Andlegt nudd í Landakotskirkju Vera Einarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 16:30 Hreiðar Ingi hefur lagt sérstaka áherslu á að vinna með hljóm kórsins og túlkun verkanna. Þau verða öll flutt á rússnesku. Yfirskrift tónleikanna er dulúðleiki og dökkur hljómur. Tónskáldið og kórstjórinn Hreiðar Ingi, heyrði mörg verkanna á efnisskránni þegar hann nam tónsmíðar við Listakademíuna í Eistlandi fyrir nokkrum árum. „Þá rann það upp fyrir mér hvað þessi austurevrópsku verk frá tuttugustu öld kallast vel á við íslenska þjóðlagið þrátt fyrir bæði trúarleg og landfræðileg landamæri. Það er einhver angurværð og frásagnareldur sem skín í gegn,“ útskýrir Hreiðar Ingi. Í kjölfarið lofaði hann sjálfum sér að hann skyldi einhvern tíma ná saman hópi fólks til að kynna þessa tónlist fyrir Íslendingum og nú er komið að því.Góð aðsókn í sveitina Hreiðar Ingi efndi til inntökuprófs í söngsveitina og segir undirtektirnar hafa komið sér á óvart. „Það mættu rúmlega fimmtíu manns og þurftu einhverjir frá að hverfa þar sem ég varð hafa nokkuð jafnt í röddum.“ Hreiðar Ingi segir að mestu um að ræða vant kórfólk sem sungið hafi með Hamrahlíðarkórnum, Hljómeyki og Mótettukórnum svo dæmi séu nefnd. „Markmið sveitarinnar er fyrst og fremst að flytja þessi verk og það er augljóst að mörgum þótti það spennandi,“ segir Hreiðar Ingi hrærður.Hreiðar Inga hefur lengi langað til að kynna austurevrópsk kórverk fyrir Íslendingum.Verkin sem sveitin flytur eru í síð- og nýrómantískum stíl, með býsönskum undurtóni. „Víkingarnir kynntust þessum undirtóni í Hagia Sophia kirkjunni í Tyrklandi á sínum tíma en hún var lengi vel stærsta kirkja heims. Kirkjuna kölluðu þeir Ægisif og þaðan kemur nafn sveitarinnar,“ útskýrir Hreiðar Ingi. Hann segir dulúð og dökkan hljóm einkenna tónlistina og hefur lagt sérstaka áherslu á að vinna með hljóm kórsins og túlkun verkanna. Hann segir næsta víst að hér kveði við nýjan tón á kórsenunni þar sem fæst verkanna hafa verið flutt hérlendis áður. „Öll verkin eru flutt á rússnesku sem er vissulega krefjandi enda tungumálið afar ólíkt íslensku. Við fengum því eistnesku söngkonuna Tui Hirv til að hjálpa okkur með framburðinn og reynum okkar besta.“Spennandi efnisskrá Tónleikarnir hefjast á verkum eftir Alexander Gretchaninov og Sergei Rachmaninov. Þau eru frá árunum 1900-1918, sem að mati margra er gullaldartímabil rússneskrar kórtónlistar. „Næst flytjum við verk eftir Pavel Chesnokov sem samdi síðar mikið af verkum fyrir helstu kirkjur Moskvuborgar. Þegar ein þeirra var jöfnuð við jörðu og breytt í sundlaug, fékk það svo mikið á tónskáldið að hann hætti að skrifa tónlist. Mörg verka hans eru alveg mögnuð og við reynum að gera þeim góð skil.“ Guðný Einarsdóttir organisti mun síðan leika orgelverk eftir eistneska tónskálið Arvo Pärt. Að lokum flytur kórinn fjögur verk eftir nýrómantíska tónskáldið Georgy Sviridov, sem var uppi á árunum 1915-1998. „Þar má greinilega heyra enduróm frá Rachmaninov og hinum tónskáldunum sem við gerum skil á undan. Það kveður þó við nýjan tón. Það er eins og hann haldi áfram með kyndilinn og ef eitthvert tónskáld höfðar til mín í dag þá er það hann,“ segir Hreiðar Ingi. „Það er eitthvert tímaleysi í þessari tónlist. Það hægist á veröldinni og tónlistin kemur áreynslulaust fram. Það má líkja þessu við andlegt nudd.“Einstakt tækifæri Spurður hvort framhald verði á starfi sveitarinnar segist Hreiðar Ingi jafnvel eiga von á því. „Það verður þó ekki í bráð enda eru meðlimir önnum kafið fólk og margir í öðrum kórum.“ Einsöngvarar á tónleikunum eru Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Rakel Edda Guðmundsdóttir og Hafsteinn Þórólfsson. Tónleikarnir eru sem fyrr segir í Landakotskirkju og hefjast klukkan 20. Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Yfirskrift tónleikanna er dulúðleiki og dökkur hljómur. Tónskáldið og kórstjórinn Hreiðar Ingi, heyrði mörg verkanna á efnisskránni þegar hann nam tónsmíðar við Listakademíuna í Eistlandi fyrir nokkrum árum. „Þá rann það upp fyrir mér hvað þessi austurevrópsku verk frá tuttugustu öld kallast vel á við íslenska þjóðlagið þrátt fyrir bæði trúarleg og landfræðileg landamæri. Það er einhver angurværð og frásagnareldur sem skín í gegn,“ útskýrir Hreiðar Ingi. Í kjölfarið lofaði hann sjálfum sér að hann skyldi einhvern tíma ná saman hópi fólks til að kynna þessa tónlist fyrir Íslendingum og nú er komið að því.Góð aðsókn í sveitina Hreiðar Ingi efndi til inntökuprófs í söngsveitina og segir undirtektirnar hafa komið sér á óvart. „Það mættu rúmlega fimmtíu manns og þurftu einhverjir frá að hverfa þar sem ég varð hafa nokkuð jafnt í röddum.“ Hreiðar Ingi segir að mestu um að ræða vant kórfólk sem sungið hafi með Hamrahlíðarkórnum, Hljómeyki og Mótettukórnum svo dæmi séu nefnd. „Markmið sveitarinnar er fyrst og fremst að flytja þessi verk og það er augljóst að mörgum þótti það spennandi,“ segir Hreiðar Ingi hrærður.Hreiðar Inga hefur lengi langað til að kynna austurevrópsk kórverk fyrir Íslendingum.Verkin sem sveitin flytur eru í síð- og nýrómantískum stíl, með býsönskum undurtóni. „Víkingarnir kynntust þessum undirtóni í Hagia Sophia kirkjunni í Tyrklandi á sínum tíma en hún var lengi vel stærsta kirkja heims. Kirkjuna kölluðu þeir Ægisif og þaðan kemur nafn sveitarinnar,“ útskýrir Hreiðar Ingi. Hann segir dulúð og dökkan hljóm einkenna tónlistina og hefur lagt sérstaka áherslu á að vinna með hljóm kórsins og túlkun verkanna. Hann segir næsta víst að hér kveði við nýjan tón á kórsenunni þar sem fæst verkanna hafa verið flutt hérlendis áður. „Öll verkin eru flutt á rússnesku sem er vissulega krefjandi enda tungumálið afar ólíkt íslensku. Við fengum því eistnesku söngkonuna Tui Hirv til að hjálpa okkur með framburðinn og reynum okkar besta.“Spennandi efnisskrá Tónleikarnir hefjast á verkum eftir Alexander Gretchaninov og Sergei Rachmaninov. Þau eru frá árunum 1900-1918, sem að mati margra er gullaldartímabil rússneskrar kórtónlistar. „Næst flytjum við verk eftir Pavel Chesnokov sem samdi síðar mikið af verkum fyrir helstu kirkjur Moskvuborgar. Þegar ein þeirra var jöfnuð við jörðu og breytt í sundlaug, fékk það svo mikið á tónskáldið að hann hætti að skrifa tónlist. Mörg verka hans eru alveg mögnuð og við reynum að gera þeim góð skil.“ Guðný Einarsdóttir organisti mun síðan leika orgelverk eftir eistneska tónskálið Arvo Pärt. Að lokum flytur kórinn fjögur verk eftir nýrómantíska tónskáldið Georgy Sviridov, sem var uppi á árunum 1915-1998. „Þar má greinilega heyra enduróm frá Rachmaninov og hinum tónskáldunum sem við gerum skil á undan. Það kveður þó við nýjan tón. Það er eins og hann haldi áfram með kyndilinn og ef eitthvert tónskáld höfðar til mín í dag þá er það hann,“ segir Hreiðar Ingi. „Það er eitthvert tímaleysi í þessari tónlist. Það hægist á veröldinni og tónlistin kemur áreynslulaust fram. Það má líkja þessu við andlegt nudd.“Einstakt tækifæri Spurður hvort framhald verði á starfi sveitarinnar segist Hreiðar Ingi jafnvel eiga von á því. „Það verður þó ekki í bráð enda eru meðlimir önnum kafið fólk og margir í öðrum kórum.“ Einsöngvarar á tónleikunum eru Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Rakel Edda Guðmundsdóttir og Hafsteinn Þórólfsson. Tónleikarnir eru sem fyrr segir í Landakotskirkju og hefjast klukkan 20.
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira