32 liða Heimsmeistarakeppni félagsliða í burðarliðnum hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 22:00 Gianni Infantino, forseti FIFA. Vísir/Getty Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur háleitar hugmyndir um að gera Heimsmeistarakeppni félagsliða að stórviðburði í knattspyrnuheiminum. Heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í desember á hverju ári og verður seint talin með vinsælasta knattspyrnumóti tímabilsins. Meistaralið Evrópu og Suður-Ameríku koma bæði inn í undanúrslitin og mætast oftast í úrslitaleiknum. Ítölsk og spænsk blöð hafa það eftir Gianni Infantino að núna sé kominn tími til að breyta þessu og að ný glæsileg Heimsmeistarakeppni félagsliða verði komin á laggirnar árið 2019. Gianni Infantino vill að þetta verði 32 liða keppni sem fari fram síðustu þrjár vikurnar í júnímánuði. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og spænska blaðið El Mundo Deportivo voru bæði með frétt um þessa framtíðarsýn forsetans. Næsta heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Japan í næsta mánuði. Real Madrid frá Spáni og kólumbíska liðið Atletico Nacional eru líkleg til að mætast í úrslitaleiknum. Infantino vill stækka keppnir FIFA því áður hefur komið fram mikill áhugi hans fyrir því að stækka heimsmeistarakeppni landsliða upp í 40 eða 48 þjóða keppni. Hann er þegar kominn með þær hugmyndir inn á borð hjá framkvæmdastjórn FIFA. Hvort að það sé pláss fyrir svona 32 liða keppni á hverju knattspyrnuárinu verður að koma í ljós en álagið er þegar mikið á bestu knattspyrnumenn heims. FIFA Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur háleitar hugmyndir um að gera Heimsmeistarakeppni félagsliða að stórviðburði í knattspyrnuheiminum. Heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í desember á hverju ári og verður seint talin með vinsælasta knattspyrnumóti tímabilsins. Meistaralið Evrópu og Suður-Ameríku koma bæði inn í undanúrslitin og mætast oftast í úrslitaleiknum. Ítölsk og spænsk blöð hafa það eftir Gianni Infantino að núna sé kominn tími til að breyta þessu og að ný glæsileg Heimsmeistarakeppni félagsliða verði komin á laggirnar árið 2019. Gianni Infantino vill að þetta verði 32 liða keppni sem fari fram síðustu þrjár vikurnar í júnímánuði. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og spænska blaðið El Mundo Deportivo voru bæði með frétt um þessa framtíðarsýn forsetans. Næsta heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Japan í næsta mánuði. Real Madrid frá Spáni og kólumbíska liðið Atletico Nacional eru líkleg til að mætast í úrslitaleiknum. Infantino vill stækka keppnir FIFA því áður hefur komið fram mikill áhugi hans fyrir því að stækka heimsmeistarakeppni landsliða upp í 40 eða 48 þjóða keppni. Hann er þegar kominn með þær hugmyndir inn á borð hjá framkvæmdastjórn FIFA. Hvort að það sé pláss fyrir svona 32 liða keppni á hverju knattspyrnuárinu verður að koma í ljós en álagið er þegar mikið á bestu knattspyrnumenn heims.
FIFA Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira