Viðskipti innlent

Markaðsverðlaun ÍMARK: Icelandair, Íslandsbanki og Íslandsstofa tilnefnd

Atli Ísleifsson skrifar
ÍMARK hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991.
ÍMARK hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Mynd/ÍMARK
Icelandair, Íslandsbanki og Íslandsstofa eru tilnefnd til Markaðsverðlauna ÍMARK í ár. Verðlaunin eru veitt þeim fyrirtækjum sem þykja hafa skarað fram úr í markaðsmálum undanfarin tvö ár og náð árangri.

Verðlaunin verða afhent þriðjudaginn 15. nóvember klukkan 12 á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og María Hrund Marinósdóttir, formaður ÍMARK og markaðsstjóri Strætó, stýrir dagskrá verðlaunafhendingarinnar.

ÍMARK hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991, en markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja og er það dómnefnd á vegum ÍMARK sem velur fyrirtækin. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×