Svona brugðust markaðir við sigri Trump Sæunn Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Donald Trump verður 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Markaðir heimsins brugðust í fyrstu illa við óvæntum fréttum af sigri Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna í gær. Hlutabréf hrundu víða í Asíu, og um morguninn í Evrópu. Hlutabréf tóku þó við sér aftur í Evrópu. Gengi dalsins og mexíkóska pesósins veiktist. Gengi pesósins gagnvart bandaríkjadal náði sögulegum lægðum, en síðar rættist úr því. Sigur Trumps felur í sér mikla óvissu sem getur haft áframhaldandi neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði og alþjóðaviðskipti að mati sérfræðinga. Sigur Trumps virðist í fyrstu hafa haft lítil áhrif á hlutabréfamarkað á Íslandi. Gengi bandríkjadals veiktist hins vegar gagnvart krónunni og hefur ekki verið lægra síðan í október 2008.Viðskiptastríð gæti hafist við KínaVísir/AFPHrun á AsíumarkaðiÍ kjölfar niðurstöðu kosninganna hrundu hlutabréf í Asíu. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði mest, eða um 5,36 prósent, aðfaranótt miðvikudags. Shanghai Composite-vísitalan lækkaði um 0,62 prósent og Hang Sen í Hong Kong um 2,16 prósent. The Guardian greinir frá því að 35 milljarðar dollara, jafnvirði 3.860 milljarða íslenskra króna, hafi þurrkast út af hlutabréfamarkaðnum í Ástralíu. Líklega má rekja lækkunina til þess að Trump hefur talað um að leggja álag á innfluttar vörur frá Kína og að refsa fyrirtækjum sem flytja störf til Asíu.Fríverslun í uppnámiEftir kjör Trumps ríkir nú mikil óvissa varðandi framtíð alþjóðaviðskipta að mati sérfræðinga. CNN Money hefur eftir Lim Say, yfirmanni fjárfestinga hjá DBS-bankanum í Singapúr, að alþjóðahagkerfið, alþjóðaviðskipti og fjármálamarkaðir standi nú frammi fyrir mikilli óvissu þar sem nýr leiðtogi Bandaríkjanna vill færa landið nær aðskilnaðarstefnu. Margir óttast að viðskiptastríð muni brjótast út. AGS, OECD og fleiri stofnanir hafa nú þegar varað við rýrum vexti í alþjóðaviðskiptum á árinu, og áhrif af Brexit, ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, bættust ofan á áhyggjur stofnananna. Sérfræðingar vara við áætlunum Trumps um að rifta eða endurrita NAFTA-fríverslunarsamninginn við Mexíkó og Kanada. Þeir telja að það muni hafa mjög truflandi áhrif.Mikill usli var á mörkuðum í Asíu.Vísir/AFPMarkaðir jöfnuðu sig í EvrópuGengi hlutabréfa í Evrópu hrundi í gærmorgun. Ástæðan er talin vera óljós afstaða Trumps til efnahagsmála. Um morguninn lækkað DAX-vísitalan í Þýskalandi um næstum þrjú prósent, en um eftirmiðdaginn í gær hafði hún hækkað um 0,4 prósent. IBEX-vísitalan á Spáni lækkaði um nærri fjögur prósent en hafði hækkað um 1,3 prósent um eftirmiðdaginn. FTSE 100 í Bretlandi lækkað um tvö prósent snemma morguns en hafði svo hækkað um 0,4 prósent síðdegis í gær.Pesóinn í Mexíkó tók dýfuFrá því að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir og fram til eftirmiðdagsins í gær lækkaði gengi pesósins, gjaldmiðils Mexíkó, gagnvart bandaríkjadal allverulega. Pesóinn lækkaði um tólf prósent, þegar ljóst var að Trump væri sigurvegari kosninganna um klukkan sex um nóttina, en hækkaði svo á ný. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi hans lækkað um 8,6 prósent. Líklega má rekja lækkunina til þess að Trump hefur lengi heitið því að reisa vegg á landamærum ríkjanna og láta Mexíkó borga fyrir smíðina, og skattleggja peninga sem innflytjendur senda til fjölskyldna.Kauphöll ÍslandsLítil áhrif á hlutabréf á ÍslandiGengi hlutabréfa á Íslandi lækkaði, rétt eins og í öðrum löndum, snemma í gærmorgun, um 1,3 prósent. Lækkanirnar náðust þó að mestu til baka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,76 prósent í gær og gengi hlutabréfa í öllum nema fimm fyrirtækjum á Aðallista Kauphallarinnar lækkaði. „Þetta er ekki svo óvenjulegur dagur á íslenska markaðnum. Við erum með 45 daga á árinu þar sem lækkunin hefur verið meiri og svo eru viðskiptin eiginlega í meðaltali. Þetta er ótrúlega venjulegur dagur þegar öllu ert á botninn hvolft,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands. „Það kannski hjálpar að við opnum aðeins seinna en erlendu markaðirnir. Ef maður ber saman Nordic 40 vísitöluna og úrvalsvísitöluna, þá sér maður að þegar norræna vísitalan opnar fer hún niður um næstum þrjú prósent, en þeir eru komnir eiginlega á sama stað og við þegar við opnuðum klukkutíma síðar.“ Miðgengi Bandaríkjadals gagnvart krónunni hafði í gærmorgun ekki verið lægra síðan í október 2008. Gengið hækkaði þó aftur yfir daginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pesóinn hefur hríðfallið Gengi mexíkóska pesósins gagnvart Bandaríkjadal hefur lækkað um tæplega níu prósent í dag. 9. nóvember 2016 10:41 Krónan ekki sterkari gagnvart dollar í átta ár Eins og staðan er núna hefur gengi Bandaríkjadal gagnvart íslensku krónunni ekki verið lægra síðan í október 2008. 9. nóvember 2016 11:24 Markaðir á hlaupum undan sigri Trump Dollarinn hefur lækkað verulega ásamt gjaldmiðli Mexíkó og vísitölum í Asíu. 9. nóvember 2016 05:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Markaðir heimsins brugðust í fyrstu illa við óvæntum fréttum af sigri Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna í gær. Hlutabréf hrundu víða í Asíu, og um morguninn í Evrópu. Hlutabréf tóku þó við sér aftur í Evrópu. Gengi dalsins og mexíkóska pesósins veiktist. Gengi pesósins gagnvart bandaríkjadal náði sögulegum lægðum, en síðar rættist úr því. Sigur Trumps felur í sér mikla óvissu sem getur haft áframhaldandi neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði og alþjóðaviðskipti að mati sérfræðinga. Sigur Trumps virðist í fyrstu hafa haft lítil áhrif á hlutabréfamarkað á Íslandi. Gengi bandríkjadals veiktist hins vegar gagnvart krónunni og hefur ekki verið lægra síðan í október 2008.Viðskiptastríð gæti hafist við KínaVísir/AFPHrun á AsíumarkaðiÍ kjölfar niðurstöðu kosninganna hrundu hlutabréf í Asíu. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði mest, eða um 5,36 prósent, aðfaranótt miðvikudags. Shanghai Composite-vísitalan lækkaði um 0,62 prósent og Hang Sen í Hong Kong um 2,16 prósent. The Guardian greinir frá því að 35 milljarðar dollara, jafnvirði 3.860 milljarða íslenskra króna, hafi þurrkast út af hlutabréfamarkaðnum í Ástralíu. Líklega má rekja lækkunina til þess að Trump hefur talað um að leggja álag á innfluttar vörur frá Kína og að refsa fyrirtækjum sem flytja störf til Asíu.Fríverslun í uppnámiEftir kjör Trumps ríkir nú mikil óvissa varðandi framtíð alþjóðaviðskipta að mati sérfræðinga. CNN Money hefur eftir Lim Say, yfirmanni fjárfestinga hjá DBS-bankanum í Singapúr, að alþjóðahagkerfið, alþjóðaviðskipti og fjármálamarkaðir standi nú frammi fyrir mikilli óvissu þar sem nýr leiðtogi Bandaríkjanna vill færa landið nær aðskilnaðarstefnu. Margir óttast að viðskiptastríð muni brjótast út. AGS, OECD og fleiri stofnanir hafa nú þegar varað við rýrum vexti í alþjóðaviðskiptum á árinu, og áhrif af Brexit, ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, bættust ofan á áhyggjur stofnananna. Sérfræðingar vara við áætlunum Trumps um að rifta eða endurrita NAFTA-fríverslunarsamninginn við Mexíkó og Kanada. Þeir telja að það muni hafa mjög truflandi áhrif.Mikill usli var á mörkuðum í Asíu.Vísir/AFPMarkaðir jöfnuðu sig í EvrópuGengi hlutabréfa í Evrópu hrundi í gærmorgun. Ástæðan er talin vera óljós afstaða Trumps til efnahagsmála. Um morguninn lækkað DAX-vísitalan í Þýskalandi um næstum þrjú prósent, en um eftirmiðdaginn í gær hafði hún hækkað um 0,4 prósent. IBEX-vísitalan á Spáni lækkaði um nærri fjögur prósent en hafði hækkað um 1,3 prósent um eftirmiðdaginn. FTSE 100 í Bretlandi lækkað um tvö prósent snemma morguns en hafði svo hækkað um 0,4 prósent síðdegis í gær.Pesóinn í Mexíkó tók dýfuFrá því að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir og fram til eftirmiðdagsins í gær lækkaði gengi pesósins, gjaldmiðils Mexíkó, gagnvart bandaríkjadal allverulega. Pesóinn lækkaði um tólf prósent, þegar ljóst var að Trump væri sigurvegari kosninganna um klukkan sex um nóttina, en hækkaði svo á ný. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi hans lækkað um 8,6 prósent. Líklega má rekja lækkunina til þess að Trump hefur lengi heitið því að reisa vegg á landamærum ríkjanna og láta Mexíkó borga fyrir smíðina, og skattleggja peninga sem innflytjendur senda til fjölskyldna.Kauphöll ÍslandsLítil áhrif á hlutabréf á ÍslandiGengi hlutabréfa á Íslandi lækkaði, rétt eins og í öðrum löndum, snemma í gærmorgun, um 1,3 prósent. Lækkanirnar náðust þó að mestu til baka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,76 prósent í gær og gengi hlutabréfa í öllum nema fimm fyrirtækjum á Aðallista Kauphallarinnar lækkaði. „Þetta er ekki svo óvenjulegur dagur á íslenska markaðnum. Við erum með 45 daga á árinu þar sem lækkunin hefur verið meiri og svo eru viðskiptin eiginlega í meðaltali. Þetta er ótrúlega venjulegur dagur þegar öllu ert á botninn hvolft,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands. „Það kannski hjálpar að við opnum aðeins seinna en erlendu markaðirnir. Ef maður ber saman Nordic 40 vísitöluna og úrvalsvísitöluna, þá sér maður að þegar norræna vísitalan opnar fer hún niður um næstum þrjú prósent, en þeir eru komnir eiginlega á sama stað og við þegar við opnuðum klukkutíma síðar.“ Miðgengi Bandaríkjadals gagnvart krónunni hafði í gærmorgun ekki verið lægra síðan í október 2008. Gengið hækkaði þó aftur yfir daginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pesóinn hefur hríðfallið Gengi mexíkóska pesósins gagnvart Bandaríkjadal hefur lækkað um tæplega níu prósent í dag. 9. nóvember 2016 10:41 Krónan ekki sterkari gagnvart dollar í átta ár Eins og staðan er núna hefur gengi Bandaríkjadal gagnvart íslensku krónunni ekki verið lægra síðan í október 2008. 9. nóvember 2016 11:24 Markaðir á hlaupum undan sigri Trump Dollarinn hefur lækkað verulega ásamt gjaldmiðli Mexíkó og vísitölum í Asíu. 9. nóvember 2016 05:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Pesóinn hefur hríðfallið Gengi mexíkóska pesósins gagnvart Bandaríkjadal hefur lækkað um tæplega níu prósent í dag. 9. nóvember 2016 10:41
Krónan ekki sterkari gagnvart dollar í átta ár Eins og staðan er núna hefur gengi Bandaríkjadal gagnvart íslensku krónunni ekki verið lægra síðan í október 2008. 9. nóvember 2016 11:24
Markaðir á hlaupum undan sigri Trump Dollarinn hefur lækkað verulega ásamt gjaldmiðli Mexíkó og vísitölum í Asíu. 9. nóvember 2016 05:30