Ísland ofar en Holland á nýjasta FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu enda árið á góðum stað á FIFA-listanum. Vísir/EPA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður áfram í 21. sæti á Styrkleikaleika FIFA þegar nýr listi verður gefinn út 24. nóvember næstkomandi. Íslenska liðið tapaði fyrir Króatíu 2-0 í undankeppni HM og vann Möltu 2-0 í vináttuleik í þeim tveimur leikjum sem liðið spilaði frá því að síðasti FIFA-listinn var gefinn út. Íslenska fótboltalandsliðið hafði hækkað sig um sex sæti á síðasta lista og náð sinni bestu stöðu á styrkleikalistanum frá upphafi. Nú er ljóst að íslenska liðið heldur þessu metsæti sínu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu 60 efstu þjóðanna á FIFA-listanum. Tapleikurinn á móti Króötum dregur íslenska liðið ekki niður á listanum en Króatar hækka sig um tvö sæti og sitja nú í fjórtánda sæti listans. Íslenska liðið er einu sæti ofar en Hollendingar á nýja listanum en Hollendingar falla niður um tvö sæti eftir að hafa verið einu sæti á undan Íslendingum á októberlistanum. Argentína og Brasilía verða í tveimur efstu sætum listans, Argentína heldur toppsætinu en Brasilía komst upp fyrir Þýskaland. Síle hoppar líka upp fyrir Belgíu og Kólumbíu og upp í í fjórða sæti listans. Ísland er áfram efsta Norðurlandaþjóðin á listanum en íslenska liðið er tuttugu sætum á undan Svíum (41. sæti) og 25 sætum á undan Dönum (46. sæti). Danir hækka sig um fjögur sæti en Svíar falla niður um tvö sæti. Ísland hefur aldrei fyrr náð því að vera tuttugu sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð en það munaði „bara“ 18 sætum á síðasta lista.Það má sjá topp 60 listann frá Alexis Martín-Tamayo hér fyrir neðan.Como cada mes, sois los primeros en conocer el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 24 de noviembre. pic.twitter.com/qT7v6l10TU— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður áfram í 21. sæti á Styrkleikaleika FIFA þegar nýr listi verður gefinn út 24. nóvember næstkomandi. Íslenska liðið tapaði fyrir Króatíu 2-0 í undankeppni HM og vann Möltu 2-0 í vináttuleik í þeim tveimur leikjum sem liðið spilaði frá því að síðasti FIFA-listinn var gefinn út. Íslenska fótboltalandsliðið hafði hækkað sig um sex sæti á síðasta lista og náð sinni bestu stöðu á styrkleikalistanum frá upphafi. Nú er ljóst að íslenska liðið heldur þessu metsæti sínu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu 60 efstu þjóðanna á FIFA-listanum. Tapleikurinn á móti Króötum dregur íslenska liðið ekki niður á listanum en Króatar hækka sig um tvö sæti og sitja nú í fjórtánda sæti listans. Íslenska liðið er einu sæti ofar en Hollendingar á nýja listanum en Hollendingar falla niður um tvö sæti eftir að hafa verið einu sæti á undan Íslendingum á októberlistanum. Argentína og Brasilía verða í tveimur efstu sætum listans, Argentína heldur toppsætinu en Brasilía komst upp fyrir Þýskaland. Síle hoppar líka upp fyrir Belgíu og Kólumbíu og upp í í fjórða sæti listans. Ísland er áfram efsta Norðurlandaþjóðin á listanum en íslenska liðið er tuttugu sætum á undan Svíum (41. sæti) og 25 sætum á undan Dönum (46. sæti). Danir hækka sig um fjögur sæti en Svíar falla niður um tvö sæti. Ísland hefur aldrei fyrr náð því að vera tuttugu sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð en það munaði „bara“ 18 sætum á síðasta lista.Það má sjá topp 60 listann frá Alexis Martín-Tamayo hér fyrir neðan.Como cada mes, sois los primeros en conocer el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 24 de noviembre. pic.twitter.com/qT7v6l10TU— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira