Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 16:58 Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu. Vísir/Getty Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira