Sport

Missti annan fótinn en hélt áfram að spila | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá landsleik í krikket. Myndin tengist fréttinni ekki.
Frá landsleik í krikket. Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty
Atorka og keppnisskap krikketsspilarans Liam Thomas hefur komið honum í heimsfréttirnar eftir að myndband með honum fór á flug á samfélagsmiðlum.

Enska landsliðið í krikket er ekki að gera góða hluti þessa dagana en landslið fatlaðra er aftur á móti búið að eignast nýja hetju.

Liam Thomas lét nefnilega ekkert stoppa sig við það að koma boltanum á réttan stað í landsleik Englands og Pakistan.

Liam Thomas var í vörn en missti staurfótinn sinn í eitt skiptið þegar hann var að elta boltann. Í stað þess að gefast upp þá hélt Thomas áfram hoppandi um á öðrum fætinum.

Því miður fyrir Liam Thomas og félaga hans þá dugði hetjuleg frammistaða hans ekki til og liðið varð að sætta sig við naumt tap á móti Pakistan.

Guardian er einn fréttamiðlanna sem hefur birt myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×