Körfubolti

Körfuboltakvöld: Löngunin er engin að verja þetta skot

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Þetta kallast að vera mjúkur. Hann er 2,08 á skýrslu og hann er einfaldlega soft leikmaður. Þeir voru ekki að kaupa hann til að vera þriggja stiga skytta,“ sagði Fannar Ólafsson, einn sérfræðinga Körfuboltakvölds í gær, er þeir ræddu spilamennsku Mamadou Samb, miðherja Tindastóls.

Þeir rýndu vel í spilamennsku Samb í leiknum gegn Keflavík þar sem Stólarnir voru einfaldlega flengdir.

„Þetta á að vera sá stóri maður sem Stólarnir þurfa, maður sem getur spilað sem fimma sem getur skotið, en hann ber sig mjög veikt. Honum er alveg sama, löngunin til að verja þetta skot er engin,“ sagði Fannar sem var miðherji á árum áður.

„Manni er kennt að ýta manninum undir körfuna því boltinn skoppar frá körfunni, manni er kennt þetta strax en honum er alveg sama,“ sagði Fannar og Hermann tók undir orð hans.

„Það er alveg rétt, löngunin er engin. Honum er auðveldlega ýtt í burtu. Hann veitir glataða hjálparvörn þegar maðurinn er löngu farinn og fyrir vikið missir hann stöðuna undir körfunni,“ sagði Hermann sem var einnig krítískur á fótavinnuna hjá Samb.

„Hann nær ekki að taka sér stöðu og það virðist allt vera svolítið veiklulegt. Það þarf að berja í hann einhverja baráttu og styrk. Það er rosalega auðvelt að ýta honum í burtu.“

Strákarnir ræddu stöðu hans sem miðpunkt sóknarinnar.

„Það eru allt of margir litlir hlutir að hjá manni sem á að vera miðpunktur liðsins. Hann er ekkert með slakar tölur en hann er ekki að stíga upp á réttum tíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×