Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 18. nóvember 2016 21:00 Hlynur Bæringsson í kröppum dansi í kvöld. vísir/anton Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla í vetur þegar liðin mættust í Ásgarði. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Miklar breytingar urðu hjá Stólunum í vikunni þegar liðið skipti bæði um þjálfara og erlendan leikmann. Israel Martin stýrði Stólunum í fyrsta sinn í kvöld og það er ekki hægt að segja annað en hann hafi fengið draumabyrjun. Martin er í miklum metum á Króknum eftir veru sína þar tímabilið 2014-15 og það var ljóst að leikmönnum Tindastóls leið vel með hann á hliðarlínunni. Nýi Bandaríkjamaðurinn, Antonio Hester, átti einnig frábæra frumraun en hann skoraði 28 stig og tók 13 fráköst í leiknum. Stólarnir voru gríðarlega grimmir og ákveðnir í leiknum í kvöld og Stjörnumenn urðu einfaldlega undir í baráttunni. Tindastóll leiddi með sjö stigum í hálfleik, 39-46. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og virtust vera búnir að ná undirtökunum. En Stólarnir gáfu sig ekki, stóðust áhlaupið og komu sér aftur í bílstjórasætið. Þeir voru svo sterkari á lokametrunum og unnu á endanum átta stiga sigur, 83-91. Með sigrinum fór Tindastóll upp í 3. sæti deildarinnar en Stjarnan er enn á toppnum með sín tólf stig.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir spiluðu leikinn af gríðarlegum krafti og lögðu líf og sál í leikinn. Hester gaf tóninn strax í byrjun leiks og sótti grimmt á Hlyn Bæringsson. Stjörnumenn köstuðu boltanum alltof oft frá sér og gestirnir refsuðu þeim ítrekað. Alls skoraði Tindastóll 23 stig eftir hraðaupphlaup, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Stjörnumenn unnu sig vel inn í leikinn í seinni hálfleik en Stólarnir héldu haus og spiluðu af skynsemi á lokakaflanum.Bestu menn vallarins: Sem áður sagði var Hester gríðarlega öflugur; skoraði 28 stig, tók 13 fráköst og hitti úr 11 af 17 skotum sínum utan af velli. Ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði í kvöld verða Stólarnir í fínum málum í vetur. Pétur Rúnar Birgisson var sömuleiðis frábær en þessi tvítugi leikstjórnandi skoraði 20 stig, gaf 11 stoðsendingar, stal fimm boltum og stjórnaði leik Tindastóls af yfirvegun. Cris Caird spilaði einnig vel og skilaði 22 stigum. Tómas Heiðar Tómasson var lengi vel beittur í liði Stjörnunnar og skoraði 18 stig. Í seinni hálfleiknum tók Justin Shouse svo yfir. Hann skoraði 20 stig í seinni hálfleik og 29 stig alls. Þá skilaði Hlynur 13 stigum, 14 fráköstum og fimm stoðsendingum.Hvað gekk illa? Stjörnuvörnin var aldrei í neinum takti í leiknum í kvöld, fyrir utan nokkurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þá reyndust 18 tapaðir boltar liðinu dýrir. Stjörnumenn hafa áður byrjað leiki illa í vetur en komið til baka. Í kvöld lokuðu Stólarnir hins vegar á alla slíka möguleika. Stjarnan verður að fara að byrja leiki betur en liðið hefur gert til þessa í vetur.Tölfræði sem vakti athygli: Eins og áður sagði skoruðu Stólarnir 23 stig eftir hraðaupphlaup. Þeir voru líka með átta fleiri stoðsendingar en lið Stjörnunnar. Þá fékk Tindastóll 17 stig frá bekknum gegn aðeins átta hjá Stjörnunni. Stólarnir voru slakir á vítalínunni í kvöld og hittu aðeins úr 48% víta sinna. Það hefði getað komið þeim í koll á öðrum degi.Stjarnan-Tindastóll 83-91 (18-27, 21-19, 28-27, 16-18)Stjarnan: Justin Shouse 29/4 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 13/14 fráköst/5 stoðsendingar, Devon Andre Austin 10/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Ágúst Angantýsson 2/8 fráköst, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.Tindastóll: Antonio Hester 28/13 fráköst, Cristopher Caird 22, Pétur Rúnar Birgisson 20/11 stoðsendingar/5 stolnir, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 5, Helgi Rafn Viggósson 3/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 2, Friðrik Þór Stefánsson 0, Þröstur Kárason 0, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0.Justin Shouse skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna en þau dugðu ekki til.vísir/antonHrafn: Nærð ekki að hlaupa vitræna sókn þegar þér er meinað það líkamlega í hvert skipti Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega vonsvikinn með tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Heilt yfir voru Stólarnir ákveðnari og náðu meira í þennan leik en við gerðum. Þeir byrjuðu leikinn betur, við reyndum að bregðast við en lentum í erfiðum aðstæðum í 3. og 4. leikhluta sem við náðum ekki að leysa,“ sagði Hrafn en Stjarnan lenti í villuvandræðum í seinni hálfleik og missti m.a. Bandaríkjamanninn Devon Austin af velli með fimm villur. Þetta er ekki fyrsti leikurinn á tímabilinu þar sem Stjörnumenn byrja illa. Þeir hafa þó alltaf komið til baka fyrr en í kvöld. En hvað olli því? „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um það. Ég held það sé best að einbeita sér að því sem liggur hjá okkur. Við brenndum af opnum skotum sem við höfum ekki gert og leyfðum þeim að taka 17 sóknarfráköst sem er óásættanlegt. „Svo misstum við boltann 18 sinnum og erum ekki með margar liðsstoðsendingar,“ sagði Hrafn sem var verulega ósáttur við dómgæsluna meðan á leiknum stóð. Hann fékk m.a. tæknivillu fyrir mótmæli í fyrri hálfleik. „Ég var ósáttur við sjálfan mig í fyrri hálfleik. Ég gekk of langt og átti tæknivilluna skilið. En ég stend alveg við það sem ég segi; dómararnir eru að gera sitt besta en mér fannst þeir ekki vera góðir í dag,“ sagði Hrafn. „Við unnum okkur alveg inn fyrir þessu tapi en það er erfitt að spila við lið sem spilar svona grimma vörn allan völlinn er bara búið að fá dæmdar á sig 3-4 villur þegar þrjár mínútur eru eftir af leiknum. Það segir sig sjálft, þú nærð ekkert að hlaupa vitræna sókn þegar þér er meinað það líkamlega í hvert skipti,“ sagði Hrafn að lokum.Martin segir sínum mönnum til.vísir/antonMartin: Leikmennirnir gáfu allt í leikinn Israel Martin stýrði Tindastóli í fyrsta sinn í um eitt og hálft ár þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 83-91, í kvöld. Martin var að vonum ánægður með sigurinn en gerði lítið úr eigin þætti í honum. „Stjarnan vann fyrstu sex leikina sína og við vissum að þegar lið er á slíku skriði styttist alltaf í tapið,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik. „Þessi sigur snýst ekki um mig. Við unnum ekki því ég tók við í vikunni, heldur vegna þess að leikmennirnir gáfu allt í leikinn. Við trúðum á þetta allan tímann, jafnvel þegar við lentum í smá vandræðum. Strákarnir áttu þetta skilið,“ bætti Spánverjinn við. Stólarnir voru gríðarlega ákveðnir og árásargjarnir í leiknum og keyrðu grimmt á Stjörnuna. Martin sagðist hafa lagt upp með að spila hraðan bolta í leiknum í kvöld. „Við töluðum um að spila hratt og gerðum það. Ég veit að við vorum með 16 tapaða bolta en á móti kemur að við stálum boltanum 13 sinnum. Við gerðum þeim erfitt fyrir í vörninni. Ég hef ekki áhyggjur af sókninni, við erum með nógu góða leikmenn sem finna lausnir. „Við hlupum einföld kerfi í dag og ég lét leikmönnunum það eftir að taka ákvarðanir,“ sagði Martin sem kvaðst ánægður með framlag Bandaríkjamannsins Antonio Hester í leiknum. „Það er of snemmt að tala um hann en ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann kom til landsins fyrir þremur dögum. Hann er að spila hérna í fyrsta skipti og í fyrsta sinn í eitt og hálft ár sem hann spilar sem atvinnumaður. Þetta er ný upplifun fyrir hann en ég er ánægður fyrir hans hönd og liðsins,“ sagði Martin að endingu.Bein lýsing: Stjarnan - Tindastóllvísir/ernirvísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla í vetur þegar liðin mættust í Ásgarði. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Miklar breytingar urðu hjá Stólunum í vikunni þegar liðið skipti bæði um þjálfara og erlendan leikmann. Israel Martin stýrði Stólunum í fyrsta sinn í kvöld og það er ekki hægt að segja annað en hann hafi fengið draumabyrjun. Martin er í miklum metum á Króknum eftir veru sína þar tímabilið 2014-15 og það var ljóst að leikmönnum Tindastóls leið vel með hann á hliðarlínunni. Nýi Bandaríkjamaðurinn, Antonio Hester, átti einnig frábæra frumraun en hann skoraði 28 stig og tók 13 fráköst í leiknum. Stólarnir voru gríðarlega grimmir og ákveðnir í leiknum í kvöld og Stjörnumenn urðu einfaldlega undir í baráttunni. Tindastóll leiddi með sjö stigum í hálfleik, 39-46. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og virtust vera búnir að ná undirtökunum. En Stólarnir gáfu sig ekki, stóðust áhlaupið og komu sér aftur í bílstjórasætið. Þeir voru svo sterkari á lokametrunum og unnu á endanum átta stiga sigur, 83-91. Með sigrinum fór Tindastóll upp í 3. sæti deildarinnar en Stjarnan er enn á toppnum með sín tólf stig.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir spiluðu leikinn af gríðarlegum krafti og lögðu líf og sál í leikinn. Hester gaf tóninn strax í byrjun leiks og sótti grimmt á Hlyn Bæringsson. Stjörnumenn köstuðu boltanum alltof oft frá sér og gestirnir refsuðu þeim ítrekað. Alls skoraði Tindastóll 23 stig eftir hraðaupphlaup, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Stjörnumenn unnu sig vel inn í leikinn í seinni hálfleik en Stólarnir héldu haus og spiluðu af skynsemi á lokakaflanum.Bestu menn vallarins: Sem áður sagði var Hester gríðarlega öflugur; skoraði 28 stig, tók 13 fráköst og hitti úr 11 af 17 skotum sínum utan af velli. Ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði í kvöld verða Stólarnir í fínum málum í vetur. Pétur Rúnar Birgisson var sömuleiðis frábær en þessi tvítugi leikstjórnandi skoraði 20 stig, gaf 11 stoðsendingar, stal fimm boltum og stjórnaði leik Tindastóls af yfirvegun. Cris Caird spilaði einnig vel og skilaði 22 stigum. Tómas Heiðar Tómasson var lengi vel beittur í liði Stjörnunnar og skoraði 18 stig. Í seinni hálfleiknum tók Justin Shouse svo yfir. Hann skoraði 20 stig í seinni hálfleik og 29 stig alls. Þá skilaði Hlynur 13 stigum, 14 fráköstum og fimm stoðsendingum.Hvað gekk illa? Stjörnuvörnin var aldrei í neinum takti í leiknum í kvöld, fyrir utan nokkurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þá reyndust 18 tapaðir boltar liðinu dýrir. Stjörnumenn hafa áður byrjað leiki illa í vetur en komið til baka. Í kvöld lokuðu Stólarnir hins vegar á alla slíka möguleika. Stjarnan verður að fara að byrja leiki betur en liðið hefur gert til þessa í vetur.Tölfræði sem vakti athygli: Eins og áður sagði skoruðu Stólarnir 23 stig eftir hraðaupphlaup. Þeir voru líka með átta fleiri stoðsendingar en lið Stjörnunnar. Þá fékk Tindastóll 17 stig frá bekknum gegn aðeins átta hjá Stjörnunni. Stólarnir voru slakir á vítalínunni í kvöld og hittu aðeins úr 48% víta sinna. Það hefði getað komið þeim í koll á öðrum degi.Stjarnan-Tindastóll 83-91 (18-27, 21-19, 28-27, 16-18)Stjarnan: Justin Shouse 29/4 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 13/14 fráköst/5 stoðsendingar, Devon Andre Austin 10/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Ágúst Angantýsson 2/8 fráköst, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.Tindastóll: Antonio Hester 28/13 fráköst, Cristopher Caird 22, Pétur Rúnar Birgisson 20/11 stoðsendingar/5 stolnir, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 5, Helgi Rafn Viggósson 3/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 2, Friðrik Þór Stefánsson 0, Þröstur Kárason 0, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0.Justin Shouse skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna en þau dugðu ekki til.vísir/antonHrafn: Nærð ekki að hlaupa vitræna sókn þegar þér er meinað það líkamlega í hvert skipti Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega vonsvikinn með tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Heilt yfir voru Stólarnir ákveðnari og náðu meira í þennan leik en við gerðum. Þeir byrjuðu leikinn betur, við reyndum að bregðast við en lentum í erfiðum aðstæðum í 3. og 4. leikhluta sem við náðum ekki að leysa,“ sagði Hrafn en Stjarnan lenti í villuvandræðum í seinni hálfleik og missti m.a. Bandaríkjamanninn Devon Austin af velli með fimm villur. Þetta er ekki fyrsti leikurinn á tímabilinu þar sem Stjörnumenn byrja illa. Þeir hafa þó alltaf komið til baka fyrr en í kvöld. En hvað olli því? „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um það. Ég held það sé best að einbeita sér að því sem liggur hjá okkur. Við brenndum af opnum skotum sem við höfum ekki gert og leyfðum þeim að taka 17 sóknarfráköst sem er óásættanlegt. „Svo misstum við boltann 18 sinnum og erum ekki með margar liðsstoðsendingar,“ sagði Hrafn sem var verulega ósáttur við dómgæsluna meðan á leiknum stóð. Hann fékk m.a. tæknivillu fyrir mótmæli í fyrri hálfleik. „Ég var ósáttur við sjálfan mig í fyrri hálfleik. Ég gekk of langt og átti tæknivilluna skilið. En ég stend alveg við það sem ég segi; dómararnir eru að gera sitt besta en mér fannst þeir ekki vera góðir í dag,“ sagði Hrafn. „Við unnum okkur alveg inn fyrir þessu tapi en það er erfitt að spila við lið sem spilar svona grimma vörn allan völlinn er bara búið að fá dæmdar á sig 3-4 villur þegar þrjár mínútur eru eftir af leiknum. Það segir sig sjálft, þú nærð ekkert að hlaupa vitræna sókn þegar þér er meinað það líkamlega í hvert skipti,“ sagði Hrafn að lokum.Martin segir sínum mönnum til.vísir/antonMartin: Leikmennirnir gáfu allt í leikinn Israel Martin stýrði Tindastóli í fyrsta sinn í um eitt og hálft ár þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 83-91, í kvöld. Martin var að vonum ánægður með sigurinn en gerði lítið úr eigin þætti í honum. „Stjarnan vann fyrstu sex leikina sína og við vissum að þegar lið er á slíku skriði styttist alltaf í tapið,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik. „Þessi sigur snýst ekki um mig. Við unnum ekki því ég tók við í vikunni, heldur vegna þess að leikmennirnir gáfu allt í leikinn. Við trúðum á þetta allan tímann, jafnvel þegar við lentum í smá vandræðum. Strákarnir áttu þetta skilið,“ bætti Spánverjinn við. Stólarnir voru gríðarlega ákveðnir og árásargjarnir í leiknum og keyrðu grimmt á Stjörnuna. Martin sagðist hafa lagt upp með að spila hraðan bolta í leiknum í kvöld. „Við töluðum um að spila hratt og gerðum það. Ég veit að við vorum með 16 tapaða bolta en á móti kemur að við stálum boltanum 13 sinnum. Við gerðum þeim erfitt fyrir í vörninni. Ég hef ekki áhyggjur af sókninni, við erum með nógu góða leikmenn sem finna lausnir. „Við hlupum einföld kerfi í dag og ég lét leikmönnunum það eftir að taka ákvarðanir,“ sagði Martin sem kvaðst ánægður með framlag Bandaríkjamannsins Antonio Hester í leiknum. „Það er of snemmt að tala um hann en ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann kom til landsins fyrir þremur dögum. Hann er að spila hérna í fyrsta skipti og í fyrsta sinn í eitt og hálft ár sem hann spilar sem atvinnumaður. Þetta er ný upplifun fyrir hann en ég er ánægður fyrir hans hönd og liðsins,“ sagði Martin að endingu.Bein lýsing: Stjarnan - Tindastóllvísir/ernirvísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira