Ólafía Þórunn missti aðeins hausinn á „skrímslinu“ á Indlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur tókst ekki að bæta stöðu sína um helgina í baráttu sinni fyrir áframhaldandi þátttökurétti á Evrópumótaröðinni í golfi. Ólafía náði ekki niðurskurðinum á Hero Women’s Indian Open mótinu en hún spilaði á 11 höggum yfir pari. „Þessi völlur er algjört skrímsli. Maður þarf að vera að spila ótrúlega vel, gera mistökin á réttum tímapunktum og þekkja völlinn mjög vel. Svo bara að halda sér andlega sterkum þrátt fyrir einhver ósanngjörn skopp útaf flötinni og boltinn rúllar 40 metra í burtu," segir Ólafía. Þrjár martraðarholur voru íslenska kylfingnum dýrkeyptar. Ólafía tapaði alls átta höggum á þessum þremur holum og það sem gerir það enn grátlegra er að hún var síðan aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Fyrsta daginn fékk ég ekki einn einasta fugl, þó ég átti 3 góð tækifæri. Annars var ég að spila nokkuð vel, fannst ég samt eiga að skora mikið betur. „Annan daginn var allt á góðri leið þangað til ég fékk níu á eina holuna, þar sem ég þurfti að taka tvö víti. Ég missti það eiginlega smá andlega þá. Þetta er búin að vera svo rosalega löng törn undanfarið, án hvíldar að ég var óvenju ergin í þessi móti, sem maður má alls ekki á þessum velli sérstaklega,“ segir Ólafía Þórunn. Þetta var fyrsta mót Ólafíu eftir ævinýrið í Abú Dabí þar sem hún var í efsta sæti þegar keppni var hálfnuð en endaði að lokum í 26. til 29. sæti. „Mér fannst ég vera búin að setja of mikla pressu á sjálfa mig fyrir þetta mót. Ég þurfti alltaf að vera að tala um hvað þetta mót þýddi fyrir mig til að halda keppnisréttinum. Það stimplaðist svolítið inn í hausinn á mér. Mig langaði svo að spila vel og þegar hlutirnir gengu ekki upp varð ég enn pirraðari. Ég gafst samt aldrei upp, þetta var bara ekki létt verkefni,“ segir Ólafía Þórunn. „Núna er bara nokkurra daga hvíld til að koma kollinum í lag aftur. Svo harðar æfingar fyrir LPGA lokaúrtökumótið. Ég bíð eftir mögulegu boði í síðasta mótið á árinu í Dúbaí. Það væri síðasti sénsinn minn en annars þá þarf ég kannski bara að fara aftur til Marokkó í úrtökumótið,“ segir Ólafía. Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur tókst ekki að bæta stöðu sína um helgina í baráttu sinni fyrir áframhaldandi þátttökurétti á Evrópumótaröðinni í golfi. Ólafía náði ekki niðurskurðinum á Hero Women’s Indian Open mótinu en hún spilaði á 11 höggum yfir pari. „Þessi völlur er algjört skrímsli. Maður þarf að vera að spila ótrúlega vel, gera mistökin á réttum tímapunktum og þekkja völlinn mjög vel. Svo bara að halda sér andlega sterkum þrátt fyrir einhver ósanngjörn skopp útaf flötinni og boltinn rúllar 40 metra í burtu," segir Ólafía. Þrjár martraðarholur voru íslenska kylfingnum dýrkeyptar. Ólafía tapaði alls átta höggum á þessum þremur holum og það sem gerir það enn grátlegra er að hún var síðan aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Fyrsta daginn fékk ég ekki einn einasta fugl, þó ég átti 3 góð tækifæri. Annars var ég að spila nokkuð vel, fannst ég samt eiga að skora mikið betur. „Annan daginn var allt á góðri leið þangað til ég fékk níu á eina holuna, þar sem ég þurfti að taka tvö víti. Ég missti það eiginlega smá andlega þá. Þetta er búin að vera svo rosalega löng törn undanfarið, án hvíldar að ég var óvenju ergin í þessi móti, sem maður má alls ekki á þessum velli sérstaklega,“ segir Ólafía Þórunn. Þetta var fyrsta mót Ólafíu eftir ævinýrið í Abú Dabí þar sem hún var í efsta sæti þegar keppni var hálfnuð en endaði að lokum í 26. til 29. sæti. „Mér fannst ég vera búin að setja of mikla pressu á sjálfa mig fyrir þetta mót. Ég þurfti alltaf að vera að tala um hvað þetta mót þýddi fyrir mig til að halda keppnisréttinum. Það stimplaðist svolítið inn í hausinn á mér. Mig langaði svo að spila vel og þegar hlutirnir gengu ekki upp varð ég enn pirraðari. Ég gafst samt aldrei upp, þetta var bara ekki létt verkefni,“ segir Ólafía Þórunn. „Núna er bara nokkurra daga hvíld til að koma kollinum í lag aftur. Svo harðar æfingar fyrir LPGA lokaúrtökumótið. Ég bíð eftir mögulegu boði í síðasta mótið á árinu í Dúbaí. Það væri síðasti sénsinn minn en annars þá þarf ég kannski bara að fara aftur til Marokkó í úrtökumótið,“ segir Ólafía.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira