Aldrei fleiri íslensk skáldverk Magnús Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2016 11:00 Bryndís Loftsdóttir var í miklum ham í gær við að gera allt klárt fyrir Bókamessuna í Hörpu um helgina. Visir/GVA Nú erum við endanlega búin að sprengja af okkur Ráðhúsið og komin í stærri salarkynni í Hörpu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, en um helgina verður hin árlega Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í sjötta sinn. Þar sýna útgefendur nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Bryndís bætir við að það sé ekki aðeins að gestum messunnar hafi verið að fjölga frá ári til árs heldur sé líka mikil fjölgun á meðal útgefenda sem taka þátt. „Það eru um fjörutíu útgefendur sem taka þátt að þessu sinni og það er auðvitað alveg magnað í svona litlu landi.“Krimmar og Katrín Bryndís hefur á orði að þetta sé líka í fyrsta skipi sem erlendar stórstjörnur komi og taki þátt í dagskránni, en þær Val McDermid, Sara Blædel, Ann Cleeves, Viveca Sten og Leena Lehtolainen ræða um bækur sínar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur í dag á milli kl. 13 til 14. „Þetta er nýlunda og þannig tilkomið að þessi flotta glæpasagnahátíð, Iceland Noir, er haldin á sama tíma og við njótum góðs af því. Það er svo alveg möguleiki sem væri gaman að skoða að halda því samstarfi áfram enda gaman að fá svona alþjóðlegan blæ á þessa messu sem hefur hingað til einskorðast við íslenskar bækur.“ Það er athyglisvert að Katrín Jakobsdóttir er að fara að stýra pallborði um glæpasögur og það í miðjum stjórnarmyndunarþreifingum. En skyldi vera stefnt að því að mynda nýja ríkisstjórn á Bókamessunni á morgun? „Já, það er spurning hvort þessar glæpasagnadrottningar gefi henni einhverjar góðar hugmyndir að nýrri stjórn. Katrín hefur að minnsta kosti ekki afboðað sig enn sem komið er og hún er náttúrulega frábær sérfræðingur í glæpasögum. Það er skemmtilegur vinkill á stjórnmálamanni að hafa aðra sterka stöðu þannig að þegar hún hættir þá verður hún örugglega vel þegin í kennslu eða umfjallanir um glæpasögur.“Pressa og stemning Íslenskur bókamarkaður er mjög bundinn við þetta tímabil í aðdraganda jólanna og hefur stundum verið haft á orði að það geri bæði útgefendum og jafnvel höfundum erfitt fyrir hversu árstíðabundinn markaðurinn er. Bryndís segir að það fylgi því vissulega bæði kostir og gallar. „Jólin og þessi frábæra hefð á Íslandi og hvernig bókin heldur alltaf velli sem jólagjöfin, hún heldur uppi útgáfu í landinu að stórum hluta og skiptir því útgefendur gríðarlega miklu máli. En það er auðvitað erfitt að komast að og fanga athygli þegar allir eru að gefa út bók á sama tíma. Þá reiðum við okkur náttúrulega bara á velvilja fjölmiðla og annarra. En í ár eru reyndar fleiri frumútgefin íslensk skáldverk en þau hafa nokkurn tímann verið áður í Bókatíðindum. En að sama skapi er smá fækkun í öðrum flokkum svo að í heildina erum við með aðeins færri bækur í Bókatíðindum heldur en í fyrra.“ En skyldi þessi árstíðabundna útgáfa ekki hafa áhrif á höfundana og jafnvel gera þeim erfitt fyrir, eins og t.d. glæpasagnahöfundunum sem virðast vinna út frá þeirri reglu að vera með bók á hverju ári? „Ég held að það sé ekkert auðvelt að svara því. Fyrir suma er þetta bara kröftug og góð svipa en fyrir aðra er þetta kannski sársaukafyllra og þeir myndu efalítið kjósa að vinna á lengri tíma. En ég held við verðum að treysta útgefendum til að meta það. Þeirra markmið er auðvitað alltaf að gefa út góð verk. Þetta er rosalega mikill upptaktur sem fylgir þessari jólaútgáfu og það sést ekki aðeins á fjölmiðlum. Skólarnir og alls konar félagasamtök njóta þess til að mynda hvað höfundar eru duglegir við að koma í heimsóknir og lesa úr sínum verkum og heilt yfir er afskaplega góð og rík stemning í kringum íslenska jólabókaflóðið. Ég held að það sé líka hvetjandi umhverfi fyrir höfundana og svo er auðvitað alltaf mikilvægt að vinna á ákveðnum skilafresti eins og t.d. blaðamenn þekkja líka vel.“Áhrif á efnahagslífið Bókaútgáfa hefur vissulega sín áhrif á efnahagslífið en sem dæmi um slíkt má nefna að tekjur ríkisins í formi virðisaukaskatts af sölu bóka eru umtalsvert hærri en það sem fer t.d. í laun til rithöfunda. „Já, það er sannarlega þannig og í ljósi nýjustu frétta þá finnst mér líka ástæða til þess að skoða það hvort ekki þurfi að stofna sérstakan sjóð fyrir barna- og ungmennarithöfunda sem hafa einmitt verið að springa út á síðustu árum. Við vorum auðvitað að eignast Norðurlandameistara á meðal barnabókahöfunda og svo er mikið talað um mikilvægi þess að sinna læsi yngri kynslóðanna. Þannig að ég held að slíkt væri afar góð fjárfesting og nýsköpun að fjárfesta í skáldum. Það virkar líka vel fyrir Ísland út á við enda er fjöldi ferðamanna sem kemur hingað ár hvert til þess að skoða landið fyrir tilstilli íslenskra bókmennta.“ Bókamessan í Hörpu stendur bæði laugardag og sunnudag, húsið er opið milli kl. 11 og 17. Ekkert kostar inn og dagskrá hátíðarinnar er að finna á fibut.is og bokmenntaborgin.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Nú erum við endanlega búin að sprengja af okkur Ráðhúsið og komin í stærri salarkynni í Hörpu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, en um helgina verður hin árlega Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í sjötta sinn. Þar sýna útgefendur nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Bryndís bætir við að það sé ekki aðeins að gestum messunnar hafi verið að fjölga frá ári til árs heldur sé líka mikil fjölgun á meðal útgefenda sem taka þátt. „Það eru um fjörutíu útgefendur sem taka þátt að þessu sinni og það er auðvitað alveg magnað í svona litlu landi.“Krimmar og Katrín Bryndís hefur á orði að þetta sé líka í fyrsta skipi sem erlendar stórstjörnur komi og taki þátt í dagskránni, en þær Val McDermid, Sara Blædel, Ann Cleeves, Viveca Sten og Leena Lehtolainen ræða um bækur sínar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur í dag á milli kl. 13 til 14. „Þetta er nýlunda og þannig tilkomið að þessi flotta glæpasagnahátíð, Iceland Noir, er haldin á sama tíma og við njótum góðs af því. Það er svo alveg möguleiki sem væri gaman að skoða að halda því samstarfi áfram enda gaman að fá svona alþjóðlegan blæ á þessa messu sem hefur hingað til einskorðast við íslenskar bækur.“ Það er athyglisvert að Katrín Jakobsdóttir er að fara að stýra pallborði um glæpasögur og það í miðjum stjórnarmyndunarþreifingum. En skyldi vera stefnt að því að mynda nýja ríkisstjórn á Bókamessunni á morgun? „Já, það er spurning hvort þessar glæpasagnadrottningar gefi henni einhverjar góðar hugmyndir að nýrri stjórn. Katrín hefur að minnsta kosti ekki afboðað sig enn sem komið er og hún er náttúrulega frábær sérfræðingur í glæpasögum. Það er skemmtilegur vinkill á stjórnmálamanni að hafa aðra sterka stöðu þannig að þegar hún hættir þá verður hún örugglega vel þegin í kennslu eða umfjallanir um glæpasögur.“Pressa og stemning Íslenskur bókamarkaður er mjög bundinn við þetta tímabil í aðdraganda jólanna og hefur stundum verið haft á orði að það geri bæði útgefendum og jafnvel höfundum erfitt fyrir hversu árstíðabundinn markaðurinn er. Bryndís segir að það fylgi því vissulega bæði kostir og gallar. „Jólin og þessi frábæra hefð á Íslandi og hvernig bókin heldur alltaf velli sem jólagjöfin, hún heldur uppi útgáfu í landinu að stórum hluta og skiptir því útgefendur gríðarlega miklu máli. En það er auðvitað erfitt að komast að og fanga athygli þegar allir eru að gefa út bók á sama tíma. Þá reiðum við okkur náttúrulega bara á velvilja fjölmiðla og annarra. En í ár eru reyndar fleiri frumútgefin íslensk skáldverk en þau hafa nokkurn tímann verið áður í Bókatíðindum. En að sama skapi er smá fækkun í öðrum flokkum svo að í heildina erum við með aðeins færri bækur í Bókatíðindum heldur en í fyrra.“ En skyldi þessi árstíðabundna útgáfa ekki hafa áhrif á höfundana og jafnvel gera þeim erfitt fyrir, eins og t.d. glæpasagnahöfundunum sem virðast vinna út frá þeirri reglu að vera með bók á hverju ári? „Ég held að það sé ekkert auðvelt að svara því. Fyrir suma er þetta bara kröftug og góð svipa en fyrir aðra er þetta kannski sársaukafyllra og þeir myndu efalítið kjósa að vinna á lengri tíma. En ég held við verðum að treysta útgefendum til að meta það. Þeirra markmið er auðvitað alltaf að gefa út góð verk. Þetta er rosalega mikill upptaktur sem fylgir þessari jólaútgáfu og það sést ekki aðeins á fjölmiðlum. Skólarnir og alls konar félagasamtök njóta þess til að mynda hvað höfundar eru duglegir við að koma í heimsóknir og lesa úr sínum verkum og heilt yfir er afskaplega góð og rík stemning í kringum íslenska jólabókaflóðið. Ég held að það sé líka hvetjandi umhverfi fyrir höfundana og svo er auðvitað alltaf mikilvægt að vinna á ákveðnum skilafresti eins og t.d. blaðamenn þekkja líka vel.“Áhrif á efnahagslífið Bókaútgáfa hefur vissulega sín áhrif á efnahagslífið en sem dæmi um slíkt má nefna að tekjur ríkisins í formi virðisaukaskatts af sölu bóka eru umtalsvert hærri en það sem fer t.d. í laun til rithöfunda. „Já, það er sannarlega þannig og í ljósi nýjustu frétta þá finnst mér líka ástæða til þess að skoða það hvort ekki þurfi að stofna sérstakan sjóð fyrir barna- og ungmennarithöfunda sem hafa einmitt verið að springa út á síðustu árum. Við vorum auðvitað að eignast Norðurlandameistara á meðal barnabókahöfunda og svo er mikið talað um mikilvægi þess að sinna læsi yngri kynslóðanna. Þannig að ég held að slíkt væri afar góð fjárfesting og nýsköpun að fjárfesta í skáldum. Það virkar líka vel fyrir Ísland út á við enda er fjöldi ferðamanna sem kemur hingað ár hvert til þess að skoða landið fyrir tilstilli íslenskra bókmennta.“ Bókamessan í Hörpu stendur bæði laugardag og sunnudag, húsið er opið milli kl. 11 og 17. Ekkert kostar inn og dagskrá hátíðarinnar er að finna á fibut.is og bokmenntaborgin.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira