Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 23:09 Hillary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og meðframbjóðanda Tim Kaine þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í dag. vísir/getty Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. Þá var eiginmaður hennar, Bill Clinton, með fjólublátt bindi í stíl við konu sína. Ýmsir hafa velt fyrir sér merkingu fjólubláa litarins og er fjallað um hana á vef Vanity Fair. Þar kemur meðal annars fram að sveifluríkin svokölluðu eru gjarnan kölluð „fjólubláu ríkin“ þar sem það er jú erfitt að spá fyrir um það hvort þau verði rauð, fyrir Repúblikana, eða blá, fyrir Demókrata, en fjólublár er einmitt búinn til með rauðum og bláum. Í ræðu sinni í dag var Clinton tíðrætt um mikilvægi þess að bandaríska þjóðin stæði saman og horfði til framtíðar en fjólublár táknar einmitt samstöðu og framþróun.I love that @HillaryClinton was wearing purple for unity. That, paired with her message showed a whole, whole lot of grace.— Hayley Waring (@haywaring) November 9, 2016 „Við sjáum þjóðina okkar mun klofnari en við töldum að hún væri. En ég trúi enn á Bandaríkin og ég mun alltaf trúa á Bandaríkin. Ef að þið gerið slíkt hið sama þá verðum við að sætta okkur við þessi úrslit og horfa til framtíðar,“ sagði Clinton. Aðrir sáu lit súffragettanna í litavali Clinton en hvítur, grænn og fjólublár eru litir fána súffragettanna..@HillaryClinton & Bill wearing purple women's suffrage colors at concession speech. #election2016— Scott Shafer (@scottshafer) November 9, 2016 Enn aðrir sáu lit meþódista þar sem Clinton er meþódisti en hjá þeim táknar fjólublár bæði göfga og yfirbót. Síðan er fjólublár litur sem notaður er í baráttunni gegn einelti í samfélagi hinsegin fólks í Bandaríkjunum.Ræðu Clinton má sjá hér að neðan en hún byrjar þegar um sex mínútur eru liðnar af myndbandinu. Donald Trump Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 16:00 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. Þá var eiginmaður hennar, Bill Clinton, með fjólublátt bindi í stíl við konu sína. Ýmsir hafa velt fyrir sér merkingu fjólubláa litarins og er fjallað um hana á vef Vanity Fair. Þar kemur meðal annars fram að sveifluríkin svokölluðu eru gjarnan kölluð „fjólubláu ríkin“ þar sem það er jú erfitt að spá fyrir um það hvort þau verði rauð, fyrir Repúblikana, eða blá, fyrir Demókrata, en fjólublár er einmitt búinn til með rauðum og bláum. Í ræðu sinni í dag var Clinton tíðrætt um mikilvægi þess að bandaríska þjóðin stæði saman og horfði til framtíðar en fjólublár táknar einmitt samstöðu og framþróun.I love that @HillaryClinton was wearing purple for unity. That, paired with her message showed a whole, whole lot of grace.— Hayley Waring (@haywaring) November 9, 2016 „Við sjáum þjóðina okkar mun klofnari en við töldum að hún væri. En ég trúi enn á Bandaríkin og ég mun alltaf trúa á Bandaríkin. Ef að þið gerið slíkt hið sama þá verðum við að sætta okkur við þessi úrslit og horfa til framtíðar,“ sagði Clinton. Aðrir sáu lit súffragettanna í litavali Clinton en hvítur, grænn og fjólublár eru litir fána súffragettanna..@HillaryClinton & Bill wearing purple women's suffrage colors at concession speech. #election2016— Scott Shafer (@scottshafer) November 9, 2016 Enn aðrir sáu lit meþódista þar sem Clinton er meþódisti en hjá þeim táknar fjólublár bæði göfga og yfirbót. Síðan er fjólublár litur sem notaður er í baráttunni gegn einelti í samfélagi hinsegin fólks í Bandaríkjunum.Ræðu Clinton má sjá hér að neðan en hún byrjar þegar um sex mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Donald Trump Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 16:00 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24
Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 16:00