Benedikt segir engan póker í gangi Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2016 10:13 Bjarni spurði Katrínu hvort það stæði og hún vildi ekki mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og staðfesti hún það. Og þar standa málin. visir/anton brink Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, furðar sig á því sem fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, þá það að viðruð hafi verið sú hugmynd á fundi hans, Óttarrs Proppé formanns Viðreisnar og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á miðvikudag að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar.Katrín staðfesti að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokki Þetta segja Viðreisnarmenn spuna og átta sig ekki alveg á því hvaðan hann kemur. „Ég spurði Katrínu hins vegar á fundinum hvort það stæði að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, hún staðfesti það og þá þurfti ekkert að ræða það frekar hvernig slík ríkisstjórn yrði skipuð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Ekkert rætt við Pírata Hann gerir einnig athugasemd við það þar sem segir að í framhaldinu hafi Benedikt hafi falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. „Það er alrangt. Ég hef einu sinni talað við fulltrúa Pírata. Birgitta Jónsdóttir hringdi í mig á mánudaginn. Og sagði mér frá þessari ákvörðun þeirra um að styðja minnihlutastjórn gegn ákveðnum skilyrðum. Það var bara það sem þau gerðu opinbert líka,“ segir Benedikt sem ekki hefur talað við Birgittu síðan þetta var. Né nokkurn Pírata ef því er að skipta. „Ég hef í mesta lagi boðið nokkrum þingmönnum Pírata góðan daginn með bros á vör.“Enginn í póker Benedikt hefur fylgst lengi með stjórnmálum en er nú skyndilega kominn í miðju hinnar pólitísku refskákar. Hann segir að sér lítist í sjálfu sér ágætlega á það. „Og ég verð að segja það að fram til þessa hefur enginn hinna pólitísku leiðtoga sagt neitt við fréttamenn sem þeir hafa ekki sagt við mig. Menn hafa ekki verið að spila póker. Ennþá, að minnsta kosti.“ Varðandi framhaldið þá segist Benedikt ekki vita annað en það sem fyrir liggur, þeir Óttarr fóru á fund Bjarna í gær. „Og sagði hann nákvæmlega það sem hann sagði við fréttamenn að hann ætlaði að taka sér helgina í að hugsa þetta. Það rímar allt saman. Svo er náttúrlega, hvað gerist síðan, þá kemur það bara í ljós. En ég veit ekkert meira.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, furðar sig á því sem fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, þá það að viðruð hafi verið sú hugmynd á fundi hans, Óttarrs Proppé formanns Viðreisnar og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á miðvikudag að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar.Katrín staðfesti að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokki Þetta segja Viðreisnarmenn spuna og átta sig ekki alveg á því hvaðan hann kemur. „Ég spurði Katrínu hins vegar á fundinum hvort það stæði að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, hún staðfesti það og þá þurfti ekkert að ræða það frekar hvernig slík ríkisstjórn yrði skipuð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Ekkert rætt við Pírata Hann gerir einnig athugasemd við það þar sem segir að í framhaldinu hafi Benedikt hafi falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. „Það er alrangt. Ég hef einu sinni talað við fulltrúa Pírata. Birgitta Jónsdóttir hringdi í mig á mánudaginn. Og sagði mér frá þessari ákvörðun þeirra um að styðja minnihlutastjórn gegn ákveðnum skilyrðum. Það var bara það sem þau gerðu opinbert líka,“ segir Benedikt sem ekki hefur talað við Birgittu síðan þetta var. Né nokkurn Pírata ef því er að skipta. „Ég hef í mesta lagi boðið nokkrum þingmönnum Pírata góðan daginn með bros á vör.“Enginn í póker Benedikt hefur fylgst lengi með stjórnmálum en er nú skyndilega kominn í miðju hinnar pólitísku refskákar. Hann segir að sér lítist í sjálfu sér ágætlega á það. „Og ég verð að segja það að fram til þessa hefur enginn hinna pólitísku leiðtoga sagt neitt við fréttamenn sem þeir hafa ekki sagt við mig. Menn hafa ekki verið að spila póker. Ennþá, að minnsta kosti.“ Varðandi framhaldið þá segist Benedikt ekki vita annað en það sem fyrir liggur, þeir Óttarr fóru á fund Bjarna í gær. „Og sagði hann nákvæmlega það sem hann sagði við fréttamenn að hann ætlaði að taka sér helgina í að hugsa þetta. Það rímar allt saman. Svo er náttúrlega, hvað gerist síðan, þá kemur það bara í ljós. En ég veit ekkert meira.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent