Viðsnúningur í rekstri Dagur B. Eggertsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar