Sönn skemmtitónlist en erfið fyrir sveitina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 09:45 "Ég þarf að æfa mikið og setja mig inn í tónlistina á alvöru hátt, sérstaklega ef ég hef ekki spilað hana áður. Það er engin styttri leið í boði,“ segir Víkingur Heiðar. Vísir/GVA Það er ansi krefjandi að spila tvo einleikskonserta í einu. Víst teldist nóg að spila annan hvorn því þeir eru ansi massífir en ákvörðunin um að flytja þá báða núna skrifast á mig. Ég þarf alltaf að finna einhver mörk sem mér finnst óþægileg í listinni og fara þangað ef ég get,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um verkefnin sem bíða hans í kvöld með Sinfóníunni. Hann segir bæði verkin, Burleske eftir Richard Strauss og Capriccio eftir Ígor Stravinskíj, leiftrandi skemmtileg. „Stravinskíj er ímynd 20. aldarinnar í tónlist en Strauss alger rómantíker og maður 19. aldarinnar þó hann hafi lifað til 1949. Mér fannst upplagt að stilla þeim saman, þó þeir hefðu örugglega ekki verið hrifnir af því sjálfir, því þeim var lítið hvorum um annan gefið.“ Víkingur Heiðar á von á að fólk verði hissa þegar það heyrir þessi verk, þau séu svo geggjuð. „Þetta er sannkölluð skemmtitónlist en óvenju erfið fyrir hljómsveitina,“ segir hann. „Í raun eru fjölmargir sólóistar í Stravinskíj-verkinu. Þetta er eins og stór og villt og stórskrítin en æðisleg djamsession. Strauss vissi hins vegar aldrei sjálfur hvað honum ætti að finnast um verkið sitt, píanistinn sem hann samdi það fyrir var ekkert sérstaklega ánægður með það – en píanistar vita nú yfirleitt ekkert hvað þeir eru að tala um! Seinna á ævinni fór Strauss að stjórna þessu verki, þannig að hann sættist við það þegar hann var kominn undir sjötugt.“ Önnur verk á dagskránni eru From Darkness Woven eftir Hauk Tómasson og Eldfuglinn, svíta eftir Ígor Stravinskíj. Um þessi verk segir píanistinn: „Ég þekki Eldfuglinn vel, ótrúlegt að hann sé eftir sama mann og Capriccio sem ég spila. Hauks verk hef ég ekki heyrt en er spenntur. Haukur er einn af mínum uppáhaldsmönnum. Ég er að fara að frumflytja eftir hann píanókonsert í Elbphilharmóni í Hamborg, nýjasta tónlistarhúsinu í Þýskalandi, og spila þann konsert líka í Los Angeles á Íslandshátíð í apríl.“ Nóg virðist fram undan hjá honum Víkingi Heiðari. „Það er dálítið yfirþyrmandi hvað ég hef sagt já við mörgum stórum verkefnum úti um allar trissur á nýju ári,“ viðurkennir hann. „En ég hef góðan æfingartíma í desember. Þá er ég bara að spila á einum tónleikum, þeir eru í Tyrklandi á Þorláksmessu. Tek flug klukkan þrjú um nótt til að komast heim fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld.“ Meðal þess sem hann hlakkar til á nýju ári er að spila í Vín og Berlín í flottum tónlistarhúsum og líka að leika undir stjórn Ashkenazy í Tókýó, með aðalhljómsveitinni þar. „Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir Ashkenazy,“ lýsir hann. „Mér þykir gott að vinna aftur og aftur með fólki sem mér er kært, það myndast dýpra samband í músíkinni en þegar maður æfir með einhverjum í þrjá daga og svo ekki meir, þó það geti verið spennandi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. nóvember 2016. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Það er ansi krefjandi að spila tvo einleikskonserta í einu. Víst teldist nóg að spila annan hvorn því þeir eru ansi massífir en ákvörðunin um að flytja þá báða núna skrifast á mig. Ég þarf alltaf að finna einhver mörk sem mér finnst óþægileg í listinni og fara þangað ef ég get,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um verkefnin sem bíða hans í kvöld með Sinfóníunni. Hann segir bæði verkin, Burleske eftir Richard Strauss og Capriccio eftir Ígor Stravinskíj, leiftrandi skemmtileg. „Stravinskíj er ímynd 20. aldarinnar í tónlist en Strauss alger rómantíker og maður 19. aldarinnar þó hann hafi lifað til 1949. Mér fannst upplagt að stilla þeim saman, þó þeir hefðu örugglega ekki verið hrifnir af því sjálfir, því þeim var lítið hvorum um annan gefið.“ Víkingur Heiðar á von á að fólk verði hissa þegar það heyrir þessi verk, þau séu svo geggjuð. „Þetta er sannkölluð skemmtitónlist en óvenju erfið fyrir hljómsveitina,“ segir hann. „Í raun eru fjölmargir sólóistar í Stravinskíj-verkinu. Þetta er eins og stór og villt og stórskrítin en æðisleg djamsession. Strauss vissi hins vegar aldrei sjálfur hvað honum ætti að finnast um verkið sitt, píanistinn sem hann samdi það fyrir var ekkert sérstaklega ánægður með það – en píanistar vita nú yfirleitt ekkert hvað þeir eru að tala um! Seinna á ævinni fór Strauss að stjórna þessu verki, þannig að hann sættist við það þegar hann var kominn undir sjötugt.“ Önnur verk á dagskránni eru From Darkness Woven eftir Hauk Tómasson og Eldfuglinn, svíta eftir Ígor Stravinskíj. Um þessi verk segir píanistinn: „Ég þekki Eldfuglinn vel, ótrúlegt að hann sé eftir sama mann og Capriccio sem ég spila. Hauks verk hef ég ekki heyrt en er spenntur. Haukur er einn af mínum uppáhaldsmönnum. Ég er að fara að frumflytja eftir hann píanókonsert í Elbphilharmóni í Hamborg, nýjasta tónlistarhúsinu í Þýskalandi, og spila þann konsert líka í Los Angeles á Íslandshátíð í apríl.“ Nóg virðist fram undan hjá honum Víkingi Heiðari. „Það er dálítið yfirþyrmandi hvað ég hef sagt já við mörgum stórum verkefnum úti um allar trissur á nýju ári,“ viðurkennir hann. „En ég hef góðan æfingartíma í desember. Þá er ég bara að spila á einum tónleikum, þeir eru í Tyrklandi á Þorláksmessu. Tek flug klukkan þrjú um nótt til að komast heim fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld.“ Meðal þess sem hann hlakkar til á nýju ári er að spila í Vín og Berlín í flottum tónlistarhúsum og líka að leika undir stjórn Ashkenazy í Tókýó, með aðalhljómsveitinni þar. „Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir Ashkenazy,“ lýsir hann. „Mér þykir gott að vinna aftur og aftur með fólki sem mér er kært, það myndast dýpra samband í músíkinni en þegar maður æfir með einhverjum í þrjá daga og svo ekki meir, þó það geti verið spennandi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira