Fótbolti

Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir í baráttunni.
Birkir í baráttunni. Vísir/Getty
Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel.

Hægri bakvörðurinn Thomas Meunier tryggði PSG sigurinn þegar hann tók boltann á lofti og hamraði hann upp í markhornið á lokamínútu leiksins.

Blaise Matuidi kom frönsku meisturunum yfir á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, en Luca Zuffi jafnaði metin með glæsilegu marki á 76. mínútu.

Átta mínútum síðar fékk Serey Dier að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Á 87. mínútu fékk Austurríkismaðurinn Marc Janko sannkallað dauðafæri til að koma Basel yfir en hitti ekki boltann.

Það kom heimamönnum í koll því þremur mínútum síðar skoraði Meunier sannkallað draumamark og tryggði PSG sigurinn og farseðilinn í 16-liða úrslit.

PSG er með 10 stig í 2. sæti A-riðils, jafnmörg stig og Arsenal en lakari markatölu. Basel er í 3. sæti riðilsins með eitt stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×