Ólafía Þórunn byrjar illa á Indlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 08:00 Ólafía Þórunn þarf að komast á flug. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer ekki vel af stað á opna Indlands-mótinu sem fram fer í borginni Gurgaon en það hófst í morgun. Ólafía er fjórum yfir pari eftir sex holur en hún er búin að fá tvo skolla og einn skramba. Hún byrjaði á tíundu braut og fékk par á fyrstu tveimur holunum. Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir migHún fékk fyrsta skollann á 12. holu sem er par þrjú en svo fékk hún par á 13. holu. Því fylgdi skrambi, eða tvöfaldur skolli, á 14. holu sem er par fjögur. Nú síðast fékk hún svo skolla á 15. holu sem er par fimm. Ólafía Þórunn er nú þegar sex höggum á eftir efstu konu sem er Christine Wolf frá Austurríki en hún á auðvitað eftir að spila mikið golf í dag og getur rétt sinn hlut. Ólafía var í forystu eftir fyrstu tvo dagana á móti í Abú Dabí í síðustu viku en missti svo flugið og hafnaði í 26. sæti. Mótið á Indlandi líkt og það í Abú Dabí eru bæði hluti af Evrópumótaröð kvenna.Hér má sjá stöðuna í mótinu. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður að ná góðum árangri á Indlandi um helgina til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næsta keppnistímabili. Hún á þó enn möguleika á að komast inn á LPGA vestanhafs. 11. nóvember 2016 06:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer ekki vel af stað á opna Indlands-mótinu sem fram fer í borginni Gurgaon en það hófst í morgun. Ólafía er fjórum yfir pari eftir sex holur en hún er búin að fá tvo skolla og einn skramba. Hún byrjaði á tíundu braut og fékk par á fyrstu tveimur holunum. Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir migHún fékk fyrsta skollann á 12. holu sem er par þrjú en svo fékk hún par á 13. holu. Því fylgdi skrambi, eða tvöfaldur skolli, á 14. holu sem er par fjögur. Nú síðast fékk hún svo skolla á 15. holu sem er par fimm. Ólafía Þórunn er nú þegar sex höggum á eftir efstu konu sem er Christine Wolf frá Austurríki en hún á auðvitað eftir að spila mikið golf í dag og getur rétt sinn hlut. Ólafía var í forystu eftir fyrstu tvo dagana á móti í Abú Dabí í síðustu viku en missti svo flugið og hafnaði í 26. sæti. Mótið á Indlandi líkt og það í Abú Dabí eru bæði hluti af Evrópumótaröð kvenna.Hér má sjá stöðuna í mótinu.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður að ná góðum árangri á Indlandi um helgina til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næsta keppnistímabili. Hún á þó enn möguleika á að komast inn á LPGA vestanhafs. 11. nóvember 2016 06:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður að ná góðum árangri á Indlandi um helgina til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næsta keppnistímabili. Hún á þó enn möguleika á að komast inn á LPGA vestanhafs. 11. nóvember 2016 06:30