Efast um að myndun stjórnarinnar takist Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2016 05:30 Páll Valur Björnsson mynd/hörður sveinsson „Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa um helgina rætt myndun stjórnar. Hugmyndin leggst misvel í fólk sem tilheyrir flokkunum þremur. Páll Valur segir Bjarta framtíð vera róttækan mannréttindaflokk, umhverfisflokk og alþjóðlega sinnaðan. „Það var kosið út af Panamaskjölunum og þar var Bjarni,“ segir hann og bætir við að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði átt að vera síðasti kosturinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég hef ekkert á móti fólkinu í honum, kynntist mörgu frábæru fólki þarna sem þingmaður og eignaðist góða vini,“ segir Páll Valur. Hann telur formann Sjálfstæðisflokksins vera á móti kerfisbreytingum og það getur hann illa sætt sig við. „Þeir sviku Evrópusambandsloforðið og ég er ekkert tilbúinn til þess að fyrirgefa það strax.“ Páll Valur segist hafa komið skoðun sinni á framfæri á stjórnarfundi flokksins í síðustu viku. Hann segist bera mikla virðingu fyrir Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og treysta honum. „Ef hann stendur fast á sínum prinsippum, þá enda þessar stjórnarmyndunarviðræður fljótlega. Því ég trúi ekki að hann gefi neitt eftir í þeim málum sem við höfum lagt áherslu á, eins og í landbúnaðarmálum,“ segir Páll Valur í samtali við Fréttablaðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Þrír nýir þingmenn mættu á Sprengisand til að ræða stjórnmálin. 13. nóvember 2016 11:45 Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
„Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa um helgina rætt myndun stjórnar. Hugmyndin leggst misvel í fólk sem tilheyrir flokkunum þremur. Páll Valur segir Bjarta framtíð vera róttækan mannréttindaflokk, umhverfisflokk og alþjóðlega sinnaðan. „Það var kosið út af Panamaskjölunum og þar var Bjarni,“ segir hann og bætir við að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði átt að vera síðasti kosturinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég hef ekkert á móti fólkinu í honum, kynntist mörgu frábæru fólki þarna sem þingmaður og eignaðist góða vini,“ segir Páll Valur. Hann telur formann Sjálfstæðisflokksins vera á móti kerfisbreytingum og það getur hann illa sætt sig við. „Þeir sviku Evrópusambandsloforðið og ég er ekkert tilbúinn til þess að fyrirgefa það strax.“ Páll Valur segist hafa komið skoðun sinni á framfæri á stjórnarfundi flokksins í síðustu viku. Hann segist bera mikla virðingu fyrir Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og treysta honum. „Ef hann stendur fast á sínum prinsippum, þá enda þessar stjórnarmyndunarviðræður fljótlega. Því ég trúi ekki að hann gefi neitt eftir í þeim málum sem við höfum lagt áherslu á, eins og í landbúnaðarmálum,“ segir Páll Valur í samtali við Fréttablaðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Þrír nýir þingmenn mættu á Sprengisand til að ræða stjórnmálin. 13. nóvember 2016 11:45 Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Þrír nýir þingmenn mættu á Sprengisand til að ræða stjórnmálin. 13. nóvember 2016 11:45
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07