Kristinn Freyr: Ekki að hugsa um Sundsvall sem stökkpall Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 11:45 Kristinn Freyr í baráttu í leik Vals og Breiðabliks í sumar. Vísir/Anton Kristinn Freyr Sigurðsson gerði í morgun þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall eins og áður hefur verið greint frá. Hann segist vera spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli en hann hefur nú lengi stefnt að því að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég er mjög ánægður. Loksins er ég kominn með lið. Ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kristinn Freyr í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá forráðamönnum Sundsvall þegar hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og að það hafi haft mikið að segja.Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í atvinnumennskuna.vísir/anton brink„Það var mikill áhugi og hefur verið lengi. Það heillaði mig mikið,“ segir Kristinn Freyr en viðræðuferlið hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er eins og gengur og gerist. Báðir aðilar verða að vera sáttir og þetta endaði þannig að ég er sáttur við það sem þeir buðu mér.“ Vil bara spila vel Meðal fyrrverandi leikmanna GIF Sundsvall má nefna Ara Frey Skúlason, Rúnar Má Sigurjónsson og Jón Guðna Fjóluson sem eru allir að spila með sterkari liðum í dag. Kristinn Freyr segir að það sé gott að vita af því að Íslendingar hafi áður staðið sig vel hjá félaginu. Sjá einnig: Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall „En ég er ekkert að pæla í því hvar þeir eru í dag. Fyrst og fremst ætla ég að hugsa um að standa mig vel hjá Sundsvall. Ég er ekki að hugsa um þetta lið sem stökkpall fyrir mig. Ég vil bara spila vel,“ sagði hann. Sundsvall hafnaði í þrettánda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í haust og liðið stefnir hærra á næstu leiktíð. „Það er mikill hugur í mönnum og það er allt til alls til að gera betur. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“FH lagði fram tilboð Kristinn Freyr er 24 ára uppalinn Fjölnismaður en hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2012. Hann blómstraði í sumar, skoraði fjórtán mörk og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann varð samningslaus í lok tímabilsins og en beið með viðræður við íslensk lið þar til að ljóst yrði hvort hann fengi tækifæri utan landsteinanna. Sjá einnig: FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey „Valur og FH sýndu mér áhuga,“ segir Kristinn Freyr sem staðfestir að hann hafi fengið tilboð frá FH, sem og öðru liði. „En hitt var í algjörum forgangi hjá mér og því fór ég aldrei í neinar viðræður við íslensk lið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37 Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20 Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57 Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26 FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson gerði í morgun þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall eins og áður hefur verið greint frá. Hann segist vera spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli en hann hefur nú lengi stefnt að því að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég er mjög ánægður. Loksins er ég kominn með lið. Ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kristinn Freyr í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá forráðamönnum Sundsvall þegar hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og að það hafi haft mikið að segja.Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í atvinnumennskuna.vísir/anton brink„Það var mikill áhugi og hefur verið lengi. Það heillaði mig mikið,“ segir Kristinn Freyr en viðræðuferlið hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er eins og gengur og gerist. Báðir aðilar verða að vera sáttir og þetta endaði þannig að ég er sáttur við það sem þeir buðu mér.“ Vil bara spila vel Meðal fyrrverandi leikmanna GIF Sundsvall má nefna Ara Frey Skúlason, Rúnar Má Sigurjónsson og Jón Guðna Fjóluson sem eru allir að spila með sterkari liðum í dag. Kristinn Freyr segir að það sé gott að vita af því að Íslendingar hafi áður staðið sig vel hjá félaginu. Sjá einnig: Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall „En ég er ekkert að pæla í því hvar þeir eru í dag. Fyrst og fremst ætla ég að hugsa um að standa mig vel hjá Sundsvall. Ég er ekki að hugsa um þetta lið sem stökkpall fyrir mig. Ég vil bara spila vel,“ sagði hann. Sundsvall hafnaði í þrettánda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í haust og liðið stefnir hærra á næstu leiktíð. „Það er mikill hugur í mönnum og það er allt til alls til að gera betur. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“FH lagði fram tilboð Kristinn Freyr er 24 ára uppalinn Fjölnismaður en hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2012. Hann blómstraði í sumar, skoraði fjórtán mörk og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann varð samningslaus í lok tímabilsins og en beið með viðræður við íslensk lið þar til að ljóst yrði hvort hann fengi tækifæri utan landsteinanna. Sjá einnig: FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey „Valur og FH sýndu mér áhuga,“ segir Kristinn Freyr sem staðfestir að hann hafi fengið tilboð frá FH, sem og öðru liði. „En hitt var í algjörum forgangi hjá mér og því fór ég aldrei í neinar viðræður við íslensk lið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37 Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20 Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57 Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26 FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37
Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20
Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57
Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26
FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30