Óttarr segir enga ástæðu til að vantreysta Viðreisn og Bjartri í tæpum meirihluta Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 11:59 Óttarr og Benedikt. Vísir/'Anton Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38
Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent