Andri í góðum málum eftir fyrsta hring á Spáni Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 12:15 Andri Þór Mynd/Golfsamband Íslands Andri Þór Björnsson, kylfingur úr GR, er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á öðru stigi á Spáni um þessa helgi. Andri, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, taka þátt í öðru stigi en aldrei hafa jafn margir karlkyns kylfingar komist á annað stigið. Andri sem leikur á Las Colinas-vellinum í Alicante fékk örn á annarri holu á fyrsta degi og þrjá fugla á fyrri níu en fékk tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Tókst honum að halda pari á seinni níu með tveimur fuglum og tveimur skollum á lokaholunum en hann deilir fjórtánda sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en efstu tuttugu komast á lokastigið. Þórður, Haraldur og Guðmundur náðu sér ekki á strik í gær en þetta er í fyrsta skiptið sem Haraldur og Guðmundur reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Þórður sem leikur á velli rétt fyrir utan Valencia lék á fimm höggum yfir pari í gær og er í 77. sæti fyrir annan daginn. Haraldur lék á 76. höggum í gær, fjórum höggum yfir pari og er í 76. sæti. Guðmundur Ágúst lék á 73. höggum og er í 64. sæti á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Andri Þór Björnsson, kylfingur úr GR, er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á öðru stigi á Spáni um þessa helgi. Andri, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, taka þátt í öðru stigi en aldrei hafa jafn margir karlkyns kylfingar komist á annað stigið. Andri sem leikur á Las Colinas-vellinum í Alicante fékk örn á annarri holu á fyrsta degi og þrjá fugla á fyrri níu en fékk tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Tókst honum að halda pari á seinni níu með tveimur fuglum og tveimur skollum á lokaholunum en hann deilir fjórtánda sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en efstu tuttugu komast á lokastigið. Þórður, Haraldur og Guðmundur náðu sér ekki á strik í gær en þetta er í fyrsta skiptið sem Haraldur og Guðmundur reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Þórður sem leikur á velli rétt fyrir utan Valencia lék á fimm höggum yfir pari í gær og er í 77. sæti fyrir annan daginn. Haraldur lék á 76. höggum í gær, fjórum höggum yfir pari og er í 76. sæti. Guðmundur Ágúst lék á 73. höggum og er í 64. sæti á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti