Trúir ekki á hraðann í tískuheiminum 25. nóvember 2016 16:30 Nýjasta lína Millu Snorrason heitir Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. Mynd/Rut Sigurðardóttir Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, var ein af sex sem hlutu hæsta styrk í úthlutun Hönnunarsjóðs á dögunum. Borghildur sækir innblástur til Íslands enda elskar hún að ganga á fjöll og reynir að fara eina stóra ferð hvert sumar. „Ég læt hverja línu heita eftir þeim stað sem ég hef heimsótt. Fyrir mynstrin í síðustu línu notaði ég til dæmis form úr snjóalögum í fjöllunum á Laugaveginum, teiknaði þau upp með bleki og blandaði þeim við yfirborðsmyndir sem ég tók í ferðinni,“ segir Borghildur en nýjasta lína hennar ber nafnið Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. „Þegar kemur að sniðum, stemningu og litavali get ég fundið innblástur nánast alls staðar. Hvort sem er í götutísku, í kvikmyndum, frá gömlum myndum eða myndlist. Ég nota internetið líka mikið og er stanslaust að vista myndir sem ég finn og sæki svo í þegar ég byrja að hanna.“„Milla Snorrason sendir aðeins frá sér eina línu á ári. Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn,“ segir Borghildur. Mynd/EyþórFlíkur með lágt kolefnisspor En hver er hugmyndafræðin á bak við hönnunina? „Ég legg áherslu á að flíkurnar séu klæðilegar, þægilegar, vandaðar og áhugaverðar. Framleiðslan fer öll fram í Evrópu vegna þess að ég vil vita hvaðan flíkurnar koma, hverjir framleiða þær og við hvaða aðstæður. Ullarpeysurnar eru framleiddar á Íslandi því ég vil styðja innlenda framleiðslu og það skiptir mig máli að geta boðið upp á flíkur með lágt kolefnisspor,“ svarar Borghildur og bætir við að Milla Snorrason sendi aðeins frá sér eina línu á ári. „Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held að hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn. Mér finnst ekki sjálfri að fólk eigi að endurnýja fataskápinn sinn tvisvar eða jafnvel fjórum sinnum á ári og ég hef engan áhuga á að hvetja til óhóflegrar neyslu,“ segir hún með áherslu. Auk þessi noti hún einungis náttúruleg efni. „Bæði af því að mér finnst það fallegra og þægilegra en einnig vegna þess að gerviefni virka oft eins og plast fyrir umhverfið og brotna mjög hægt niður.“Endurspeglar eigin fatastíl Borghildur segir Millu Snorrason endurspegla sinn eigin fatastíl. „Ég hanna fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en máta samt flíkurnar líka í huganum á ýmsar vinkonur mína og jafnvel mömmu mína og vinkonur hennar.“ Uppáhaldshönnuður Borghildur hefur lengi verið Dries Van Noten en Miuccia Prada og Consuelo Castiglioni sem hannar fyrir Marni hafa líka lengi verið í uppáhaldi. „Svo eru allir hönnuðirnir í Kiosk æðislegir!“ segir Borghildur glaðlega en flíkur hennar eru til sölu í versluninni.Mikil viðurkenning Borghildur segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá styrk á borð við þann sem hún fékk úr Hönnunarsjóði á dögunum. „Það er bæði mikil viðurkenning fyrir mig að fagfólk eins og þau hjá Hönnunarsjóði hafi trú á því sem ég er að gera og svo léttir það gífurlega undir. Fatahönnun er virkilega dýr bransi og það er mjög auðvelt að fara útbyrðis í kostnaðarhliðinni.“Ýmislegt á döfinni Framleiðsla nýjustu línunnar, Vondugila, hefur átt hug Borghildar undanfarnar vikur en þriðja sendingin af flíkunum kemur í Kiosk fyrir jólin. „Síðan er ég að vinna að línunni sem ég fékk styrk til að gera. Hún heitir Uxatindar og er unnin út frá ferð sem ég fór með vinkonum mínum í sumar þar sem við gengum um Fjallabak nyrðra í nokkra daga. Ég mun sýna hana á vörusýningu í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar á næsta ári svo það er feikinóg vinna fram undan.“ Meira um Milla Snorrason hér. Lífið Tíska og hönnun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, var ein af sex sem hlutu hæsta styrk í úthlutun Hönnunarsjóðs á dögunum. Borghildur sækir innblástur til Íslands enda elskar hún að ganga á fjöll og reynir að fara eina stóra ferð hvert sumar. „Ég læt hverja línu heita eftir þeim stað sem ég hef heimsótt. Fyrir mynstrin í síðustu línu notaði ég til dæmis form úr snjóalögum í fjöllunum á Laugaveginum, teiknaði þau upp með bleki og blandaði þeim við yfirborðsmyndir sem ég tók í ferðinni,“ segir Borghildur en nýjasta lína hennar ber nafnið Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. „Þegar kemur að sniðum, stemningu og litavali get ég fundið innblástur nánast alls staðar. Hvort sem er í götutísku, í kvikmyndum, frá gömlum myndum eða myndlist. Ég nota internetið líka mikið og er stanslaust að vista myndir sem ég finn og sæki svo í þegar ég byrja að hanna.“„Milla Snorrason sendir aðeins frá sér eina línu á ári. Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn,“ segir Borghildur. Mynd/EyþórFlíkur með lágt kolefnisspor En hver er hugmyndafræðin á bak við hönnunina? „Ég legg áherslu á að flíkurnar séu klæðilegar, þægilegar, vandaðar og áhugaverðar. Framleiðslan fer öll fram í Evrópu vegna þess að ég vil vita hvaðan flíkurnar koma, hverjir framleiða þær og við hvaða aðstæður. Ullarpeysurnar eru framleiddar á Íslandi því ég vil styðja innlenda framleiðslu og það skiptir mig máli að geta boðið upp á flíkur með lágt kolefnisspor,“ svarar Borghildur og bætir við að Milla Snorrason sendi aðeins frá sér eina línu á ári. „Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held að hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn. Mér finnst ekki sjálfri að fólk eigi að endurnýja fataskápinn sinn tvisvar eða jafnvel fjórum sinnum á ári og ég hef engan áhuga á að hvetja til óhóflegrar neyslu,“ segir hún með áherslu. Auk þessi noti hún einungis náttúruleg efni. „Bæði af því að mér finnst það fallegra og þægilegra en einnig vegna þess að gerviefni virka oft eins og plast fyrir umhverfið og brotna mjög hægt niður.“Endurspeglar eigin fatastíl Borghildur segir Millu Snorrason endurspegla sinn eigin fatastíl. „Ég hanna fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en máta samt flíkurnar líka í huganum á ýmsar vinkonur mína og jafnvel mömmu mína og vinkonur hennar.“ Uppáhaldshönnuður Borghildur hefur lengi verið Dries Van Noten en Miuccia Prada og Consuelo Castiglioni sem hannar fyrir Marni hafa líka lengi verið í uppáhaldi. „Svo eru allir hönnuðirnir í Kiosk æðislegir!“ segir Borghildur glaðlega en flíkur hennar eru til sölu í versluninni.Mikil viðurkenning Borghildur segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá styrk á borð við þann sem hún fékk úr Hönnunarsjóði á dögunum. „Það er bæði mikil viðurkenning fyrir mig að fagfólk eins og þau hjá Hönnunarsjóði hafi trú á því sem ég er að gera og svo léttir það gífurlega undir. Fatahönnun er virkilega dýr bransi og það er mjög auðvelt að fara útbyrðis í kostnaðarhliðinni.“Ýmislegt á döfinni Framleiðsla nýjustu línunnar, Vondugila, hefur átt hug Borghildar undanfarnar vikur en þriðja sendingin af flíkunum kemur í Kiosk fyrir jólin. „Síðan er ég að vinna að línunni sem ég fékk styrk til að gera. Hún heitir Uxatindar og er unnin út frá ferð sem ég fór með vinkonum mínum í sumar þar sem við gengum um Fjallabak nyrðra í nokkra daga. Ég mun sýna hana á vörusýningu í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar á næsta ári svo það er feikinóg vinna fram undan.“ Meira um Milla Snorrason hér.
Lífið Tíska og hönnun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira