Sparkspekingur í Noregi segir Lars of leiðinlegan fyrir norska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2016 11:00 Lars náði frábærum árangri með íslenska landsliðið á árunum 2012-16. vísir/epa Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti