Ný og hættuleg tegund netárása Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 21:00 Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“ Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“
Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07