Ný og hættuleg tegund netárása Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 21:00 Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“ Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“
Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07