Völlurinn sem hristist eitt af vandamálum Rússa fyrir HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 09:30 Verkamenn á fullu að laga til Krestovsky leikvanginn. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira