Mínútuþögn á æfingum Real Madrid og Barcelona í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 16:00 Vísir/Samsett mynd Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslysins í Kólumbíu á æfingum sínum í dag. 19 af 22 leikmönnum brasilíska liðsins Chapecoence létust þegar flugvél þeirra hrapaði á leið sinni til í Kólumbíu. Alls létust 76 manns í slysinu en bara sex komust lífs af. Framundan er El Clasico á laugardaginn og eru bæði lið Real og Barca að undirbúa sig fyrir einn af risaleikjum tímabilsins á Spáni. Fótboltaheimurinn hefur allur brugðist við þessum skelfilegu fréttum frá Suður-Ameríku og margir fótboltamenn hafa sent aðstandendum fórnarlambanna samúðarkveðjur. Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslyssins með mínútuþögn á æfingum liðanna í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Minuto de silencio por las víctimas del accidente aéreo en Colombia.https://t.co/falHrCJv4k#RealMadrid#RMCitypic.twitter.com/waqMW5TCQW — Real Madrid C. F. (@realmadrid) November 29, 2016Before training the team held a minutes silence for the victims of the @ChapecoenseReal tragedy in Colombia pic.twitter.com/tjC3JsrWzs — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 29, 2016 Brasilískir leikmenn spila bæði með Real Madrid og Barcelona en þjóðarsorg hefur verið í Brasilíu eftir að fréttist af örlögum leikmanna Chapecoence. Þeir einu sem lifðu flugslysið af voru varnarmennirnir Alan Luciano Rushel og Helio Hermito Zampier sem og varamarkvörðurinn Jackson Ragnar Follman. Markverðinum Danilo var bjargað úr flakinu og fluttur á sjúkrahús en lést þar af sárum sínum. Aðeins þrír til viðbótar lifðu af flugslysið en það voru blaðamaðurinn Rafael Valmorbida og flugþjónarnir Ximena Suárez og Erwin Tumiri. Rafael Valmorbida var einn af 22 blaðamönnum sem fylgdu liði Chapecoence í þennan sögulega leik sem átti að fara fram á morgun en hefur nú verið aflýst. Chapecoence var búið að ná sögulegum árangri með því að komast alla leið í úrslitaleikinn í Copa Sudamericana sem er næststærsta keppni Suður-Ameríku og ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Liðið sem lenti í flugslysinu skelfilega í Kólumbíu í morgun fagnaði sögulegum áfanga fyrir aðeins nokkrum dögum. 29. nóvember 2016 10:00 Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. 29. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira
Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslysins í Kólumbíu á æfingum sínum í dag. 19 af 22 leikmönnum brasilíska liðsins Chapecoence létust þegar flugvél þeirra hrapaði á leið sinni til í Kólumbíu. Alls létust 76 manns í slysinu en bara sex komust lífs af. Framundan er El Clasico á laugardaginn og eru bæði lið Real og Barca að undirbúa sig fyrir einn af risaleikjum tímabilsins á Spáni. Fótboltaheimurinn hefur allur brugðist við þessum skelfilegu fréttum frá Suður-Ameríku og margir fótboltamenn hafa sent aðstandendum fórnarlambanna samúðarkveðjur. Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslyssins með mínútuþögn á æfingum liðanna í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Minuto de silencio por las víctimas del accidente aéreo en Colombia.https://t.co/falHrCJv4k#RealMadrid#RMCitypic.twitter.com/waqMW5TCQW — Real Madrid C. F. (@realmadrid) November 29, 2016Before training the team held a minutes silence for the victims of the @ChapecoenseReal tragedy in Colombia pic.twitter.com/tjC3JsrWzs — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 29, 2016 Brasilískir leikmenn spila bæði með Real Madrid og Barcelona en þjóðarsorg hefur verið í Brasilíu eftir að fréttist af örlögum leikmanna Chapecoence. Þeir einu sem lifðu flugslysið af voru varnarmennirnir Alan Luciano Rushel og Helio Hermito Zampier sem og varamarkvörðurinn Jackson Ragnar Follman. Markverðinum Danilo var bjargað úr flakinu og fluttur á sjúkrahús en lést þar af sárum sínum. Aðeins þrír til viðbótar lifðu af flugslysið en það voru blaðamaðurinn Rafael Valmorbida og flugþjónarnir Ximena Suárez og Erwin Tumiri. Rafael Valmorbida var einn af 22 blaðamönnum sem fylgdu liði Chapecoence í þennan sögulega leik sem átti að fara fram á morgun en hefur nú verið aflýst. Chapecoence var búið að ná sögulegum árangri með því að komast alla leið í úrslitaleikinn í Copa Sudamericana sem er næststærsta keppni Suður-Ameríku og ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Liðið sem lenti í flugslysinu skelfilega í Kólumbíu í morgun fagnaði sögulegum áfanga fyrir aðeins nokkrum dögum. 29. nóvember 2016 10:00 Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. 29. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira
Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Liðið sem lenti í flugslysinu skelfilega í Kólumbíu í morgun fagnaði sögulegum áfanga fyrir aðeins nokkrum dögum. 29. nóvember 2016 10:00
Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30
Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. 29. nóvember 2016 12:30