Evrópumálin verða send Alþingi til úrlausnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2016 20:27 Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38
Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39