Körfubolti

Reggie Dupree fær áminningu en ekki leikbann fyrir að kasta svitabandinu hans Shouse

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reggie Dupree.
Reggie Dupree. Vísir/Stöð 2 Sport
Reggie Dupree getur tekið þátt í leik Keflavíkur og Tindastóls í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þrátt fyrir að hafa verið rekinn út úr húsi í síðasta leik Keflavíkurliðsins.

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur fundað um atvikið og skal hinn kærði, Reggie Dupree, leikmaður Keflavíkur, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Keflavíkur í Mfl. karla, sem leikinn var 28. október 2016. Sjá hér.

Dómarar leiksins ráku Reggie Dupree út úr húsi eftir að hann tók svitabandið af Justin Shouse, leikstjórnanda Stjörnuliðsins, og kastaði því upp í stúku. Atvikið vakti mikla athygli og var mikið rétt um það í Körfuboltakvöldinu.

Dómarar gáfu honum tæknivillu fyrir að taka svitabandið af höfði Justins Shouse og svo aðra tæknivillu fyrir að kasta því upp í stúku. Tvær tæknivillur þýddu að þátttöku Reggie Dupree í leiknum var lokið.

Brottrekstur Reggie var mikið áfall fyrir Keflavíkurliðið sem tapaði leiknum 99-72. Staðan var 39-36 fyrir Stjörnuna þegar Reggie var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Reggie Dupree var með 11 stig og 4 stoðsendingar á þeim 18 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

Leikur Keflavíkur og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld en útsendingin hefst klukkan 19.05.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×