Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 10:38 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir launahækkanir kjararáðs til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands mjög miklar. Þessir hópar eigi ekki að vera leiðandi í launum í landinu heldur að fylgja almennri þróun launa á vinnumarkaði en nýjasta launahækkun þessa hóps nemur 45 prósentum og er því langt umfram launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að fara þurfi yfir fyrirkomulagið varðandi ákvarðanir kjararáðs og bendir á að vinna við það hafi hafist á lokametrum seinasta þings en ekki hafi tekist að ljúka við það. Þannig þurfi að fækka fólki sem heyri undir kjararáð, endurskipa eigi skipan ráðsins og setja einhver skýr og gagnsæ viðmið þannig að þróun launanna sé ekki með þessum hætti.Sjá einnig: Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Ótrúlegar hækkanir“ Mikið hefur verið talað um að hér þurfi að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og má því spyrja sig hvort að þessi mikla launahækkun setji hann í uppnám. „Við höfum einmitt talað fyrir því að til þess að auka jöfnuð í samfélaginu þá þarf að setja sérstakt hátekjuþrep í skattkerfið á laun sem fara svona rúmlega yfir milljónina. Það er hluti af því að viðhalda hér efnahagslegum stöðugleika,“ segir Katrín en ef að slíkt skattþrep yrði sett á myndu laun þingmanna falla þar undir þar sem þau verða nú um 1,1 milljón á mánuði. Aðspurð hvort að Katrín sé á leið til fundar við forsetann á Bessastöðum í dag segist hún ekki hafa fengið neitt boð um það. Alþingi Kjararáð Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir launahækkanir kjararáðs til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands mjög miklar. Þessir hópar eigi ekki að vera leiðandi í launum í landinu heldur að fylgja almennri þróun launa á vinnumarkaði en nýjasta launahækkun þessa hóps nemur 45 prósentum og er því langt umfram launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að fara þurfi yfir fyrirkomulagið varðandi ákvarðanir kjararáðs og bendir á að vinna við það hafi hafist á lokametrum seinasta þings en ekki hafi tekist að ljúka við það. Þannig þurfi að fækka fólki sem heyri undir kjararáð, endurskipa eigi skipan ráðsins og setja einhver skýr og gagnsæ viðmið þannig að þróun launanna sé ekki með þessum hætti.Sjá einnig: Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Ótrúlegar hækkanir“ Mikið hefur verið talað um að hér þurfi að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og má því spyrja sig hvort að þessi mikla launahækkun setji hann í uppnám. „Við höfum einmitt talað fyrir því að til þess að auka jöfnuð í samfélaginu þá þarf að setja sérstakt hátekjuþrep í skattkerfið á laun sem fara svona rúmlega yfir milljónina. Það er hluti af því að viðhalda hér efnahagslegum stöðugleika,“ segir Katrín en ef að slíkt skattþrep yrði sett á myndu laun þingmanna falla þar undir þar sem þau verða nú um 1,1 milljón á mánuði. Aðspurð hvort að Katrín sé á leið til fundar við forsetann á Bessastöðum í dag segist hún ekki hafa fengið neitt boð um það.
Alþingi Kjararáð Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira