Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2016 19:12 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira