Ánægður með viðbrögð dómaranefndar en vill að menn viðurkenni mistökin Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 15:00 Ísak Ernir Kristinsson dæmir með Sigmundi Má og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í staðinn á föstudaginn. vísir/anton brink Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30