Breytingar í vændum hjá ÍR: Þurfum kraftmeiri leikmann undir körfuna Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 11. nóvember 2016 22:04 Borce var ekki ánægður með framlag sumra leikmanna ÍR í kvöld. vísir/stefán Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var afar ósáttur við frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Haukum í kvöld. Hann segir að ÍR-ingar þurfi að gera breytingar og íhugar að skipta um bandarískan leikmann. „Við getum alltaf gert betur. Sumir leikmannanna lögðu sig ekki nógu mikið fram,“ sagði Borce sem hrósaði yngri leikmönnum ÍR fyrir að laga stöðuna í 4. leikhluta sem Breiðhyltingar unnu með 15 stigum. „Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik en við reyndum að koma til baka með því að stilla upp óhefðbundnu byrjunarliði. Ég veit að við getum kannski ekki skorað 70-75 stig því Matti [Matthías Orri Sigurðarson] var ekki með en við eigum alltaf að geta lagt okkur fram og spilað góða vörn. Það var ekki nógu mikil löngun til staðar hjá sumum leikmönnum,“ sagði Borce. Matthew Hunter hefur ekki staðið undir væntingum hjá ÍR og Borce segist vera að íhuga að fá nýjan Bandaríkjamann, og þá aðra tegund af leikmanni. „Við þurfum að ræða það við stjórnina. Við þurfum að gera breytingar og erum að hugsa um þetta. Við þurfum að finna góðan kost, ekki bara skipta til þess eins að skipta,“ sagði þjálfarinn. „Við erum að íhuga þetta. Við misstum Stefán [Karel Torfason] og eins þú sást í dag tóku Haukar mikið af sóknarfráköstum. Við vorum mjög veikir undir körfunni og þurfum klárlega meiri kraft inni í teiginn. Við erum að hugsa um að fá sterkari og kraftmeiri leikmann,“ sagði Borce að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 93-82 | Öruggur Haukasigur Haukar unnu sinn fyrsta sigur í fimm leikjum þegar þeir rúlluðu yfir ÍR, 93-82, í Schenker-höllinni í kvöld. 11. nóvember 2016 22:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var afar ósáttur við frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Haukum í kvöld. Hann segir að ÍR-ingar þurfi að gera breytingar og íhugar að skipta um bandarískan leikmann. „Við getum alltaf gert betur. Sumir leikmannanna lögðu sig ekki nógu mikið fram,“ sagði Borce sem hrósaði yngri leikmönnum ÍR fyrir að laga stöðuna í 4. leikhluta sem Breiðhyltingar unnu með 15 stigum. „Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik en við reyndum að koma til baka með því að stilla upp óhefðbundnu byrjunarliði. Ég veit að við getum kannski ekki skorað 70-75 stig því Matti [Matthías Orri Sigurðarson] var ekki með en við eigum alltaf að geta lagt okkur fram og spilað góða vörn. Það var ekki nógu mikil löngun til staðar hjá sumum leikmönnum,“ sagði Borce. Matthew Hunter hefur ekki staðið undir væntingum hjá ÍR og Borce segist vera að íhuga að fá nýjan Bandaríkjamann, og þá aðra tegund af leikmanni. „Við þurfum að ræða það við stjórnina. Við þurfum að gera breytingar og erum að hugsa um þetta. Við þurfum að finna góðan kost, ekki bara skipta til þess eins að skipta,“ sagði þjálfarinn. „Við erum að íhuga þetta. Við misstum Stefán [Karel Torfason] og eins þú sást í dag tóku Haukar mikið af sóknarfráköstum. Við vorum mjög veikir undir körfunni og þurfum klárlega meiri kraft inni í teiginn. Við erum að hugsa um að fá sterkari og kraftmeiri leikmann,“ sagði Borce að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 93-82 | Öruggur Haukasigur Haukar unnu sinn fyrsta sigur í fimm leikjum þegar þeir rúlluðu yfir ÍR, 93-82, í Schenker-höllinni í kvöld. 11. nóvember 2016 22:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 93-82 | Öruggur Haukasigur Haukar unnu sinn fyrsta sigur í fimm leikjum þegar þeir rúlluðu yfir ÍR, 93-82, í Schenker-höllinni í kvöld. 11. nóvember 2016 22:00