Lífið

Hundrað fermetra eign á 89 milljónir með lyftu upp í íbúð og útsýni yfir borgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega smekkleg íbúð í miðbænum.
Virkilega smekkleg íbúð í miðbænum.
Heimili fasteignasala er með á söluskrá nýja þakíbúð í miðbæ Reykjavíkur og er söluverðið 89 milljónir.

Íbúðin sjálf er um hundrað fermetrar að stærð og er hún á efstu hæð í nýju lyftihúsi sem byggt var árið 2014. Fasteignamat eignarinnar er 57 milljónir en alls eru tvö svefnherbergi inni í íbúðinni.

Þar er að finna svalir til suðurs og vesturs og gengur lyfta beint upp í íbúðina. Af svölunum er útsýni yfir borgina og er það einstaktlega fallegt.

Íbúðin skiptist í forstofu hol, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og sérgeymslu. Komið er inn á forstofu hol með flotuðu gólfi. Stofa er björt með flotuðu gólfi og sjónsteypu á veggjum, innfeld lýsing er á hluta af stofu. Úr stofu er gengið út á svalir með fallegu útsýni. Bæði svefnherbergin eru þannig skipulögð að hægt er að ganga út úr þeim út á svalir.

Einstök íbúð í hjarta Reykjavíkur og má sjá myndir innan úr henni hér að neðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.