Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Snærós Sindradóttir skrifar 15. nóvember 2016 06:45 Fulltrúar grunnskólakennara mættu til fundar við viðsemjendur sína frá sveitarfélögunum hjá ríkissáttasemjara í gær. vísir/jói k. Grunnlaun grunnskólakennara með tíu ára starfsreynslu eru nú ríflega 440 þúsund krónur en laun grunnskólakennara hafa hækkað um 86,7 prósent á tíu ára tímabili. Launin hafa því hækkað minna en sem nemur launavísitölu sem nemur 92,7 prósentum. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funduðu í gær og munu hittast á ný á morgun.Ragnar Þór PéturssonGrunnskólakennarar eru samningslausir síðan í sumar og hafa tvívegis fellt samninga síðan þá. Í dag, þriðjudag, hafa grunnskólakennarar verið hvattir til að ganga úr vinnu klukkan 14.30 og mæta á kröfufund kennara í Háskólabíói. Þá verða sambærilegir fundir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ og kennarar ætla að fjölmenna á áhorfendapalla á fundi borgarstjórnar til að krefjast hærri launa. „Ég á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á kennslu enda henni að mestu lokið á þessum tíma,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari og einn skipuleggjenda fundarins. Sé tekið mið af launareiknivél á vef Félags grunnskólakennara sést að grunnskólakennari sem er að hefja störf og hefur eins árs starfsreynslu er með 397.555 krónur í grunnlaun. Þess utan fá kennarar svokallaða annaruppbót tvisvar á ári, í desember og júní, 76.500 krónur í hvort skipti. Samtals 153 þúsund krónur í uppbót árlega. Kjarasamningur grunnskólakennara frá 2014 gerði meðal annars ráð fyrir því að afsal áunninna réttinda um að kenna færri tíma á viku eftir því sem liði á starfsævina gæti falið í sér kjarabætur. Níutíu prósent kennara afsöluðu sér þeim réttindum. Ragnar segir að semjist ekki á næstu tveimur vikum megi gera ráð fyrir því að kennarar fái endanlega nóg, segi upp og leiti í önnur störf. „Við höfum fellt sama kjarasamninginn tvisvar. Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Þeir ná ekki meðallaunum og eru talsvert langt frá því. Þegar stefnt var að stöðugleika var áfram miðað við að við værum láglaunastétt og við sættum okkur ekki við það.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Vesturlandsvegi „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Sjá meira
Grunnlaun grunnskólakennara með tíu ára starfsreynslu eru nú ríflega 440 þúsund krónur en laun grunnskólakennara hafa hækkað um 86,7 prósent á tíu ára tímabili. Launin hafa því hækkað minna en sem nemur launavísitölu sem nemur 92,7 prósentum. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funduðu í gær og munu hittast á ný á morgun.Ragnar Þór PéturssonGrunnskólakennarar eru samningslausir síðan í sumar og hafa tvívegis fellt samninga síðan þá. Í dag, þriðjudag, hafa grunnskólakennarar verið hvattir til að ganga úr vinnu klukkan 14.30 og mæta á kröfufund kennara í Háskólabíói. Þá verða sambærilegir fundir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ og kennarar ætla að fjölmenna á áhorfendapalla á fundi borgarstjórnar til að krefjast hærri launa. „Ég á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á kennslu enda henni að mestu lokið á þessum tíma,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari og einn skipuleggjenda fundarins. Sé tekið mið af launareiknivél á vef Félags grunnskólakennara sést að grunnskólakennari sem er að hefja störf og hefur eins árs starfsreynslu er með 397.555 krónur í grunnlaun. Þess utan fá kennarar svokallaða annaruppbót tvisvar á ári, í desember og júní, 76.500 krónur í hvort skipti. Samtals 153 þúsund krónur í uppbót árlega. Kjarasamningur grunnskólakennara frá 2014 gerði meðal annars ráð fyrir því að afsal áunninna réttinda um að kenna færri tíma á viku eftir því sem liði á starfsævina gæti falið í sér kjarabætur. Níutíu prósent kennara afsöluðu sér þeim réttindum. Ragnar segir að semjist ekki á næstu tveimur vikum megi gera ráð fyrir því að kennarar fái endanlega nóg, segi upp og leiti í önnur störf. „Við höfum fellt sama kjarasamninginn tvisvar. Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Þeir ná ekki meðallaunum og eru talsvert langt frá því. Þegar stefnt var að stöðugleika var áfram miðað við að við værum láglaunastétt og við sættum okkur ekki við það.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Vesturlandsvegi „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Sjá meira
Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51
Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“