Lífið

Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt augnablik þegar hún hitti fjölskylduna sína.
Fallegt augnablik þegar hún hitti fjölskylduna sína.
„Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul.

„Ég held að það hafi verið jafn mikilvægt fyrir þau að vita að ég hafi átt góða ævi eins og fyrir mig að vita að þau hafa það gott og eru hamingjusöm.

Þátturinn var sannarlega ótrúlegur og hlaut óvæntan endi þegar Kolbrún ljóstraði því upp að hún ætlaði að halda til fundar við móður sína í afskekktu fjallaþorpi, þrátt fyrir að fjölskyldan hefði ráðlagt henni að gera það ekki.

Það eru því vafalaust margir sem bíða spenntir eftir þættinum næsta sunnudag. Meðfylgjandi er brot úr þætti gærkvöldsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×