Ég get varla hugsað mér betra kompaní en Jónas 17. nóvember 2016 10:30 Sigurður Pálsson hefur verið unnandi verka Jónasar allt frá því í æsku. Í gær veitti hann verlaunum Jónasar Hallgrímssonar viðtöku. Vísir/Anton Brink Sigurður Pálsson hlaut í gær, á Degi íslenskrar tungu, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni birtir Fréttablaðið hér þakkarávarp Sigurðar frá því í gær með góðfúslegu leyfi skáldsins. Forseti Íslands, menntamálaráðherra, góðir gestir. Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín, samur og samur inn og austur, einstaklingur, vertu nú hraustur! Dauðinn er hreinn og hvítur snjór, hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. Víst er þér, móðir, annt um oss. aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífið og dauðann, kulda og hita. Þetta er kvæðið Alsnjóa eftir Jónas Hallgrímsson. Vettvangur ljóðsins er teiknaður upp í fyrsta erindinu með vísan í höfuðáttirnar, út og suður, vestur, austur, sem bendir til þess að ljóðið ætli sér að vera altækt ef svo má segja. Það reynist enda rétt, niðurlagið nefnir beinlínis mikilvægustu andstæður lífs okkar á jörðinni: lífið og dauðann, kulda og hita. Ég hef lengi haldið sérstaklega upp á þetta ljóð. Einna skemmtilegust hefur mér alltaf þótt upphrópunin í fjórðu línu: Einstaklingur, vertu nú hraustur! Þetta er óvenjulegt ljóð, merking sumra atriða ekki alveg augljós. Félagar Jónasar í Fjölni voru hálfklumsa yfir því. Um það hafa verið skrifaðir fjölmargir áhugaverðir túlkunartextar. Hver er hann til dæmis þessi hjartavörður sem gengur rór í sjöttu línu? Það atriði eins og ljóðið í heild sinni er opið fyrir túlkunum. Þetta er sem sagt texti sem hefur ekki bara eina ótvíræða merkingu. Þarna fær hin skáldlega vídd tungumálsins að njóta sín. Eins og gjarnan í alvöru bókmenntatextum byggist allt á blæbrigðum, margræðri merkingu orðanna, hugrenningatengslum og tilfinningatengslum. Eins og aðrir Íslendingar er ég alinn upp af Jónasi, lærði ljóð hans utanað eins og önnur börn. Jónas varð mér fljótlega nákomnari en önnur skáld, það mynduðust tilfinningatengsl við ljóðin og manninn. Mér þótti vænt um ljóð hans og persónuna sem þau birtu, einkum vangasvipinn alþekkta. Þegar ég skrifaði Bernskubók um uppvöxtinn á norðausturhorni landsins reyndi ég meðal annars að finna svar við eftirfarandi spurningu: hvernig mótast skynjun barns? Náttúra eða menning, hvort kemur á undan. Ég komst að því að skynjun á náttúrunni og ljóðtextum Jónasar hafði snemma runnið saman í eitt. Varð ekki sundur greint né slitið. Málvitund, náttúruvitund mótuðust saman. Smávinir fagrir, foldarskart mótuðu skynjun á fjölbreytilegum blómum sem vöktu aðdáun barnsins og sú náttúruskynjun kveikti næmari tilfinningu fyrir ljóðlínunum: Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Málvitund kveikti náttúruvitund sem upptendraði síðan málvitundina og þannig hélt hún áfram þessi dásamlega hringekja. Vorið góða grænt og hlýtt græðir fjör um dalinn, Þessar línur búa til skynjun á fagnaðartilfinningunni þegar vorar og birtir og gróðurinn kviknar. Það er kominn farvegur fyrir tilfinningu fyrir náttúrunni. Og áfram heldur Vorvísan: allt er nú sem orðið nýtt ærnar, kýr og smalinn. Endurnýjun, fögnuður yfir endurnýjun. Og það mikilvægasta hjá Jónasi og Fjölnismönnum er vissulega endurnýjun tungumálsins, það er ekki bara ærnar, kýr og smalinn sem eru orðin sem ný, heldur tungumálið og skáldleg vídd þess, ljóðlistin. Oft er Jónas bestur í hárnákvæmum einfaldleika þar sem stefnt er að kjarna tilfinningar og tungumáls. Skoðum tvær alþekktar ljóðlínur þar sem hann tekur nokkur einföld orð og lætur reyna á þau. Ekkert nema sáraeinföld orð, þ.e.a.s. lýsingarorðin glaður og góður – nafnorðin vinur, fundur, gleði, von, brá – sögnin að skína?… Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur er gleðin skín á vonar hýrri brá Með þessum einföldu orðum náði þessi meistari inn í kjarna góðviljaðrar gleði, lífsgleðinnar og þessum kjarna miðla þessar alkunnu ljóðlínur í stórkostlegum einfaldleik sínum. Það er hljómur og það er rýtmi í þessum línum, inngróinn í vitund allra Íslendinga sem gleðjast saman. Og það sem öllu skiptir er hugljómun hátíðarinnar sjálfrar, mannfagnaðarins, hugljómun söngsins, hugljómun dansins. Þarna er engin ráðning á neinni gátu annarri en þeirri aðdáunarverðu, heilögu lífsgátu sem felst einmitt í unaði hljómfallsins, tónanna, rýtma líkamans. Það er nefnilega eitthvað af helgi lífsins sjálfs fólgið í dansi, fólgið í söng, eitthvað sem tengist þeirri ljúfu skyldu að örva lífsgleðina. Stundum heyrist kvartað yfir því að íslenskan sé hálfómerkilegt tungumál af því að það séu svo fáir sem nota það. Í raun er þetta mikil blessun eða getur verið það. Sá sem á sér móðurmál sem fáir skilja er í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að neyðast til þess að læra önnur tungumál. Sú nauðung er bæði ljúf og gefandi. Að læra önnur tungumál skapar möguleika á fjölbreyttara viðhorfi til veraldarinnar og fjölbreytileiki vinnur gegn hvers kyns einsleitni. Þetta er lykilatriði. Því einsleitni er ekki bara hvimleið og óspennandi, hún er hættuleg, hún getur leitt til einangrunar, ótta og haturs. Með því einu að læra erlend tungumál setjum við okkur í annarra spor og getum þannig skilið þá dýpri skilningi. Tungumálanámi fylgir ekki bara nýr orðaforði heldur annar hugsunarháttur, annar minningaforði, önnur heimssýn, annað menningarkapítal. Það hljómar ótrúlega í eyrum útlendinga, þegar ég segi þeim að ég hafi lært frönsku sem fimmta erlenda skyldutungumálið, til stúdentsprófs. Danska, enska, latína, þýska og franska. Ekkert val. En þessi tungumálakennsla var mikilvæg vegna þess að hún rauf einangrun. Einangrun er það versta sem getur komið fyrir Ísland og það að læra önnur tungumál er ávísun á skilning á öðrum menningarheimum. Í sambandi við tungumálanám mitt í menntaskóla er annað atriði sem vert er að veita athygli. Hjá mörgum tungumálakennurunum var gerð sú krafa að þýðing væri nothæfur texti, ekki bara bókstafsþýðing. Og hvað leiðir af því? Af því leiðir að nám í erlendum tungumálum var jafnframt nám í íslensku. Þarna var íslenskan látin dansa við erlendar yrðingar. Þetta leiðir hugann að þeirri staðreynd að þýðendur eru lykilfólk í skapandi notkun tungumálsins. Til þess að skilja eiginleika texta og tungumáls djúpum skilningi er ekkert betra til en þýðingarstarf. Á vettvangi tungumálsins eru alltaf í gangi hörð átök milli einsleitni og fjölbreytni. Alls kyns þjóðfélagsöfl, hugmyndafræðileg, pólitísk, hernaðarleg, efnahagsleg?… öll berjast þessi öfl fyrir sínu eigin sjónarhorni á merkingu orða og hugtaka, berjast fyrir sinni einsleitu merkingu. Ýkt mynd þessa kom fram í newspeak í skáldsögu Orwells og í raunveruleikanum í Þýskalandi nasismans og Sovétríkjunum. Og þarna erum við sannarlega komin að samfélagslegu mikilvægi fjölbreytileika í notkun tungumála. Hin skáldlega vídd tungumálsins vinnur gegn einsleitni, hún eykur trúna á samræður og samtal sem frumforsendu lýðræðis. Með því að berjast fyrir hinni skáldlegu vídd tungumálsins þannig að fólk verði virkir notendur, skapandi lesendur og túlkendur tungunnar og jafnframt með því að læra önnur mál, með öllu þessu erum við ekki bara að berjast gegn hinni eitruðu einsleitni heldur í raun beinlínis að hjálpa til við að byggja upp lýðræðislegt samfélag. Við þurfum nauðsynlega að velta fyrir okkur þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi undanfarin ár. Nú býr á Íslandi fólk af margs konar uppruna sem talar mörg tungumál. Sá fjöldi fer stöðugt vaxandi. Þurfum við kannski að huga betur að samtali milli þeirra og okkar? Það er einungis með samtali og jákvæðri forvitni sem við leysum þau vandamál sem upp koma. Við verðum að viðurkenna að hér eru fleiri tungumál töluð en íslenska. Það þýðir alls ekki að við afsölum okkur einu eða neinu. Alls ekki. Áfram verður íslenska notuð á öllum sviðum þjóðfélagsins. Áfram þarf að leggja höfuðáherslu á að innflytjendur læri íslensku þannig að þeir geti orðið virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. En við skulum ekki krefjast þess að þeir tali strax gullaldarmál eða sitji ella þegjandi. Enginn má híma mállaus úti í horni. Reynsla annarra þjóða sýnir að það einangrar börn innflytjenda alls ekki að læra tungumál foreldranna, þvert á móti, það gerir þau hæfari og virkari að tala tvö tungumál. Enda er það fyrsta skrefið til þess að læra þrjú, fjögur og fimm tungumál. Við erum stolt af því hvað Vestur-Íslendingar sýndu íslenskunni mikla ræktarsemi. Að þeim skyldi takast að viðhalda tungumálinu í nokkrar kynslóðir. Við skulum muna eftir þessu þegar við tölum um innflytjendur. Vitanlega þurfa þeir að læra íslensku, það er og verður lykilatriði. En gleymum því ekki að þá kann að langa til að viðhalda sínu tungumáli einnig og börn þeirra fái notið þeirrar tungu, geti skynjað allan fínvefnaðinn í því tungumáli. Kannski getum við líka lært ýmislegt af innflytjendum, meira en okkur grunar. Þá er fyrsta skrefið að sýna þeim áhuga, forvitnast um þeirra hag og hugmyndir og reynslu. Eiga við þá samtal. Allt byrjar á samtali, ekkert hefst án þess. Lýðræðislegt þjóðfélag hefur trú á samtali, lýðræðislegt þjóðfélag gerir ráð fyrir skapandi notkun tungumálsins, stendur gegn einvíddarnotkun þess, fagnar fjölbreytileika og skáldlegri vídd tungumálsins. Og að lokum, síðast en ekki síst langar mig til að þakka fyrir þessi verðlaun með hógværu stolti, ég get varla hugsað mér betra kompaní en Jónas Hallgrímsson. Verðlaun sem kennd eru við hann gleðja mig mjög. Vorið 1962 var ég fermdur heima á Skinnastað í Norður-Þingeyjarsýslu, í lok júlí um sumarið varð ég 14 ára og fékk þessa litlu bók í afmælisgjöf. Úrval ljóða Jónasar. Um haustið fór ég svo að heiman til náms í Reykjavík. Þessi bók hefur reynst mér afbragðs ferðafélagi í gegnum lífið og alveg sérstaklega síðustu tvö ár. Hjartans þakkir fyrir mig. Menning Tengdar fréttir Sigurður Pálsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. 16. nóvember 2016 16:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Sigurður Pálsson hlaut í gær, á Degi íslenskrar tungu, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni birtir Fréttablaðið hér þakkarávarp Sigurðar frá því í gær með góðfúslegu leyfi skáldsins. Forseti Íslands, menntamálaráðherra, góðir gestir. Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín, samur og samur inn og austur, einstaklingur, vertu nú hraustur! Dauðinn er hreinn og hvítur snjór, hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. Víst er þér, móðir, annt um oss. aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífið og dauðann, kulda og hita. Þetta er kvæðið Alsnjóa eftir Jónas Hallgrímsson. Vettvangur ljóðsins er teiknaður upp í fyrsta erindinu með vísan í höfuðáttirnar, út og suður, vestur, austur, sem bendir til þess að ljóðið ætli sér að vera altækt ef svo má segja. Það reynist enda rétt, niðurlagið nefnir beinlínis mikilvægustu andstæður lífs okkar á jörðinni: lífið og dauðann, kulda og hita. Ég hef lengi haldið sérstaklega upp á þetta ljóð. Einna skemmtilegust hefur mér alltaf þótt upphrópunin í fjórðu línu: Einstaklingur, vertu nú hraustur! Þetta er óvenjulegt ljóð, merking sumra atriða ekki alveg augljós. Félagar Jónasar í Fjölni voru hálfklumsa yfir því. Um það hafa verið skrifaðir fjölmargir áhugaverðir túlkunartextar. Hver er hann til dæmis þessi hjartavörður sem gengur rór í sjöttu línu? Það atriði eins og ljóðið í heild sinni er opið fyrir túlkunum. Þetta er sem sagt texti sem hefur ekki bara eina ótvíræða merkingu. Þarna fær hin skáldlega vídd tungumálsins að njóta sín. Eins og gjarnan í alvöru bókmenntatextum byggist allt á blæbrigðum, margræðri merkingu orðanna, hugrenningatengslum og tilfinningatengslum. Eins og aðrir Íslendingar er ég alinn upp af Jónasi, lærði ljóð hans utanað eins og önnur börn. Jónas varð mér fljótlega nákomnari en önnur skáld, það mynduðust tilfinningatengsl við ljóðin og manninn. Mér þótti vænt um ljóð hans og persónuna sem þau birtu, einkum vangasvipinn alþekkta. Þegar ég skrifaði Bernskubók um uppvöxtinn á norðausturhorni landsins reyndi ég meðal annars að finna svar við eftirfarandi spurningu: hvernig mótast skynjun barns? Náttúra eða menning, hvort kemur á undan. Ég komst að því að skynjun á náttúrunni og ljóðtextum Jónasar hafði snemma runnið saman í eitt. Varð ekki sundur greint né slitið. Málvitund, náttúruvitund mótuðust saman. Smávinir fagrir, foldarskart mótuðu skynjun á fjölbreytilegum blómum sem vöktu aðdáun barnsins og sú náttúruskynjun kveikti næmari tilfinningu fyrir ljóðlínunum: Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Málvitund kveikti náttúruvitund sem upptendraði síðan málvitundina og þannig hélt hún áfram þessi dásamlega hringekja. Vorið góða grænt og hlýtt græðir fjör um dalinn, Þessar línur búa til skynjun á fagnaðartilfinningunni þegar vorar og birtir og gróðurinn kviknar. Það er kominn farvegur fyrir tilfinningu fyrir náttúrunni. Og áfram heldur Vorvísan: allt er nú sem orðið nýtt ærnar, kýr og smalinn. Endurnýjun, fögnuður yfir endurnýjun. Og það mikilvægasta hjá Jónasi og Fjölnismönnum er vissulega endurnýjun tungumálsins, það er ekki bara ærnar, kýr og smalinn sem eru orðin sem ný, heldur tungumálið og skáldleg vídd þess, ljóðlistin. Oft er Jónas bestur í hárnákvæmum einfaldleika þar sem stefnt er að kjarna tilfinningar og tungumáls. Skoðum tvær alþekktar ljóðlínur þar sem hann tekur nokkur einföld orð og lætur reyna á þau. Ekkert nema sáraeinföld orð, þ.e.a.s. lýsingarorðin glaður og góður – nafnorðin vinur, fundur, gleði, von, brá – sögnin að skína?… Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur er gleðin skín á vonar hýrri brá Með þessum einföldu orðum náði þessi meistari inn í kjarna góðviljaðrar gleði, lífsgleðinnar og þessum kjarna miðla þessar alkunnu ljóðlínur í stórkostlegum einfaldleik sínum. Það er hljómur og það er rýtmi í þessum línum, inngróinn í vitund allra Íslendinga sem gleðjast saman. Og það sem öllu skiptir er hugljómun hátíðarinnar sjálfrar, mannfagnaðarins, hugljómun söngsins, hugljómun dansins. Þarna er engin ráðning á neinni gátu annarri en þeirri aðdáunarverðu, heilögu lífsgátu sem felst einmitt í unaði hljómfallsins, tónanna, rýtma líkamans. Það er nefnilega eitthvað af helgi lífsins sjálfs fólgið í dansi, fólgið í söng, eitthvað sem tengist þeirri ljúfu skyldu að örva lífsgleðina. Stundum heyrist kvartað yfir því að íslenskan sé hálfómerkilegt tungumál af því að það séu svo fáir sem nota það. Í raun er þetta mikil blessun eða getur verið það. Sá sem á sér móðurmál sem fáir skilja er í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að neyðast til þess að læra önnur tungumál. Sú nauðung er bæði ljúf og gefandi. Að læra önnur tungumál skapar möguleika á fjölbreyttara viðhorfi til veraldarinnar og fjölbreytileiki vinnur gegn hvers kyns einsleitni. Þetta er lykilatriði. Því einsleitni er ekki bara hvimleið og óspennandi, hún er hættuleg, hún getur leitt til einangrunar, ótta og haturs. Með því einu að læra erlend tungumál setjum við okkur í annarra spor og getum þannig skilið þá dýpri skilningi. Tungumálanámi fylgir ekki bara nýr orðaforði heldur annar hugsunarháttur, annar minningaforði, önnur heimssýn, annað menningarkapítal. Það hljómar ótrúlega í eyrum útlendinga, þegar ég segi þeim að ég hafi lært frönsku sem fimmta erlenda skyldutungumálið, til stúdentsprófs. Danska, enska, latína, þýska og franska. Ekkert val. En þessi tungumálakennsla var mikilvæg vegna þess að hún rauf einangrun. Einangrun er það versta sem getur komið fyrir Ísland og það að læra önnur tungumál er ávísun á skilning á öðrum menningarheimum. Í sambandi við tungumálanám mitt í menntaskóla er annað atriði sem vert er að veita athygli. Hjá mörgum tungumálakennurunum var gerð sú krafa að þýðing væri nothæfur texti, ekki bara bókstafsþýðing. Og hvað leiðir af því? Af því leiðir að nám í erlendum tungumálum var jafnframt nám í íslensku. Þarna var íslenskan látin dansa við erlendar yrðingar. Þetta leiðir hugann að þeirri staðreynd að þýðendur eru lykilfólk í skapandi notkun tungumálsins. Til þess að skilja eiginleika texta og tungumáls djúpum skilningi er ekkert betra til en þýðingarstarf. Á vettvangi tungumálsins eru alltaf í gangi hörð átök milli einsleitni og fjölbreytni. Alls kyns þjóðfélagsöfl, hugmyndafræðileg, pólitísk, hernaðarleg, efnahagsleg?… öll berjast þessi öfl fyrir sínu eigin sjónarhorni á merkingu orða og hugtaka, berjast fyrir sinni einsleitu merkingu. Ýkt mynd þessa kom fram í newspeak í skáldsögu Orwells og í raunveruleikanum í Þýskalandi nasismans og Sovétríkjunum. Og þarna erum við sannarlega komin að samfélagslegu mikilvægi fjölbreytileika í notkun tungumála. Hin skáldlega vídd tungumálsins vinnur gegn einsleitni, hún eykur trúna á samræður og samtal sem frumforsendu lýðræðis. Með því að berjast fyrir hinni skáldlegu vídd tungumálsins þannig að fólk verði virkir notendur, skapandi lesendur og túlkendur tungunnar og jafnframt með því að læra önnur mál, með öllu þessu erum við ekki bara að berjast gegn hinni eitruðu einsleitni heldur í raun beinlínis að hjálpa til við að byggja upp lýðræðislegt samfélag. Við þurfum nauðsynlega að velta fyrir okkur þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi undanfarin ár. Nú býr á Íslandi fólk af margs konar uppruna sem talar mörg tungumál. Sá fjöldi fer stöðugt vaxandi. Þurfum við kannski að huga betur að samtali milli þeirra og okkar? Það er einungis með samtali og jákvæðri forvitni sem við leysum þau vandamál sem upp koma. Við verðum að viðurkenna að hér eru fleiri tungumál töluð en íslenska. Það þýðir alls ekki að við afsölum okkur einu eða neinu. Alls ekki. Áfram verður íslenska notuð á öllum sviðum þjóðfélagsins. Áfram þarf að leggja höfuðáherslu á að innflytjendur læri íslensku þannig að þeir geti orðið virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. En við skulum ekki krefjast þess að þeir tali strax gullaldarmál eða sitji ella þegjandi. Enginn má híma mállaus úti í horni. Reynsla annarra þjóða sýnir að það einangrar börn innflytjenda alls ekki að læra tungumál foreldranna, þvert á móti, það gerir þau hæfari og virkari að tala tvö tungumál. Enda er það fyrsta skrefið til þess að læra þrjú, fjögur og fimm tungumál. Við erum stolt af því hvað Vestur-Íslendingar sýndu íslenskunni mikla ræktarsemi. Að þeim skyldi takast að viðhalda tungumálinu í nokkrar kynslóðir. Við skulum muna eftir þessu þegar við tölum um innflytjendur. Vitanlega þurfa þeir að læra íslensku, það er og verður lykilatriði. En gleymum því ekki að þá kann að langa til að viðhalda sínu tungumáli einnig og börn þeirra fái notið þeirrar tungu, geti skynjað allan fínvefnaðinn í því tungumáli. Kannski getum við líka lært ýmislegt af innflytjendum, meira en okkur grunar. Þá er fyrsta skrefið að sýna þeim áhuga, forvitnast um þeirra hag og hugmyndir og reynslu. Eiga við þá samtal. Allt byrjar á samtali, ekkert hefst án þess. Lýðræðislegt þjóðfélag hefur trú á samtali, lýðræðislegt þjóðfélag gerir ráð fyrir skapandi notkun tungumálsins, stendur gegn einvíddarnotkun þess, fagnar fjölbreytileika og skáldlegri vídd tungumálsins. Og að lokum, síðast en ekki síst langar mig til að þakka fyrir þessi verðlaun með hógværu stolti, ég get varla hugsað mér betra kompaní en Jónas Hallgrímsson. Verðlaun sem kennd eru við hann gleðja mig mjög. Vorið 1962 var ég fermdur heima á Skinnastað í Norður-Þingeyjarsýslu, í lok júlí um sumarið varð ég 14 ára og fékk þessa litlu bók í afmælisgjöf. Úrval ljóða Jónasar. Um haustið fór ég svo að heiman til náms í Reykjavík. Þessi bók hefur reynst mér afbragðs ferðafélagi í gegnum lífið og alveg sérstaklega síðustu tvö ár. Hjartans þakkir fyrir mig.
Menning Tengdar fréttir Sigurður Pálsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. 16. nóvember 2016 16:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Sigurður Pálsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. 16. nóvember 2016 16:00