Lífið

Sóli Hólm og Jón Jónsson fara á kostum í fyrsta þættinum af Ísskápastríðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísskápastríð er nýr og skemmtilegur matreiðsluþáttur í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben  sem jafnframt gegna hlutverki liðsstjóra. Þátturinn hefur göngu sína annað kvöld og verður hann á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:45.

Í hverjum þætti fá Eva og Gummi til sín keppendur sem þau skipta með sér í lið. Keppnin gengur svo út á það að í byrjun fá þau að velja einn ísskáp af nokkrum mögulegum og í hverjum ísskáp er hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt.

Keppendur og liðsstjórar þurfa svo að vinna innan ákveðins tímaramma til að töfra fram þrjá girnilega rétti. Að lokum fellur það í hlut dómaranna að velja sigurvegara kvöldsins. Dómarar eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.

Það má segja að þátturinn sé blanda af mörgum vinsælum matreiðsluþáttum í gegnum tíðina til að mynda Masterchef og Einn, Tveir og Elda. Þættirnir verða tíu talsins og fyrstu gestir vetrarins eru þeir Jón Jónsson og Sóli Hólm.

Það má með sanni segja að fyrsti þátturinn fjörugur og spennuþrungin á köflum. Skemmtiþættir og matreiðsluþættir saman í eitt, það getur varla klikkað. Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.