Viðskipti innlent

Töluverður fjöldi viðskiptavina Icelandair fékk tölvupóst um farnar flugferðir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Icelandair biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem pósturinn kann að hafa valdið.
Icelandair biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem pósturinn kann að hafa valdið. Vísir/Vilhelm
Mannleg mistök fyrr í dag urðu til þess að töluverður fjöldi viðskiptavina flugfélagsins Icelandair fékk tölvupóst með upplýsingum um ferð sem þegar hafði verið farin.

Síðdegis í dag fengu þessir viðskiptavinir svo annan tölvupóst þar sem útskýrt var að um mannleg mistök hefði verið að ræða en að engar upplýsingar hefðu farið til óviðkomandi aðila.

Þá bað flugfélagið velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið en í samtali við Vísi segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair að töluverður haft samband við flugfélagið, meðal annars á samfélagsmiðlum, til að grennslast fyrir um póstana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×