Við lifum á merkilegum tímum Hildur Þórisdóttir skrifar 24. október 2016 00:00 Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Þessi draumsýn felur í sér að allir hafi aðgang að námi. Líka þeir sem eru orðnir eldri en 25 ára og hafa af einhverjum ástæðum helst úr menntaskólalestinni. Við förum nefnilega ekki öll sömu leið í lífinu og það er líka í góðu lagi. Lífið er nefnilega ekki einsleitt heldur allskonar og það er okkar skylda sem samfélags að það sé svigrúm til staðar fyrir þá sem vilja afla sér menntunar seinna á lífsleiðinni. Við græðum nefnilega öll á því að fólk fái að blómstra og nýta hæfileika sína á sínum eigin forsendum en ekki innan hins þrönga regluverks sem stjórnsýslan á það til að skapa. Sviðsmyndin sem mig dreymir um felur líka í sér að barnafjölskyldur hafi það gott í 12 mánaða fæðingarorlofinu sínu með nýfædda fjölskyldumeðliminum. Fyrstu ár barna eru nefnilega svo gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð þeirra og þá getur skipt sköpum hvort mamma og pabbi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í fæðingarorlofinu eða vera svefnlaus yfir því hvernig þau eiga að brúa bilið þegar 9 mánaða orlofinu lýkur. Staðreyndin er nefnilega sú að við hlúum alls ekki nægilega vel að barnafjölskyldum sem hefur leitt af sér mun lægri fæðingartíðni og þá dapurlegu staðreynd að feður taka sér í mun minni mæli fæðingarorlof vegna þeirrar miklu tekjuskerðingar sem það hefur í för með sér. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á launamun kynjanna og jafnréttisbaráttuna á vinnumarkaði sem enn á langt í land. Samt er komið árið 2016. Mig dreymir um heilbrigðiskerfi þar sem er hlúð að frábæra heilbrigðisstarfsfólkinu okkar sem vinnur kraftaverk á degi hverjum. Að við höldum okkar besta fagfólki vegna þess að launin og vinnuaðstæðurnar eru fyllilega samkeppnishæfar við það sem best gerist í kringum okkur. Að sjúklingar fái lífsnauðsynlega þjónustu án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur. Að þjónusta sálfræðinga sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar en ekki munaður þeirri efnameiri eins og staðan er í dag. Við höfum séð það lengi annars staðar á Norðurlöndunum að þetta er hægt. Og við getum þetta líka. En til þess að svo megi verða þurfum við að forgangsraða upp á nýtt og sjá til þess að þjóðin öll njóti arðs af hinum miklu auðlindum sem Ísland á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Þessi draumsýn felur í sér að allir hafi aðgang að námi. Líka þeir sem eru orðnir eldri en 25 ára og hafa af einhverjum ástæðum helst úr menntaskólalestinni. Við förum nefnilega ekki öll sömu leið í lífinu og það er líka í góðu lagi. Lífið er nefnilega ekki einsleitt heldur allskonar og það er okkar skylda sem samfélags að það sé svigrúm til staðar fyrir þá sem vilja afla sér menntunar seinna á lífsleiðinni. Við græðum nefnilega öll á því að fólk fái að blómstra og nýta hæfileika sína á sínum eigin forsendum en ekki innan hins þrönga regluverks sem stjórnsýslan á það til að skapa. Sviðsmyndin sem mig dreymir um felur líka í sér að barnafjölskyldur hafi það gott í 12 mánaða fæðingarorlofinu sínu með nýfædda fjölskyldumeðliminum. Fyrstu ár barna eru nefnilega svo gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð þeirra og þá getur skipt sköpum hvort mamma og pabbi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í fæðingarorlofinu eða vera svefnlaus yfir því hvernig þau eiga að brúa bilið þegar 9 mánaða orlofinu lýkur. Staðreyndin er nefnilega sú að við hlúum alls ekki nægilega vel að barnafjölskyldum sem hefur leitt af sér mun lægri fæðingartíðni og þá dapurlegu staðreynd að feður taka sér í mun minni mæli fæðingarorlof vegna þeirrar miklu tekjuskerðingar sem það hefur í för með sér. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á launamun kynjanna og jafnréttisbaráttuna á vinnumarkaði sem enn á langt í land. Samt er komið árið 2016. Mig dreymir um heilbrigðiskerfi þar sem er hlúð að frábæra heilbrigðisstarfsfólkinu okkar sem vinnur kraftaverk á degi hverjum. Að við höldum okkar besta fagfólki vegna þess að launin og vinnuaðstæðurnar eru fyllilega samkeppnishæfar við það sem best gerist í kringum okkur. Að sjúklingar fái lífsnauðsynlega þjónustu án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur. Að þjónusta sálfræðinga sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar en ekki munaður þeirri efnameiri eins og staðan er í dag. Við höfum séð það lengi annars staðar á Norðurlöndunum að þetta er hægt. Og við getum þetta líka. En til þess að svo megi verða þurfum við að forgangsraða upp á nýtt og sjá til þess að þjóðin öll njóti arðs af hinum miklu auðlindum sem Ísland á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun