Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 10:38 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir launahækkanir kjararáðs til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands mjög miklar. Þessir hópar eigi ekki að vera leiðandi í launum í landinu heldur að fylgja almennri þróun launa á vinnumarkaði en nýjasta launahækkun þessa hóps nemur 45 prósentum og er því langt umfram launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að fara þurfi yfir fyrirkomulagið varðandi ákvarðanir kjararáðs og bendir á að vinna við það hafi hafist á lokametrum seinasta þings en ekki hafi tekist að ljúka við það. Þannig þurfi að fækka fólki sem heyri undir kjararáð, endurskipa eigi skipan ráðsins og setja einhver skýr og gagnsæ viðmið þannig að þróun launanna sé ekki með þessum hætti.Sjá einnig: Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Ótrúlegar hækkanir“ Mikið hefur verið talað um að hér þurfi að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og má því spyrja sig hvort að þessi mikla launahækkun setji hann í uppnám. „Við höfum einmitt talað fyrir því að til þess að auka jöfnuð í samfélaginu þá þarf að setja sérstakt hátekjuþrep í skattkerfið á laun sem fara svona rúmlega yfir milljónina. Það er hluti af því að viðhalda hér efnahagslegum stöðugleika,“ segir Katrín en ef að slíkt skattþrep yrði sett á myndu laun þingmanna falla þar undir þar sem þau verða nú um 1,1 milljón á mánuði. Aðspurð hvort að Katrín sé á leið til fundar við forsetann á Bessastöðum í dag segist hún ekki hafa fengið neitt boð um það. Alþingi Kjararáð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir launahækkanir kjararáðs til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands mjög miklar. Þessir hópar eigi ekki að vera leiðandi í launum í landinu heldur að fylgja almennri þróun launa á vinnumarkaði en nýjasta launahækkun þessa hóps nemur 45 prósentum og er því langt umfram launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að fara þurfi yfir fyrirkomulagið varðandi ákvarðanir kjararáðs og bendir á að vinna við það hafi hafist á lokametrum seinasta þings en ekki hafi tekist að ljúka við það. Þannig þurfi að fækka fólki sem heyri undir kjararáð, endurskipa eigi skipan ráðsins og setja einhver skýr og gagnsæ viðmið þannig að þróun launanna sé ekki með þessum hætti.Sjá einnig: Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Ótrúlegar hækkanir“ Mikið hefur verið talað um að hér þurfi að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og má því spyrja sig hvort að þessi mikla launahækkun setji hann í uppnám. „Við höfum einmitt talað fyrir því að til þess að auka jöfnuð í samfélaginu þá þarf að setja sérstakt hátekjuþrep í skattkerfið á laun sem fara svona rúmlega yfir milljónina. Það er hluti af því að viðhalda hér efnahagslegum stöðugleika,“ segir Katrín en ef að slíkt skattþrep yrði sett á myndu laun þingmanna falla þar undir þar sem þau verða nú um 1,1 milljón á mánuði. Aðspurð hvort að Katrín sé á leið til fundar við forsetann á Bessastöðum í dag segist hún ekki hafa fengið neitt boð um það.
Alþingi Kjararáð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira