla sér örugglega allar að mölva glerþakið.“Bóksölulistinn 1.-21. nóvember20 söluhæstu bækurnarPetsamo Arnaldur IndriðasonÞín eigin hrollvekja Ævar Þór BenediktssonPabbi prófessor Gunnar HelgasonTvísaga : móðir, dóttir, feður Ásdís Halla BragadóttirElsku Drauma mín Vigdís GrímsdóttirSvartalogn Kristín Marja BaldursdóttirAflausn Yrsa SigurðardóttirHarry Potter og bölvun barnsins J.K. RowlingLjúflingar - prjónað á smáa og stóra Hanne AndreassenDrungi Ragnar JónassonHenri og hetjurnar Þorgrímur ÞráinssonÍslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir og Linda ÓlafsdóttirSvartigaldur Stefán MániVonda frænkan David WalliamsKósýkvöld með Láru Birgitta Haukdal Máttur matarins Unnur Guðrún PálsdóttirLjóð muna rödd Sigurður PálssonNóttin sem öllu breytti Sóley Eiríksdóttir og Helga Guðrún JohnsonÚtkall - kraftaverk undir jökli Óttar SveinsonHjónin við hliðina Shari Lapena Íslensk skáldverkPetsamo Arnaldur IndriðasonSvartalogn Kristín Marja BaldursdóttirAflausn Yrsa SigurðardóttirDrungi Ragnar JónassonSvartigaldur Stefán MániVerjandinn Óskar MagnússonÖr Auður Ava ÓlafsdóttirÓminni Sverrir BergPerurnar í íbúðinni minni Kött Grá PjéHestvík Gerður Kristný Þýdd skáldverkHjónin við hliðina Shari LapenaÞeir sem fara og þeir sem fara hvergi Elena FerranteSykurpúðar í morgunverð Dorothy KoomsonBotnfall Jørn Lier HorstSirkusráðgátan Martin WidmarkAllt eða ekkert Nicola YoonBókin um Baltimore-fjölskylduna Joël DickerFeluleikur James PattersonNæturgalinn Kristin HannahSjöunda barnið Erik Valeur Ljóð & leikritLjóð muna rödd Sigurður PálssonUppljómanir & Árstíð í helvíti Arthur Rimbaud Óvissustig Þórdís GísladóttirNúna Þorsteinn frá HamriSálmabók ÝmsirSíðasta vegabréfið Gyrðir ElíassonHæg breytileg átt Guðmundur Andri ThorssonSnorri Hjartarson - Kvæðasafn Snorri HjartarsonDáið er alt án drauma og fleiri kvæði Halldór Laxness Hálfgerðir englar & allur fjandinn Anton Helgi Jónsson Barnabækur - skáldverk Þín eigin hrollvekja Ævar Þór BenediktssonPabbi prófessor Gunnar HelgasonHenri og hetjurnar Þorgrímur ÞráinssonVonda frænkan David WalliamsKósýkvöld með Láru Birgitta Haukdal Amma óþekka og huldufólkið... Jenný Kolsöe / Bergrún Íris Sævarsdóttir Lára fer á skíði Birgitta Haukdal Ævintýri fyrir yngstu börnin ÝmsirAfi sterki og skessuskammirnar Jenný Kolsöe / Bergrún Íris Sævarsdóttir Elsku Míó minn Astrid Lindgren Barnafræði- og handbækurÍslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir / Linda ÓlafsdóttirVísindabók Villa - skynjun og skynvillurVilhelm Anton JónssonStar Wars - Mátturinn vaknar Edda útgáfaFyrstu 50 orðin - Klár kríli Unga ástin mínLeyndarmálin mín BókafélagiðLitir - Klár kríli Unga ástin mínSkrifum og þurrkum út : stafirnir Sarah PowelDýraríkið : alfræði barnanna Penelope ArlonBrandarar og gátur Huginn Þór GrétarssonRisaeðlur : alfræði barnanna Caroline Bingham UngmennabækurHarry Potter og bölvun barnsins J.K. RowlingSölvasaga unglings Arnar Már Arngrímsson Vetrarhörkur Hildur KnútsdóttirSkögla Þorgrímur Kári Snævarr Skrímslið kemur Patrick NessMórún - Stigamenn í Styrskógum Davíð Þór JónssonInnan múranna Nova Ren Sum172 tímar á tunglinu Johan HarstadVíghólar Emil Hjörvar PetersenTími undranna Karen Thompson Walker Fræði og almennt efni (að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókum)Útkall - kraftaverk undir jökli Óttar SveinssonGullöld bílsins Örn SigurðssonHéraðsmannasögur Jón Kristjánsson Tíminn minn 2017 Björg ÞórhallsdóttirLars Lagerbäck og íslenska landsliðið Guðjón Ingi EiríkssonStríðið mikla 1914-1918 : Þegar... Gunnar Þór BjarnasonHrakningar á heiðarvegum Pálmi HannessonSkagfirskar skemmtisögur 5 Björn Jóhann BjörnssonForystufé Ásgeir Jónsson frá GottorpKransæðabókin Tómasar Guðbjartsson og Guðmundur Þorgeirsson ÆvisögurTvísaga : móðir, dóttir, feður Ásdís Halla BragadóttirElsku Drauma mín Vigdís GrímsdóttirNóttin sem öllu breytti Sóley Eiríksdóttir og Helga Guðrún JohnsonAllt mitt líf er tilviljun Sigmundur Ernir Rúnarsson og Birkir BaldvinssonLaddi : Þróunarsaga mannsins Gísli Rúnar JónssonLjósin á Dettifossi Davíð Logi SigurðssonBjartmar : Þannig týnist tíminn Bjartmar GuðlaugssonVilji er allt sem þarf Ragnar Ingi AðalsteinssonEftirlýstur Bill BrowderSúgfirðingur fer út í heim Guðbjartur Gunnarsson MatreiðslubækurMáttur matarins Unnur Guðrún PálsdóttirKökugleði Evu Eva Laufey Kjaran HermannsdóttirLifðu til fulls Júlía MagnúsdóttirAvocado Hildur Rut IngimarsdóttirÓmótstæðileg Ella Ella MillsÞinn eigin bjór Greg HughesBakað úr súrdeigi Jane MasonEitthvað ofan á brauð Nanna Rögnvaldardóttir Gott : réttirnir okkar Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður GíslasonHollt nesti, morgunmatur og millimál Rósa Guðbjartsdóttir HandverksbækurLjúflingar - prjónað á smáa og stóra Hanne AndreassenHeklað skref fyrir skref Sally HardingHavana heklbók Tinna Þórudóttir-ÞorvaldsdóttirÍslenska litabókin Gunnarsbörn1000 punktar - Borgarmyndir Thomas PavittePrjónaskáld Kristín Hrund WhiteheadVettlingar frá Vorsabæ Emelía Kristbjörnsdóttir / Valgerður JónsdóttirTöfraskógurinn Johanna BasfordSaumað skref fyrir skref Alison SmithHeklfélagið : úrval uppskrifta... Tinna Þórudóttir Þorvaldar HljóðbækurPetsamo Arnaldur IndriðasonValin Grimms-ævintýri Jacob og Wilhelm GrimmSvartalogn Kristín Marja BaldursdóttirBróðir minn Ljónshjarta Astrid LindgrenDrungi Ragnar Jónasson Uppsafnaður listi frá áramótum(Söluhæstu bækurnar frá 1. janúar)Meira blóð Jo NesbøKakkalakkarnir Jo NesboVeisluréttir Hagkaups Friðrika Hjördís GeirsdóttirPetsamo Arnaldur IndriðasonJárnblóð Liza MarklundVélmennaárásin Ævar Þór BenediktssonThis is Iceland Forlagið Grillréttir Hagkaups Hrefna Rósa SætranBak við luktar dyr B.A. ParisVillibráð Lee Child Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Konungur glæpasagnanna hefur þegar komið sér fyrir á toppnum, barnabækurnar eru að gera sig gildandi á sölulistum en kvenrithöfundar eru að stilla sér upp í kapphlaupið og eru til alls líklegar. Fyrsti bóksölulisti þessarar bókavertíðar liggur fyrir. Enn er von á nokkrum bókum úr prentsmiðju en útgáfan virðist vera frekar snemma á ferðinni í ár, að minnsta kosti voru þó nokkrir titlar þegar komnir í verslanir í lok október. Sölutölur bak við listann eru ekki gefnar upp og því má gera ráð fyrir því að ekki sé mikil sala á bak við listann; bókakaupin aukast verulega þegar nær dregur jólum. En, þetta eru uppsöfnuð sala þriggja vikna og sæmilega drjúg þó enn megi meta það sem svo að hún nái ekki einu sinni tíu prósentum jólabókasölunnar sem er í nóvember og desember. Eftir því sem Vísir kemst næst eru síðustu tvær vikurnar fyrir jól margfaldar á við aðrar vikur ársins.Kannski verður þetta bókavertíðin sem einhverjum tekst að velta glæpasagnahöfundinum úr sessi, af toppi en í raun er ekki margt sem bendir til þess. Hann hefur þegar komið sér notalega fyrir á toppi sölulista og er mættur með sterka bók.gassiListinn verður því eilítið skakkur svona í upphafi og einhverjar bækur eru nýkomnar og aðrar hafa þegar tekið út sölu til heitustu aðdáendanna. Þátttakendur í þessum aðallista eru Bókabúð Forlagsins, Bókabúð Máls og menningar, Heimkaup, Kaupás, Hagkaup, Samkaup, Bónus og Kaupfélag Skagfirðinga, samtals yfir 80 útsölustaðir íslenskra bóka.Einstök velgengni ljóðabókar Sigurðar PálssonarÞað vekur kannski athygli að einungis 6 skáldverk ná inná topp 20 listann, þar af ein þýðing. Þetta er metár í útgáfu íslenskra skáldverka, 65 nýjar frumútgáfur eru auglýstar í Bókatíðindum svo ef til vill mun salan dreifast á fleiri verk en áður. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda segist samt handviss um að hlutur skáldverka mun aukast á næstu vikum.Senuþjófurinn á sölulistum að þessu sinni er Sigurður Pálsson ljóðskáld.visir/stefán„Svo má ekki gleyma þeim stórtíðindum að ljóðabók Sigurðar Pálssonar, Ljóð muna rödd, er á meðal mest seldu bóka topplistans. Ég minnist þess nú ekki í svipan að ljóðabók hafi farið svona kröftuglega af stað en árlega koma þó alltaf nokkrar ljóðabækur sem ná ágætri sölu fyrir jól. Sigurður Pálsson hefur ástæðu til að brosa breitt því hann þýðir jafnframt hluta ljóðabókarinnar Uppljómanir & Árstíð í helvíti, eftir Rimbaud, sem er næst mest selda ljóðabókin það sem af er mánaðar.“ Vísir fjallaði um velgengni Sigurðar Pálssonar í vikunni en sé listinn skoðaður nánar má sjá að Arnaldur Indriðason, konungur glæpasögunnar, hefur komið sér notalega fyrir á toppnum og ekkert fararsnið á honum svo sem, ef litið er til bóksölu undanfarinna ára. Og, nokkrar barnabækur eru á listanum svo sem eftir þá Ævar Þór Benediktsson og Gunnar Helgason. Þeir mega vel við una í 2. og 3. sætinu.Mikil keppni milli höfunda„Rithöfundar eru með meira keppnisskap en marga grunar og þessir tveir eiga örugglega eftir að una sér lítillar hvíldar á komandi vikum,“ segir Bryndís. Og heldur áfram: „Ég er handviss um að Arnaldur Indriðason er líka trylltur keppnismaður, en hann fer vel með það og heldur sér til hlés, að minnsta kosti á meðan hann trónir á toppnum. Hann fylgist þó örugglega vel bóksölulistum og sölutölum enda svolítill spennuunnandi.“Fáir þekkja bókabransann betur en Bryndís. Hún segir rithöfunda með meira keppnisskap en marga grunar.Kunni menn að lesa í listana, eins og Bryndís, má greina þar mikil átök og baráttu um hylli lesenda. Töluverð nýliðun einkennir þessi jól. Ásdís Halla Bragadóttir er tvímælalaust einn óvæntasti metsöluhöfundur ársins með Tvísögu, ævisögu hennar og móður hennar, sem hún hefur sjálf skráð. Þrír karlmenn sitja í efstu sætum listans en að þeim sækja konur úr öllum áttum, að sögn Bryndísar: „Þær Ásdís Halla, Vigdís Grímsdóttir, Kristín Marja og Yrsa Sigurðardóttir raða sér snyrtilega upp í 4.-7. sæti og ætla sér örugglega allar að mölva glerþakið.“Bóksölulistinn 1.-21. nóvember20 söluhæstu bækurnarPetsamo Arnaldur IndriðasonÞín eigin hrollvekja Ævar Þór BenediktssonPabbi prófessor Gunnar HelgasonTvísaga : móðir, dóttir, feður Ásdís Halla BragadóttirElsku Drauma mín Vigdís GrímsdóttirSvartalogn Kristín Marja BaldursdóttirAflausn Yrsa SigurðardóttirHarry Potter og bölvun barnsins J.K. RowlingLjúflingar - prjónað á smáa og stóra Hanne AndreassenDrungi Ragnar JónassonHenri og hetjurnar Þorgrímur ÞráinssonÍslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir og Linda ÓlafsdóttirSvartigaldur Stefán MániVonda frænkan David WalliamsKósýkvöld með Láru Birgitta Haukdal Máttur matarins Unnur Guðrún PálsdóttirLjóð muna rödd Sigurður PálssonNóttin sem öllu breytti Sóley Eiríksdóttir og Helga Guðrún JohnsonÚtkall - kraftaverk undir jökli Óttar SveinsonHjónin við hliðina Shari Lapena Íslensk skáldverkPetsamo Arnaldur IndriðasonSvartalogn Kristín Marja BaldursdóttirAflausn Yrsa SigurðardóttirDrungi Ragnar JónassonSvartigaldur Stefán MániVerjandinn Óskar MagnússonÖr Auður Ava ÓlafsdóttirÓminni Sverrir BergPerurnar í íbúðinni minni Kött Grá PjéHestvík Gerður Kristný Þýdd skáldverkHjónin við hliðina Shari LapenaÞeir sem fara og þeir sem fara hvergi Elena FerranteSykurpúðar í morgunverð Dorothy KoomsonBotnfall Jørn Lier HorstSirkusráðgátan Martin WidmarkAllt eða ekkert Nicola YoonBókin um Baltimore-fjölskylduna Joël DickerFeluleikur James PattersonNæturgalinn Kristin HannahSjöunda barnið Erik Valeur Ljóð & leikritLjóð muna rödd Sigurður PálssonUppljómanir & Árstíð í helvíti Arthur Rimbaud Óvissustig Þórdís GísladóttirNúna Þorsteinn frá HamriSálmabók ÝmsirSíðasta vegabréfið Gyrðir ElíassonHæg breytileg átt Guðmundur Andri ThorssonSnorri Hjartarson - Kvæðasafn Snorri HjartarsonDáið er alt án drauma og fleiri kvæði Halldór Laxness Hálfgerðir englar & allur fjandinn Anton Helgi Jónsson Barnabækur - skáldverk Þín eigin hrollvekja Ævar Þór BenediktssonPabbi prófessor Gunnar HelgasonHenri og hetjurnar Þorgrímur ÞráinssonVonda frænkan David WalliamsKósýkvöld með Láru Birgitta Haukdal Amma óþekka og huldufólkið... Jenný Kolsöe / Bergrún Íris Sævarsdóttir Lára fer á skíði Birgitta Haukdal Ævintýri fyrir yngstu börnin ÝmsirAfi sterki og skessuskammirnar Jenný Kolsöe / Bergrún Íris Sævarsdóttir Elsku Míó minn Astrid Lindgren Barnafræði- og handbækurÍslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir / Linda ÓlafsdóttirVísindabók Villa - skynjun og skynvillurVilhelm Anton JónssonStar Wars - Mátturinn vaknar Edda útgáfaFyrstu 50 orðin - Klár kríli Unga ástin mínLeyndarmálin mín BókafélagiðLitir - Klár kríli Unga ástin mínSkrifum og þurrkum út : stafirnir Sarah PowelDýraríkið : alfræði barnanna Penelope ArlonBrandarar og gátur Huginn Þór GrétarssonRisaeðlur : alfræði barnanna Caroline Bingham UngmennabækurHarry Potter og bölvun barnsins J.K. RowlingSölvasaga unglings Arnar Már Arngrímsson Vetrarhörkur Hildur KnútsdóttirSkögla Þorgrímur Kári Snævarr Skrímslið kemur Patrick NessMórún - Stigamenn í Styrskógum Davíð Þór JónssonInnan múranna Nova Ren Sum172 tímar á tunglinu Johan HarstadVíghólar Emil Hjörvar PetersenTími undranna Karen Thompson Walker Fræði og almennt efni (að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókum)Útkall - kraftaverk undir jökli Óttar SveinssonGullöld bílsins Örn SigurðssonHéraðsmannasögur Jón Kristjánsson Tíminn minn 2017 Björg ÞórhallsdóttirLars Lagerbäck og íslenska landsliðið Guðjón Ingi EiríkssonStríðið mikla 1914-1918 : Þegar... Gunnar Þór BjarnasonHrakningar á heiðarvegum Pálmi HannessonSkagfirskar skemmtisögur 5 Björn Jóhann BjörnssonForystufé Ásgeir Jónsson frá GottorpKransæðabókin Tómasar Guðbjartsson og Guðmundur Þorgeirsson ÆvisögurTvísaga : móðir, dóttir, feður Ásdís Halla BragadóttirElsku Drauma mín Vigdís GrímsdóttirNóttin sem öllu breytti Sóley Eiríksdóttir og Helga Guðrún JohnsonAllt mitt líf er tilviljun Sigmundur Ernir Rúnarsson og Birkir BaldvinssonLaddi : Þróunarsaga mannsins Gísli Rúnar JónssonLjósin á Dettifossi Davíð Logi SigurðssonBjartmar : Þannig týnist tíminn Bjartmar GuðlaugssonVilji er allt sem þarf Ragnar Ingi AðalsteinssonEftirlýstur Bill BrowderSúgfirðingur fer út í heim Guðbjartur Gunnarsson MatreiðslubækurMáttur matarins Unnur Guðrún PálsdóttirKökugleði Evu Eva Laufey Kjaran HermannsdóttirLifðu til fulls Júlía MagnúsdóttirAvocado Hildur Rut IngimarsdóttirÓmótstæðileg Ella Ella MillsÞinn eigin bjór Greg HughesBakað úr súrdeigi Jane MasonEitthvað ofan á brauð Nanna Rögnvaldardóttir Gott : réttirnir okkar Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður GíslasonHollt nesti, morgunmatur og millimál Rósa Guðbjartsdóttir HandverksbækurLjúflingar - prjónað á smáa og stóra Hanne AndreassenHeklað skref fyrir skref Sally HardingHavana heklbók Tinna Þórudóttir-ÞorvaldsdóttirÍslenska litabókin Gunnarsbörn1000 punktar - Borgarmyndir Thomas PavittePrjónaskáld Kristín Hrund WhiteheadVettlingar frá Vorsabæ Emelía Kristbjörnsdóttir / Valgerður JónsdóttirTöfraskógurinn Johanna BasfordSaumað skref fyrir skref Alison SmithHeklfélagið : úrval uppskrifta... Tinna Þórudóttir Þorvaldar HljóðbækurPetsamo Arnaldur IndriðasonValin Grimms-ævintýri Jacob og Wilhelm GrimmSvartalogn Kristín Marja BaldursdóttirBróðir minn Ljónshjarta Astrid LindgrenDrungi Ragnar Jónasson Uppsafnaður listi frá áramótum(Söluhæstu bækurnar frá 1. janúar)Meira blóð Jo NesbøKakkalakkarnir Jo NesboVeisluréttir Hagkaups Friðrika Hjördís GeirsdóttirPetsamo Arnaldur IndriðasonJárnblóð Liza MarklundVélmennaárásin Ævar Þór BenediktssonThis is Iceland Forlagið Grillréttir Hagkaups Hrefna Rósa SætranBak við luktar dyr B.A. ParisVillibráð Lee Child
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira