Körfubolti

KR-kempurnar urðu bensínlausar gegn Stólunum | Þór og Haukar b í 16-liða úrslitin

Pétur Rúnar Birgisson var öflugur í DHL-höllinni í dag gegn gömlum kempum.
Pétur Rúnar Birgisson var öflugur í DHL-höllinni í dag gegn gömlum kempum. vísir/anton brink
KR B, skipað fyrrum leikmönnum KR, fékk 38 stiga skell 101-63 gegn Tindastól í 32-liða úrslitum Malt-bikarsins í körfubolta í dag en þeim tókst að halda í við Stólana framan af en virtust einfaldlega verða bensínlausir í seinni hálfleik.

KR b komst yfir í eina skiptið í upphafi leiks í stöðunni 3-2 en Stólarnir stýrðu umferðinni allan leikinn. Gekk þeim illa að hrista heimamenn frá sér og var staðan 42-57 í hálfleik.

Í þriðja leikhluta skyldu Stólarnir gömlu mennina af og lauk leiknum að lokum með öruggum 38 stiga sigri Stólanna.

Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur í liði Stólanna með 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar en í liði KR B var það Ólafur Már Ægisson sem var stigahæstur með 14 stig.

Á Flúðum vann Þór Akureyri sömuleiðis öruggan sigur á Hrunamenn/Laugdælingum 96-68 en Þórsarar náðu fimmtán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta og hleyptu heimamönnum aldrei inn í leikinn á ný.

Þá unnu Haukar B öruggan sigur á Álftanes á Álftanesi en seinna í kvöld fara fram leikir KR og Gnúpverja, Grindavíkur og Stjörnunnar og ÍA og Fjölnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×