Íslenski boltinn

Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn Freyr skoraði 13 deildarmörk fyrir Val á síðasta tímabili.
Kristinn Freyr skoraði 13 deildarmörk fyrir Val á síðasta tímabili. vísir/anton
Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall.

Kristinn er með samningstilboð í höndunum frá Sundsvall en er ekki búinn að skrifa undir neina pappíra eins og sænskir fjölmiðlar halda fram.

„Það er komið tilboð frá þeim sem ég er sáttur við. Ég fer og skoða aðstæður um næstu helgi. Ég horfi á leik þar og hitti alla í kringum liðið og síðan verður tekin ákvörðun í kjölfarið,“ sagði Kristinn í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kristinn er samningslaus og er því frjálst að ræða við önnur félög. Hann skoraði 13 mörk í 21 leik með Val á síðasta tímabili. Valsmenn enduðu í 5. sæti Pepsi-deildarinnar en urðu bikarmeistarar annað árið í röð.

Kristinn Steindórsson leikur með Sundsvall sem er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×