Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 12:05 Lars Lagerbäck er hér hugsi á blaðamannafundi íslenska liðsins í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er í löngu viðtali við breska dagblaðið Independent þar sem hann lýsir upplifun sinni af enska landsliðinu og leik þess gegn Íslandi. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM í sumar. Leikurinn fór fram í Nice og vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Englendingar hafa mikið fjallað um leikinn og hrun enska landsliðsins en eftir hann sagði Roy Hodgson starfi sínu lausu. Það fannst Lagerbäck leitt enda hafa þeir lengi þekkst. Þeir hafa þó ekki talað saman eftir leikinn.Ekki venjulegt enskt landslið Lagerbäck hefur aldrei tapað landsleik fyrir Englandi á ferlinum í alls sex viðureignum. En hann segir að liðið sem Ísland mætti í Nice í lok júní sé ólíkt öðrum enskum landsliðum sem Lagerbäck hefur mætt. „Andlega var þetta ekki venjulegt enskt landslið líkt og ég mætti áður fyrr,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/getty„Við óttuðumst þá ekki. Liðið ógnaði ekki með löngum boltum og hlaupum líkt og áður fyrr,“ sagði hann og bendir enn fremur á að leikirnir gegn Englandi áður fyrr hafi einkennst af mikilli baráttu. En í sumar var það öðruvísi. „Englendingar litu út fyrir að vera mjög passívir. Ég tel að stór ástæða þess var að við spiluðum mjög vel og vörðumst líka mjög vel.“ „Eftir því sem leið á leikinn misstu leikmenn Englands einbeitingu og maður sé enga skýra hugmynd um hvað þeir vildu gera. Það jókst eftir að við skoruðum annað markið.“Engin leiðtogahæfni Hann segir að lið Englands samanstandi að stórum hluta af ungum og efnilegum leikmönnum sem skorti þó reynslu og þroska, sem og leiðtogahæfni. „Leikmenn eins og Dele Alli eru afar efnilegir. En þeir hafa ekki tekið út nægilegan þroska til að taka af skarið ef liðið þeirra er ekki að vinna leikinn.“ „Ég þekki ekki þessa leikmenn persónulega og er því að draga ályktanir en þannig leit það út. Það var enginn leikmaður í enska landsliðinu sem tók að sér leiðtogahlutverk eftir að við skoruðum seinna markið.“ Lagerbäck sagði að fyrir utan nokkur hálffæri í lok leiksins hafi Englendingar aldrei náð að ógna marki Íslands að verulegu ráði. Lagerbäck fer um víðan völl í viðtalinu og fjallar meðal annars um vandræði enska landsliðsins og fá tækifæri ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er í löngu viðtali við breska dagblaðið Independent þar sem hann lýsir upplifun sinni af enska landsliðinu og leik þess gegn Íslandi. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM í sumar. Leikurinn fór fram í Nice og vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Englendingar hafa mikið fjallað um leikinn og hrun enska landsliðsins en eftir hann sagði Roy Hodgson starfi sínu lausu. Það fannst Lagerbäck leitt enda hafa þeir lengi þekkst. Þeir hafa þó ekki talað saman eftir leikinn.Ekki venjulegt enskt landslið Lagerbäck hefur aldrei tapað landsleik fyrir Englandi á ferlinum í alls sex viðureignum. En hann segir að liðið sem Ísland mætti í Nice í lok júní sé ólíkt öðrum enskum landsliðum sem Lagerbäck hefur mætt. „Andlega var þetta ekki venjulegt enskt landslið líkt og ég mætti áður fyrr,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/getty„Við óttuðumst þá ekki. Liðið ógnaði ekki með löngum boltum og hlaupum líkt og áður fyrr,“ sagði hann og bendir enn fremur á að leikirnir gegn Englandi áður fyrr hafi einkennst af mikilli baráttu. En í sumar var það öðruvísi. „Englendingar litu út fyrir að vera mjög passívir. Ég tel að stór ástæða þess var að við spiluðum mjög vel og vörðumst líka mjög vel.“ „Eftir því sem leið á leikinn misstu leikmenn Englands einbeitingu og maður sé enga skýra hugmynd um hvað þeir vildu gera. Það jókst eftir að við skoruðum annað markið.“Engin leiðtogahæfni Hann segir að lið Englands samanstandi að stórum hluta af ungum og efnilegum leikmönnum sem skorti þó reynslu og þroska, sem og leiðtogahæfni. „Leikmenn eins og Dele Alli eru afar efnilegir. En þeir hafa ekki tekið út nægilegan þroska til að taka af skarið ef liðið þeirra er ekki að vinna leikinn.“ „Ég þekki ekki þessa leikmenn persónulega og er því að draga ályktanir en þannig leit það út. Það var enginn leikmaður í enska landsliðinu sem tók að sér leiðtogahlutverk eftir að við skoruðum seinna markið.“ Lagerbäck sagði að fyrir utan nokkur hálffæri í lok leiksins hafi Englendingar aldrei náð að ógna marki Íslands að verulegu ráði. Lagerbäck fer um víðan völl í viðtalinu og fjallar meðal annars um vandræði enska landsliðsins og fá tækifæri ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira