Misjöfn uppgjör Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Stór hluti skráðra félaga í Kauphöll Íslands skiluðu uppgjörum fyrir þriðja ársfjórðung í síðustu viku. Uppgjör stórs hluta skráðra félaga á þriðja ársfjórðungi voru kynnt í síðustu viku. Uppgjörin voru misjöfn milli félaga. „Uppgjörin röðuðust á tvo daga, uppgjörin á miðvikudeginum voru heldur undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið, en svo var annað uppi á teningnum daginn eftir, þau voru betri en maður átti von á. Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. „Af þeim félögum sem eru búin að birta, þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í tilfelli Össurar, um 11 prósent kostnaðar eru í krónum en nær engar tekjur. Almennt voru stærstu áhrif launahækkana búin að koma fram á fyrri fjórðungum ársins. Það var ekki um óvæntan kostnað að ræða í uppgjörunum núna sem hafði ekki átt sér stað á fyrri hluta árs,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi Guðjónsson„Af stóru uppgjörunum má segja að Icelandair-uppgjörið hafi verið betra en menn áttu von á, en þrátt fyrir að félagið sé farið að færa jákvæð áhrif gjaldeyrisvarna meðal rekstrarliða hækkar það ekki áætlun sína fyrir árið, þannig að það er tvíbent,“ segir hann og bætir við að Marel hafi verið nokkuð í takt við væntingar. „N1 kom með fínt uppgjör og hækkaði spá sína fyrir árið.Uppgjör tryggingafélaganna einkenndist af því að manni sýnist að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna. Það var ekki vanþörf á. Hann er búinn að vera afar erfiður og félög eru að mestu leyti að skila góðri afkomu út af mjög góðri afkomu af fjármálastarfsemi. En það má greina afkomubata,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segir að væntingar hafi líklega verið til enn betra uppgjörs hjá Högum og að Vodafone hafi verið heldur lakara en von var á. Á næstu vikum berast fleiri uppgjör, meðal annars frá fasteignafélögunum og Eimskip. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50 Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41 Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Uppgjör stórs hluta skráðra félaga á þriðja ársfjórðungi voru kynnt í síðustu viku. Uppgjörin voru misjöfn milli félaga. „Uppgjörin röðuðust á tvo daga, uppgjörin á miðvikudeginum voru heldur undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið, en svo var annað uppi á teningnum daginn eftir, þau voru betri en maður átti von á. Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. „Af þeim félögum sem eru búin að birta, þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í tilfelli Össurar, um 11 prósent kostnaðar eru í krónum en nær engar tekjur. Almennt voru stærstu áhrif launahækkana búin að koma fram á fyrri fjórðungum ársins. Það var ekki um óvæntan kostnað að ræða í uppgjörunum núna sem hafði ekki átt sér stað á fyrri hluta árs,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi Guðjónsson„Af stóru uppgjörunum má segja að Icelandair-uppgjörið hafi verið betra en menn áttu von á, en þrátt fyrir að félagið sé farið að færa jákvæð áhrif gjaldeyrisvarna meðal rekstrarliða hækkar það ekki áætlun sína fyrir árið, þannig að það er tvíbent,“ segir hann og bætir við að Marel hafi verið nokkuð í takt við væntingar. „N1 kom með fínt uppgjör og hækkaði spá sína fyrir árið.Uppgjör tryggingafélaganna einkenndist af því að manni sýnist að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna. Það var ekki vanþörf á. Hann er búinn að vera afar erfiður og félög eru að mestu leyti að skila góðri afkomu út af mjög góðri afkomu af fjármálastarfsemi. En það má greina afkomubata,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segir að væntingar hafi líklega verið til enn betra uppgjörs hjá Högum og að Vodafone hafi verið heldur lakara en von var á. Á næstu vikum berast fleiri uppgjör, meðal annars frá fasteignafélögunum og Eimskip.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50 Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41 Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50
Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41
Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00