Nóvember heilsar mildur og þurr Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 08:32 Veðrið var ágætt í í Reykjavík gær þegar þessir ferðamenn áttu notalega stund við sjóinn. Það virðist líka ætla að viðra vel á höfuðborgarsvæðinu í dag. vísir/gva „Eftir hlýjasta október í manna minnum (og reyndar þann blautasta suðvestan til á landinu) þá heilsar nóvember með mildu og þurru veðri, að undanskildum smá éljum við norðausturströndina.“ Svona byrja hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í dag en þar er jafnframt rifjað upp að fyrir 33 árum, á þessum degi árið 1973, mældist tæplega 23 stiga hiti á Dalatanga klukkan þrjú um nótt en það er einsdæmi. Þá fór sviptivindur yfir norðurhluta Akureyrar sama mánaðardag árið 1964 og olli hann nokkru tjóni, en það er líka nokkuð óvenjulegt. Annars eru veðurhorfur á landinu þær í dag að það verða norðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu austanlands en svo lægir síðdegis og í nótt. Annars staðar á landinu verður hæg breytileg átt og víða bjartviðri en él við norðausturströndina. Í kvöld og nótt gengur hann í suðaustan með 8 til 13 metrum á sekúndu með rigningu eða slyddu, fyrst vestan til, en þurrt norðaustan til. Hiti 0 til 8 að deginum. Veðurhorfur næstu daga:Á miðvikudag: Suðaustan 8-13 metrar á sekúndu, skýjað og rigning eða slydda sunnan og vestan til á landinu. Hiti 1 til 8 stig, en í kringum frostmark í innsveitum norðaustan lands.Á fimmtudag: Norðaustan 10-15 metrar á sekúndu suðaustan lands og á Vestfjörðum, annars mun hægari vindur. Rigning suðaustan til og dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.Á föstudag: Norðaustanátt og dálítil él fyrir norðan og austan, en bjartviðri sunnan og vestan lands. Hiti 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi.Á laugardag: Hæg sunnanátt og víða léttskýjað, en skýjað vestan lands. Frost víða 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga hiti við suður og vesturströndina. Fer væntanlega að rigna vestast um kvöldið.Á sunnudag og mánudag: Suðvestanátt, rigning eða súld og milt veður, en þurrt austan lands. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
„Eftir hlýjasta október í manna minnum (og reyndar þann blautasta suðvestan til á landinu) þá heilsar nóvember með mildu og þurru veðri, að undanskildum smá éljum við norðausturströndina.“ Svona byrja hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í dag en þar er jafnframt rifjað upp að fyrir 33 árum, á þessum degi árið 1973, mældist tæplega 23 stiga hiti á Dalatanga klukkan þrjú um nótt en það er einsdæmi. Þá fór sviptivindur yfir norðurhluta Akureyrar sama mánaðardag árið 1964 og olli hann nokkru tjóni, en það er líka nokkuð óvenjulegt. Annars eru veðurhorfur á landinu þær í dag að það verða norðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu austanlands en svo lægir síðdegis og í nótt. Annars staðar á landinu verður hæg breytileg átt og víða bjartviðri en él við norðausturströndina. Í kvöld og nótt gengur hann í suðaustan með 8 til 13 metrum á sekúndu með rigningu eða slyddu, fyrst vestan til, en þurrt norðaustan til. Hiti 0 til 8 að deginum. Veðurhorfur næstu daga:Á miðvikudag: Suðaustan 8-13 metrar á sekúndu, skýjað og rigning eða slydda sunnan og vestan til á landinu. Hiti 1 til 8 stig, en í kringum frostmark í innsveitum norðaustan lands.Á fimmtudag: Norðaustan 10-15 metrar á sekúndu suðaustan lands og á Vestfjörðum, annars mun hægari vindur. Rigning suðaustan til og dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.Á föstudag: Norðaustanátt og dálítil él fyrir norðan og austan, en bjartviðri sunnan og vestan lands. Hiti 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi.Á laugardag: Hæg sunnanátt og víða léttskýjað, en skýjað vestan lands. Frost víða 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga hiti við suður og vesturströndina. Fer væntanlega að rigna vestast um kvöldið.Á sunnudag og mánudag: Suðvestanátt, rigning eða súld og milt veður, en þurrt austan lands.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira